Þjóðin hefur valdið 24. júní 2004 00:01 Umræðan - Óskar Guðmundsson, rithöfundur í Reykjavík Þjóðin hefur fengið valdið. Það er í fullu samræmi við stjórnarskrá lýðveldisins sem lögtekin var á berginu helga 17. júní 1944 í byrjun lýðveldis. Þá virðast menn hafa sameinast um þá grunnhugsun að þjóðin ætti að ráða, að löggjafarvaldið þarfnaðist aðhalds og væri ekki einráð samkoma, þess vegna er 2. grein stjórnarskrárinnar: Löggjafarvald er í höndum Alþingis - og forseta Íslands. Í umræðunni á Alþingi - frá 1944 - sem birt er í Alþingistíðindum kemur glöggt fram að ákvæðið um synjunarvald var sett í stjórnarskrá meðvitað og til að hnykkja á 2. greininni. Með því ákvæði er hafnað að löggjafarsamkoman sé alvalda - einráð um löggjafarmálefni. Samkvæmt stjórnskipunarkenningunni um þrískiptingu ríkisvaldsvaldsins í löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvald skulu þessir valdaþættir vera í höndum aðskilinna aðila, sem takmarki vald hver annars og komi þannig í veg fyrir gerræðislega beitingu þess. Löggjafarsamkoman starfar í tímabundnu umboði þjóðarinnar með ýmsum skilyrðum sem m.a. er kveðið á um í stjórnarskrá. Forseti er hér á landi kosinn af þjóðinni en ekki alþingi, meðal annars vegna þess að hann hefur umboð til ákvarðana á borð við þá að skjóta málum frá alþingi til þjóðarinnar. Ella hefði verið mótsögn í því að hann hefði vald til að synja lögum staðfestingar. Hugsunin er sú að þjóðin eigi fyrsta og síðasta orðið. Það á alltaf að vera hægt að skjóta málum til þjóðarinnar. Allt vald á að vera komið frá þjóðinni. Ríkisstjórnin fer með framkvæmdavaldið. Hún starfar í umboði löggjafarvaldsins, en hún er ekki löggjafarvald sjálf. Fræðimenn hafa lýst þeirri skoðun undanfarið að framkvæmdavaldið hafi seilst æ lengra inn á svið löggjafarvalds undanfarin ár. Hér er ekki rúm til að fjalla frekar um þróun valdgreiningar og valdaskiptingar milli löggjafans og framkvæmdavaldsins, en ljóst er samkvæmt stjórnarskrá og lögum að valdið á að koma frá þjóðinni, og nú hefur hún fengið vald til að taka ákvörðun til mikilvægs máls í einfaldri atkvæðagreiðslu, já eða nei -- til samþykktar eða synjunar. Kosningaréttur okkar kjósenda er hér í húfi. Kosningaréttur heyrir til mannréttinda. Þær lýðræðisþjóðir sem við miðum okkur við í Evrópu hafa iðulega greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um ýmis mál. Íslendingar einir þessara lýðræðisþjóða hafa ekki fengið það vald sem nágrannaþjóðir okkar hafa sem sjálfsagt mál. Þær hafa að því leyti meiri mannréttindi en við. Nú loksins þegar kemur tilvik þar sem þjóðin fær valdið, þá er óþolandi að einhverjar valdastofnanir, reyni að krenkja og skerða þetta vald almennings - til að taka ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á dögunum skipaði ríkisstjórnin starfshóp lögmanna til að fjalla um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef valdsherrar hefðu viljað að starfshópurinn endurspeglaði þingið í landinu, þá hefði nefndin verið skipuð samkvæmt tilnefningu þingflokka, stjórnar og stjórnarandstöðu. Það var ekki gert. Ef ríkisstjórnin hefði viljað að starfshópurinn endurspeglaði þjóðarvilja, hefði hún getað farið fram á tilnefningu almannasamtaka, verkalýðshreyfingar og slíkra. Það var ekki gert. Þar með þarf væntanlegt álit starfshópsins ekki að endurspegla vilja þings eða þjóðar, heldur einungis þess framkvæmdavalds sem hópinn valdi. Nefndarmenn eiga samt vonandi þann kost að fylgja anda stjórnarskrárinnar fyrir lýðveldið Ísland, sem treystir kjósendum þótt það brjóti í bága við skoðanir þeirra sem fara með framkvæmdavaldið. Þegar málum er skotið til þjóðarinnar ber refjalaust að halda þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem einfaldur meirihluti ræður, og atkvæði kjósenda vega jafnt. Við kjósendur - þjóðin - þurfum að standa vörð um kosningaréttinn, mannréttindi okkar. Þau réttindi má ekki skerða eða klípa af með einhverjum heimasmíðuðum girðingum eða lagabrellum. Valdið er þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræðan - Óskar Guðmundsson, rithöfundur í Reykjavík Þjóðin hefur fengið valdið. Það er í fullu samræmi við stjórnarskrá lýðveldisins sem lögtekin var á berginu helga 17. júní 1944 í byrjun lýðveldis. Þá virðast menn hafa sameinast um þá grunnhugsun að þjóðin ætti að ráða, að löggjafarvaldið þarfnaðist aðhalds og væri ekki einráð samkoma, þess vegna er 2. grein stjórnarskrárinnar: Löggjafarvald er í höndum Alþingis - og forseta Íslands. Í umræðunni á Alþingi - frá 1944 - sem birt er í Alþingistíðindum kemur glöggt fram að ákvæðið um synjunarvald var sett í stjórnarskrá meðvitað og til að hnykkja á 2. greininni. Með því ákvæði er hafnað að löggjafarsamkoman sé alvalda - einráð um löggjafarmálefni. Samkvæmt stjórnskipunarkenningunni um þrískiptingu ríkisvaldsvaldsins í löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvald skulu þessir valdaþættir vera í höndum aðskilinna aðila, sem takmarki vald hver annars og komi þannig í veg fyrir gerræðislega beitingu þess. Löggjafarsamkoman starfar í tímabundnu umboði þjóðarinnar með ýmsum skilyrðum sem m.a. er kveðið á um í stjórnarskrá. Forseti er hér á landi kosinn af þjóðinni en ekki alþingi, meðal annars vegna þess að hann hefur umboð til ákvarðana á borð við þá að skjóta málum frá alþingi til þjóðarinnar. Ella hefði verið mótsögn í því að hann hefði vald til að synja lögum staðfestingar. Hugsunin er sú að þjóðin eigi fyrsta og síðasta orðið. Það á alltaf að vera hægt að skjóta málum til þjóðarinnar. Allt vald á að vera komið frá þjóðinni. Ríkisstjórnin fer með framkvæmdavaldið. Hún starfar í umboði löggjafarvaldsins, en hún er ekki löggjafarvald sjálf. Fræðimenn hafa lýst þeirri skoðun undanfarið að framkvæmdavaldið hafi seilst æ lengra inn á svið löggjafarvalds undanfarin ár. Hér er ekki rúm til að fjalla frekar um þróun valdgreiningar og valdaskiptingar milli löggjafans og framkvæmdavaldsins, en ljóst er samkvæmt stjórnarskrá og lögum að valdið á að koma frá þjóðinni, og nú hefur hún fengið vald til að taka ákvörðun til mikilvægs máls í einfaldri atkvæðagreiðslu, já eða nei -- til samþykktar eða synjunar. Kosningaréttur okkar kjósenda er hér í húfi. Kosningaréttur heyrir til mannréttinda. Þær lýðræðisþjóðir sem við miðum okkur við í Evrópu hafa iðulega greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um ýmis mál. Íslendingar einir þessara lýðræðisþjóða hafa ekki fengið það vald sem nágrannaþjóðir okkar hafa sem sjálfsagt mál. Þær hafa að því leyti meiri mannréttindi en við. Nú loksins þegar kemur tilvik þar sem þjóðin fær valdið, þá er óþolandi að einhverjar valdastofnanir, reyni að krenkja og skerða þetta vald almennings - til að taka ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á dögunum skipaði ríkisstjórnin starfshóp lögmanna til að fjalla um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef valdsherrar hefðu viljað að starfshópurinn endurspeglaði þingið í landinu, þá hefði nefndin verið skipuð samkvæmt tilnefningu þingflokka, stjórnar og stjórnarandstöðu. Það var ekki gert. Ef ríkisstjórnin hefði viljað að starfshópurinn endurspeglaði þjóðarvilja, hefði hún getað farið fram á tilnefningu almannasamtaka, verkalýðshreyfingar og slíkra. Það var ekki gert. Þar með þarf væntanlegt álit starfshópsins ekki að endurspegla vilja þings eða þjóðar, heldur einungis þess framkvæmdavalds sem hópinn valdi. Nefndarmenn eiga samt vonandi þann kost að fylgja anda stjórnarskrárinnar fyrir lýðveldið Ísland, sem treystir kjósendum þótt það brjóti í bága við skoðanir þeirra sem fara með framkvæmdavaldið. Þegar málum er skotið til þjóðarinnar ber refjalaust að halda þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem einfaldur meirihluti ræður, og atkvæði kjósenda vega jafnt. Við kjósendur - þjóðin - þurfum að standa vörð um kosningaréttinn, mannréttindi okkar. Þau réttindi má ekki skerða eða klípa af með einhverjum heimasmíðuðum girðingum eða lagabrellum. Valdið er þjóðarinnar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar