Félagslegur jöfnunarsjóður 23. júní 2004 00:01 LÍN - Agnar Freyr Helgason Fyrir stuttu síðan voru samþykktar úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir næsta vetur. Niðurstöður samninganefndar sem vann að málinu fyrir hönd stjórnar lánasjóðsins voru mikil vonbrigði fyrir þann mikla fjölda námsmanna sem treysta á framfærslu frá sjóðnum yfir vetrarmánuðina.Þær kjarabætur sem stúdentum eru veittar eru afar rýrar samanborið við nýlega kjarasamninga annarra stétta. Þannig hækkar grunnframfærsla námslánanna einungis um 2,6 prósent (úr 77.500 kr. í 79.500 kr.) og hið svokallaða skerðingarhlutfall lækkar um 2 prósent, úr 35 prósentum í 33 prósent. Frítekjumarkið stendur í stað - er áfram 300.000 kr. Miðað við þessar tölur er meðalhækkun ráðstöfunartekna stúdenta 3 prósent á milli ára. Raunlækkun mun því verða á kjörum námsmanna enn eitt árið. Þessi þrjú lykilhugtök eru lánþegum sjóðsins að góðu kunn, en aðrir hafa líklega varla meira en óskýra mynd af merkingu þeirra. Grunnframfærslan er sú upphæð sem námsmanni í leiguhúsnæði er ætluð á mánuði. Fæstir lánþegar fá þessa upphæð þó óskerta, sökum tekjutengingar. Sú skerðing hefst þegar frítekjumarkinu er náð - það er að segja, tekjur undir frítekjumarkinu koma ekki til skerðingar námslánanna. Eins og staðan er í dag er þessi þröskuldur hins vegar svo neðarlega að námsmaður sem er duglegur yfir sumarmánuðina fær ekki óskert lán. Skerðingarhlutfallið er það hlutfall af tekjum umfram frítekjumark sem lánið skerðist um. Núverandi ríkisstjórn hefur kappkostað að lækka þetta hlutfall sem mest, en á meðan hafa grunnframfærslan og frítekjumarkið setið á hakanum. Meginrökin fyrir því að lækka skerðingarhlutfallið hafa ætíð verið þau, að ekki eigi að refsa námsmanni fyrir að vera duglegur við vinnu með því að skerða námslánin um of. Þessi fullyrðing á þó varla við um meðalnámsmanninn, sem berst við það á hverju misseri að láta enda ná saman. Fullyrðingin er meira í takt við hinn draumkennda athafnamann sem af einhverjum ástæðum þarf að þiggja námslán frá ríkinu, þrátt fyrir að hafa rausnarlegar mánaðartekjur. Þessi sjónarmið eru einnig ansi vafasöm í ljósi meginmarkmiðs sjóðsins. Í þriðju grein laga um lánasjóðinn segir: "Miða skal við að námslán samkvæmt lögum þessum nægi hverjum námsmanni til að standa straum af náms- og framfærslukostnaði meðan á námi stendur...". Það er nefnilega þannig að grunnframfærslan er innan við 70 prósent af áætluðum framfærslukostnaði námsmanns (um 116.000 kr. á mánuði). Lánþegum er því ætlað að leita á náðir vina og vandamanna nái þeir ekki að lifa 30 prósent undir eðlilegum framfærslukostnaði - nú eða ellegar vinna meðfram náminu. Það má vel vera að það sé á færi margra námsmanna að gera það - undirritaður er til að mynda einn af þeim sem á bæði kost á því að vinna eilítið á veturna og að njóta ríkulegs stuðnings fjölskyldunnar. Það eru hins vegar mun fleiri sem hvorki eiga kost á því að njóta fjárhagsstuðnings né að vinna - enda getur háskólanám verið rúmlega fullt starf á álagstímum. Núverandi lánasjóðskerfi er því síður en svo hvetjandi fyrir efnalitla einstaklinga sem hyggja á nám. Á meðan margir lánþegar lifa langt undir áætluðum framfærslukostnaði námsmanns getur það engan veginn verið réttlætanlegt að lækka skerðingarhlutfallið enn frekar. Hlutverk sjóðsins er, og mun vonandi alltaf verða, að tryggja jafnrétti til náms á Íslandi, óháð efnahag. Lánin sem sjóðurinn veitir eru ekki dagpeningar fyrir alla þá sem stunda háskólanám. Þvert á móti eru þau neyðarúrræði sem gerir efnalitlum námsmönnum kleift að stunda námið. Þau eru ekki ætluð til þess að standa undir stórbrotnum lífsstíl efnameiri einstaklinga - borga fyrir sólarlandarferðir eða safna á bankabók. Því er mikilvægt að tryggja hlutverk lánasjóðsins sem félagslegs jöfnunarsjóðs við gerð næstu úthlutunarreglna. Það verður einungis gert með því að sníða lánin að raunhæfum útgjöldum námsmanns og úthluta þeim á réttlátan hátt - hækka grunnframfærsluna og frítekjumarkið, en leyfa skerðingarhlutfallinu að haldast óbreyttu. Höfundur er hagfræðinemi og fulltrúi Röskvu í lánasjóðsnefnd Stúdentaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
LÍN - Agnar Freyr Helgason Fyrir stuttu síðan voru samþykktar úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir næsta vetur. Niðurstöður samninganefndar sem vann að málinu fyrir hönd stjórnar lánasjóðsins voru mikil vonbrigði fyrir þann mikla fjölda námsmanna sem treysta á framfærslu frá sjóðnum yfir vetrarmánuðina.Þær kjarabætur sem stúdentum eru veittar eru afar rýrar samanborið við nýlega kjarasamninga annarra stétta. Þannig hækkar grunnframfærsla námslánanna einungis um 2,6 prósent (úr 77.500 kr. í 79.500 kr.) og hið svokallaða skerðingarhlutfall lækkar um 2 prósent, úr 35 prósentum í 33 prósent. Frítekjumarkið stendur í stað - er áfram 300.000 kr. Miðað við þessar tölur er meðalhækkun ráðstöfunartekna stúdenta 3 prósent á milli ára. Raunlækkun mun því verða á kjörum námsmanna enn eitt árið. Þessi þrjú lykilhugtök eru lánþegum sjóðsins að góðu kunn, en aðrir hafa líklega varla meira en óskýra mynd af merkingu þeirra. Grunnframfærslan er sú upphæð sem námsmanni í leiguhúsnæði er ætluð á mánuði. Fæstir lánþegar fá þessa upphæð þó óskerta, sökum tekjutengingar. Sú skerðing hefst þegar frítekjumarkinu er náð - það er að segja, tekjur undir frítekjumarkinu koma ekki til skerðingar námslánanna. Eins og staðan er í dag er þessi þröskuldur hins vegar svo neðarlega að námsmaður sem er duglegur yfir sumarmánuðina fær ekki óskert lán. Skerðingarhlutfallið er það hlutfall af tekjum umfram frítekjumark sem lánið skerðist um. Núverandi ríkisstjórn hefur kappkostað að lækka þetta hlutfall sem mest, en á meðan hafa grunnframfærslan og frítekjumarkið setið á hakanum. Meginrökin fyrir því að lækka skerðingarhlutfallið hafa ætíð verið þau, að ekki eigi að refsa námsmanni fyrir að vera duglegur við vinnu með því að skerða námslánin um of. Þessi fullyrðing á þó varla við um meðalnámsmanninn, sem berst við það á hverju misseri að láta enda ná saman. Fullyrðingin er meira í takt við hinn draumkennda athafnamann sem af einhverjum ástæðum þarf að þiggja námslán frá ríkinu, þrátt fyrir að hafa rausnarlegar mánaðartekjur. Þessi sjónarmið eru einnig ansi vafasöm í ljósi meginmarkmiðs sjóðsins. Í þriðju grein laga um lánasjóðinn segir: "Miða skal við að námslán samkvæmt lögum þessum nægi hverjum námsmanni til að standa straum af náms- og framfærslukostnaði meðan á námi stendur...". Það er nefnilega þannig að grunnframfærslan er innan við 70 prósent af áætluðum framfærslukostnaði námsmanns (um 116.000 kr. á mánuði). Lánþegum er því ætlað að leita á náðir vina og vandamanna nái þeir ekki að lifa 30 prósent undir eðlilegum framfærslukostnaði - nú eða ellegar vinna meðfram náminu. Það má vel vera að það sé á færi margra námsmanna að gera það - undirritaður er til að mynda einn af þeim sem á bæði kost á því að vinna eilítið á veturna og að njóta ríkulegs stuðnings fjölskyldunnar. Það eru hins vegar mun fleiri sem hvorki eiga kost á því að njóta fjárhagsstuðnings né að vinna - enda getur háskólanám verið rúmlega fullt starf á álagstímum. Núverandi lánasjóðskerfi er því síður en svo hvetjandi fyrir efnalitla einstaklinga sem hyggja á nám. Á meðan margir lánþegar lifa langt undir áætluðum framfærslukostnaði námsmanns getur það engan veginn verið réttlætanlegt að lækka skerðingarhlutfallið enn frekar. Hlutverk sjóðsins er, og mun vonandi alltaf verða, að tryggja jafnrétti til náms á Íslandi, óháð efnahag. Lánin sem sjóðurinn veitir eru ekki dagpeningar fyrir alla þá sem stunda háskólanám. Þvert á móti eru þau neyðarúrræði sem gerir efnalitlum námsmönnum kleift að stunda námið. Þau eru ekki ætluð til þess að standa undir stórbrotnum lífsstíl efnameiri einstaklinga - borga fyrir sólarlandarferðir eða safna á bankabók. Því er mikilvægt að tryggja hlutverk lánasjóðsins sem félagslegs jöfnunarsjóðs við gerð næstu úthlutunarreglna. Það verður einungis gert með því að sníða lánin að raunhæfum útgjöldum námsmanns og úthluta þeim á réttlátan hátt - hækka grunnframfærsluna og frítekjumarkið, en leyfa skerðingarhlutfallinu að haldast óbreyttu. Höfundur er hagfræðinemi og fulltrúi Röskvu í lánasjóðsnefnd Stúdentaráðs.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun