Gjaldþrota samtök án félagaskrár 24. júní 2004 00:01 Umræðan - Jón Kjartansson frá Pálmholti skrifar um Leigjendasamtökin. Menn hafa spurt mig hversvegna ekkert heyrist frá Leigjendasamtökunum eftir að ég hætti þar formennsku. Fyrir skömmu birtist svo í Fréttablaðinu viðtal við núverandi formann. Þar er ekkert fjallað um ástand húsnæðismála eða kjör. Samkvæmt viðtalinu er aðalerindið að Samtökin séu gjaldþrota og þar finnist engin félagaskrá. Ekki veit ég hvaða áherslur koma frá formanninum og hvað er frá blaðamanninum ættað, en úr því formaðurinn hefur ekki gert athugasemdir, hlýt ég að svara, þótt mér sé það þvert um geð. Formaðurinn hefur ekki starfað lengi í Samtökunum sem getur verið kostur, komi menn með nýjar áherslur og sambönd. Ekki spáir þó góðu að gefa í skyn að Samtökin hafi verið í rusli og ekkert hafi verið gert. Leigjendasamtökin voru stofnuð árið 1978 og hafa því starfað í aldarfjórðung. Þau voru stofnuð með berum höndunum má segja og áttu ekkert. Styrkur fékkst hjá fjármálaráðherra og skrifstofa var opnuð í kjallaraherbergi við Bókhlöðustíg. Þar voru engin tæki utan eitt símtól er stöðugt var rauðglóandi og biðröð fyrir utan líkt og stífla hefði losnað. Fyrsti starfsmaður var Laufey Guðjónsdóttir sem nú mun vera forstjóri Kvikmyndasjóðs. Hún var frábær starfsmaður við frumstæð skilyrði. Þá voru hér engin húsaleigulög og því fátt við að styðjast varðandi rétt leigjenda til heimilis og víða andstaða við þetta frumkvæði. Lögin komu árið eftir. Árið 1983 komu ungir menn í stjórnina. Þeir kynntu okkur starfsemi sænsku búsetufélaganna og við stofnuðum Búseta til að reka leiguíbúðir með búseturétti. Hófst þá hörð barátta fyrir rétti Búseta til að byggja, því ekki mátti breyta sveitastefnunni. Inn í samþykktir Búseta settum við ákvæði þess efnis að leigjendur Búseta yrðu félagar í Leigjendasamtökunum svo til yrði ákveðinn stokkur manna sem greiddu félagsgjöld. Er fyrstu leigjendurnir loks fluttu inn, felldu þeir niður þetta ákvæði. Árin 1985-88 sá Sigurjón Þorbergsson um rekstur Samtakanna og á þeim tíma féll styrkur ráðuneytis niður. Varð Sigurjón að greiða úr eigin vasa útgjöld samtakanna.Um haustið 1988 tók ég við rekstrinum og rak Samtökin heima hjá mér um veturinn, enda engir peningar til. Þá varð Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og fékkst þá strax dálítill rekstrarstyrkur. Alla tíð Jóhönnu í embætti sá hún til þess að Samtökin gætu starfað. Skrifstofan var opnuð á ný og í fórum Samtakanna fann ég gamla félagaskrá með á sjöunda hundrað nöfnum. Ég keypti gíróseðla og reyndi þannig að rukka inn félagsgjöld eftir skránni. Þeir komu að stórum hluta aftur með áletrun einsog viðtakandi finnst ekki eða er fluttur. Af þessu varð verulegt tap. Ég strikaði næst út þá sem voru fluttir og bætti við nýjum, en það fór á sömu leið. Stöðugur flutningur leigjenda er staðreynd. Eftir þriðju tilraun gafst ég upp, enda engin efni til að halda þessu áfram. Innri uppbygging Samtakanna sat á hakanum vegna manneklu og fjárskorts. Ég ræddi við verklýðsforingja og fleiri og spurði hvort félögin væru tilbúin að greiða félagsgjöld fyrir félagsmenn sína, en því var hafnað. Sama er að segja um Borgina og fleiri sveitarfélög sem leitað var til. Loks keyptum við peningasíma þar sem greiða átti kr. 200 fyrir símtalið. Hringingum stórfækkaði svo þessu var hætt. Allir vildu nýta þjónustuna og oft í nauðvörn, en enginn vildi borga. Félagaskrá átti samt að vera til, hafi hún ekki glatast í flutningum, en lítið var á henni að græða sem fyrr segir. Árlega var sótt um styrk á fjárlögum ríkisins og tókst einu sinni en var svo tekið út næsta ár. Fyrir 9 árum settu Framsóknarmenn bóndadurg norðan úr Blöndudal yfir húsnæðismálin. Það sýnir best áhersluna sem hér ríkir á dreifbýlisstefnuna, en þarna keyrði um þverbak. Styrkurinn lækkaður strax og loks tekinn af. Þó voru um 450 þús. kr. inni á reikningi Samtakanna þegar ég hætti. Þarna var ekki farið illa með fé. Nú mun styrkurinn kominn aftur en skrifstofunni lokað og Samtökin sögð gjaldþrota. Kannski hafa þau alltaf verið gjaldþrota því aldrei var hægt að greiða laun. Frumkvöðlastarf einsog stofnun Leigjendasamtakanna var þarfnast ákveðins stuðnings í byrjun. Sá stuðningur fékkst ekki frá þeim sem málið er skyldast. Þótt meginverk Samtakanna hafi alla tíð verið að bjarga fólki undan hrammi þeirrar fasteignastefnu sem hér ríkir, gefa ráð og leiðbeiningar o.fl. slíkt, var markmið mitt frá upphafi að koma hér á evrópskri húsnæðisstefnu með öflugum leigumarkaði í stað skuldasöfnunar og gera Reykjavík að evrópskri borg. Opinber húsnæðisstefna verður að taka mið af Reykjavík og öðru helsta þéttbýli og hafa það markmið að leysa úr þörfum fólks fyrir húsnæði. Til þess höfðum við aldrei pólitískan bakhjarl. Greinarhöfundur er fyrrverandi formaður Leigjendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræðan - Jón Kjartansson frá Pálmholti skrifar um Leigjendasamtökin. Menn hafa spurt mig hversvegna ekkert heyrist frá Leigjendasamtökunum eftir að ég hætti þar formennsku. Fyrir skömmu birtist svo í Fréttablaðinu viðtal við núverandi formann. Þar er ekkert fjallað um ástand húsnæðismála eða kjör. Samkvæmt viðtalinu er aðalerindið að Samtökin séu gjaldþrota og þar finnist engin félagaskrá. Ekki veit ég hvaða áherslur koma frá formanninum og hvað er frá blaðamanninum ættað, en úr því formaðurinn hefur ekki gert athugasemdir, hlýt ég að svara, þótt mér sé það þvert um geð. Formaðurinn hefur ekki starfað lengi í Samtökunum sem getur verið kostur, komi menn með nýjar áherslur og sambönd. Ekki spáir þó góðu að gefa í skyn að Samtökin hafi verið í rusli og ekkert hafi verið gert. Leigjendasamtökin voru stofnuð árið 1978 og hafa því starfað í aldarfjórðung. Þau voru stofnuð með berum höndunum má segja og áttu ekkert. Styrkur fékkst hjá fjármálaráðherra og skrifstofa var opnuð í kjallaraherbergi við Bókhlöðustíg. Þar voru engin tæki utan eitt símtól er stöðugt var rauðglóandi og biðröð fyrir utan líkt og stífla hefði losnað. Fyrsti starfsmaður var Laufey Guðjónsdóttir sem nú mun vera forstjóri Kvikmyndasjóðs. Hún var frábær starfsmaður við frumstæð skilyrði. Þá voru hér engin húsaleigulög og því fátt við að styðjast varðandi rétt leigjenda til heimilis og víða andstaða við þetta frumkvæði. Lögin komu árið eftir. Árið 1983 komu ungir menn í stjórnina. Þeir kynntu okkur starfsemi sænsku búsetufélaganna og við stofnuðum Búseta til að reka leiguíbúðir með búseturétti. Hófst þá hörð barátta fyrir rétti Búseta til að byggja, því ekki mátti breyta sveitastefnunni. Inn í samþykktir Búseta settum við ákvæði þess efnis að leigjendur Búseta yrðu félagar í Leigjendasamtökunum svo til yrði ákveðinn stokkur manna sem greiddu félagsgjöld. Er fyrstu leigjendurnir loks fluttu inn, felldu þeir niður þetta ákvæði. Árin 1985-88 sá Sigurjón Þorbergsson um rekstur Samtakanna og á þeim tíma féll styrkur ráðuneytis niður. Varð Sigurjón að greiða úr eigin vasa útgjöld samtakanna.Um haustið 1988 tók ég við rekstrinum og rak Samtökin heima hjá mér um veturinn, enda engir peningar til. Þá varð Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og fékkst þá strax dálítill rekstrarstyrkur. Alla tíð Jóhönnu í embætti sá hún til þess að Samtökin gætu starfað. Skrifstofan var opnuð á ný og í fórum Samtakanna fann ég gamla félagaskrá með á sjöunda hundrað nöfnum. Ég keypti gíróseðla og reyndi þannig að rukka inn félagsgjöld eftir skránni. Þeir komu að stórum hluta aftur með áletrun einsog viðtakandi finnst ekki eða er fluttur. Af þessu varð verulegt tap. Ég strikaði næst út þá sem voru fluttir og bætti við nýjum, en það fór á sömu leið. Stöðugur flutningur leigjenda er staðreynd. Eftir þriðju tilraun gafst ég upp, enda engin efni til að halda þessu áfram. Innri uppbygging Samtakanna sat á hakanum vegna manneklu og fjárskorts. Ég ræddi við verklýðsforingja og fleiri og spurði hvort félögin væru tilbúin að greiða félagsgjöld fyrir félagsmenn sína, en því var hafnað. Sama er að segja um Borgina og fleiri sveitarfélög sem leitað var til. Loks keyptum við peningasíma þar sem greiða átti kr. 200 fyrir símtalið. Hringingum stórfækkaði svo þessu var hætt. Allir vildu nýta þjónustuna og oft í nauðvörn, en enginn vildi borga. Félagaskrá átti samt að vera til, hafi hún ekki glatast í flutningum, en lítið var á henni að græða sem fyrr segir. Árlega var sótt um styrk á fjárlögum ríkisins og tókst einu sinni en var svo tekið út næsta ár. Fyrir 9 árum settu Framsóknarmenn bóndadurg norðan úr Blöndudal yfir húsnæðismálin. Það sýnir best áhersluna sem hér ríkir á dreifbýlisstefnuna, en þarna keyrði um þverbak. Styrkurinn lækkaður strax og loks tekinn af. Þó voru um 450 þús. kr. inni á reikningi Samtakanna þegar ég hætti. Þarna var ekki farið illa með fé. Nú mun styrkurinn kominn aftur en skrifstofunni lokað og Samtökin sögð gjaldþrota. Kannski hafa þau alltaf verið gjaldþrota því aldrei var hægt að greiða laun. Frumkvöðlastarf einsog stofnun Leigjendasamtakanna var þarfnast ákveðins stuðnings í byrjun. Sá stuðningur fékkst ekki frá þeim sem málið er skyldast. Þótt meginverk Samtakanna hafi alla tíð verið að bjarga fólki undan hrammi þeirrar fasteignastefnu sem hér ríkir, gefa ráð og leiðbeiningar o.fl. slíkt, var markmið mitt frá upphafi að koma hér á evrópskri húsnæðisstefnu með öflugum leigumarkaði í stað skuldasöfnunar og gera Reykjavík að evrópskri borg. Opinber húsnæðisstefna verður að taka mið af Reykjavík og öðru helsta þéttbýli og hafa það markmið að leysa úr þörfum fólks fyrir húsnæði. Til þess höfðum við aldrei pólitískan bakhjarl. Greinarhöfundur er fyrrverandi formaður Leigjendasamtakanna.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun