Er brúnn húðlitur ögrandi? 23. júní 2004 00:01 Fordómar - Valur Gunnarsson, ritstjóri Reykjavik Grapevine Í grein sem Guðmundur Andri Thorsson skrifaði í Fréttablaðið þann 21. júní segir hann rasisma vera einhverja bjálfalegustu skoðun sem hægt er að hafa. Um það held ég að flestir, en því miður ekki allir, geti verið sammála. Guðmundur hefur hinsvegar einnig áhyggjur af því að menn séu of gjarnir við að reyna að sýna fram á eigin frómleika með því að benda á fordóma annara. Ég verð að segja að ég hef persónulega lítinn áhuga á opinberri umræðu um frómleika minn, meintan eða ekki. Það sem skiptir meira máli er að aðbúnaður innflytjenda á Íslandi er ekki alltaf eins og best verður á kosið. Nýlega voru sett lög sem takmörkuðu mannréttindi innflytjenda talsvert. Meðal annars má framkvæma húsleit hjá innflytjanda vegna mun minni gruns en þarf að vera þegar íslenskur ríkisborgari á í hlut. Sumir mótmæltu þessum lögum, en almennt féllu þau í skuggann af málum sem Íslendingar virðast telja að komi sér við á beinni hátt. Við skrifuðum grein um málið í fyrsta tölublað Grapevine í sumar, en hún vakti litla eftirtekt. Við vonuðumst að sjálfsögðu til að forsíða annars tölublaðs myndi vekja athygli, eins og góðar forsíður eiga að gera. Því ákváðum við að fara óhefðbundna leið en áttum ekki von á neinu upphlaupi. En eins og allir sem skrifa komast að fyrr eða síðar segir mynd meira en þúsund orð. Þjóðdansafélagið minntumst við hins vegar hvergi á í blaðinu, heldur sagði ég einungis frá því í leiðara hversu erfitt okkur hafði reynst að fá búning. Það var ekki fyrr en aðrir fjölmiðlar spurðust fyrir sem við ákváðum að vísa spurningum áfram á Þjóðdansafélagið, enda eðlilegt að það sitji fyrir svörum. Þegar þeir svo lýstu yfir áhyggjum af því að framtíðin væri gul virtist afstaða þeirra nokkuð skýr. Guðmund grunar að okkur hafi fundist mynd af konu með brúna húð í fjallkonubúning "geysilega ögrandi og sláandi". Ef nánar er að gáð er konan á myndinni þó hvorki að bera á sér brjóstin né gefa þjóðinni fokkmerki. Ég á því erfitt með að sjá hvað við þessa mynd á að vera svona ögrandi. Er það húðlitur hennar einn sem gerir hana ögrandi? Löngu er tímabært að fólk skuli loks vera farið að tala í alvöru um stöðu innflytjenda hér á landi. Við erum jú að upplifa í fyrsta sinn síðan á landnámsöld að fólk flytjist hingað í einhverju magni. Þá erum við talsvert á eftir öðrum Vestur-Evrópuþjóðum hvað varðar innflytjendur og umræðu um þá og í sumum tilfellum í viðhorfum til þeirra einnig. Reyndar er áberandi að enginn hefur spurt innflytjendur sjálfa neinna spurninga í umræðunni undanfarna daga. Hvort aðferð okkar var besta hugsanlega leiðin til að taka þátt í þeirri umræðu má deila um, en þegar biskup er farinn að messa yfir alþingismönnum um málefni innflytjenda eru hlutirnir að komast í betri farveg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fordómar - Valur Gunnarsson, ritstjóri Reykjavik Grapevine Í grein sem Guðmundur Andri Thorsson skrifaði í Fréttablaðið þann 21. júní segir hann rasisma vera einhverja bjálfalegustu skoðun sem hægt er að hafa. Um það held ég að flestir, en því miður ekki allir, geti verið sammála. Guðmundur hefur hinsvegar einnig áhyggjur af því að menn séu of gjarnir við að reyna að sýna fram á eigin frómleika með því að benda á fordóma annara. Ég verð að segja að ég hef persónulega lítinn áhuga á opinberri umræðu um frómleika minn, meintan eða ekki. Það sem skiptir meira máli er að aðbúnaður innflytjenda á Íslandi er ekki alltaf eins og best verður á kosið. Nýlega voru sett lög sem takmörkuðu mannréttindi innflytjenda talsvert. Meðal annars má framkvæma húsleit hjá innflytjanda vegna mun minni gruns en þarf að vera þegar íslenskur ríkisborgari á í hlut. Sumir mótmæltu þessum lögum, en almennt féllu þau í skuggann af málum sem Íslendingar virðast telja að komi sér við á beinni hátt. Við skrifuðum grein um málið í fyrsta tölublað Grapevine í sumar, en hún vakti litla eftirtekt. Við vonuðumst að sjálfsögðu til að forsíða annars tölublaðs myndi vekja athygli, eins og góðar forsíður eiga að gera. Því ákváðum við að fara óhefðbundna leið en áttum ekki von á neinu upphlaupi. En eins og allir sem skrifa komast að fyrr eða síðar segir mynd meira en þúsund orð. Þjóðdansafélagið minntumst við hins vegar hvergi á í blaðinu, heldur sagði ég einungis frá því í leiðara hversu erfitt okkur hafði reynst að fá búning. Það var ekki fyrr en aðrir fjölmiðlar spurðust fyrir sem við ákváðum að vísa spurningum áfram á Þjóðdansafélagið, enda eðlilegt að það sitji fyrir svörum. Þegar þeir svo lýstu yfir áhyggjum af því að framtíðin væri gul virtist afstaða þeirra nokkuð skýr. Guðmund grunar að okkur hafi fundist mynd af konu með brúna húð í fjallkonubúning "geysilega ögrandi og sláandi". Ef nánar er að gáð er konan á myndinni þó hvorki að bera á sér brjóstin né gefa þjóðinni fokkmerki. Ég á því erfitt með að sjá hvað við þessa mynd á að vera svona ögrandi. Er það húðlitur hennar einn sem gerir hana ögrandi? Löngu er tímabært að fólk skuli loks vera farið að tala í alvöru um stöðu innflytjenda hér á landi. Við erum jú að upplifa í fyrsta sinn síðan á landnámsöld að fólk flytjist hingað í einhverju magni. Þá erum við talsvert á eftir öðrum Vestur-Evrópuþjóðum hvað varðar innflytjendur og umræðu um þá og í sumum tilfellum í viðhorfum til þeirra einnig. Reyndar er áberandi að enginn hefur spurt innflytjendur sjálfa neinna spurninga í umræðunni undanfarna daga. Hvort aðferð okkar var besta hugsanlega leiðin til að taka þátt í þeirri umræðu má deila um, en þegar biskup er farinn að messa yfir alþingismönnum um málefni innflytjenda eru hlutirnir að komast í betri farveg.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun