Vona að Ástþór nái árangri 23. júní 2004 00:01 Íris Kristjánsdóttir skrifar um forsetakosningarnar Ég hef verið að fylgjast með kosningabaráttu forsetaframbjóðenda og undrast mjög hvernig fjölmiðlar gera upp á milli frambjóðenda. Hvernig á þjóðin að geta kynnst frambjóðendum þegar hún fær varla að heyra í þeim? Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, treystir sér ekki til að mæta í þá fáu umræðuþætti sem eru í boði fyrir frambjóðendur vegna anna, enda hef ég sjaldan séð jafn mikið af honum. Er það tilviljun hversu mörgum virðulegum skylduverkefnum hann hefur að gegna þessa dagana eða er þetta kosningabaráttan hans? Af hverju er hann yfir það hafinn að svara spurningum kjósenda? Svo er það Baldur sem veit ég ekkert um enda varla séð til hans. Ég veit að slagorðið hans er "Baldur á Bessastaði" en veit ekki til hvers eða hvað hann stendur fyrir. Svo er það Ástþór sem allir þekkja. Eða telja sig þekkja. Þannig sá ég það einnig fyrir þessa kosningabaráttu. Mundi bara eftir honum í jólasveinabúningi eða með tómatsósu framan á sér. Svo fór ég að hlusta líka, ekki bara dæma af áður gerðum athöfnum og komst að því að Ástþór er eini frambjóðandinn með hugsjón. Friðarmál virðast vera hans ástríða, hann vinnur að þeim af heilum hug og fyrir það verð ég að virða hann. Baráttan er líka líflegri og skemmtilegri með hann innanborðs. Hann lætur í sér heyra því hann sættir sig ekki við að vera sópað út í horn af því það hentar ekki öllum (sem hafa fjölmiðlavald) að hann tali. Ef hann fengi að tala óáreittur og fengi sanngjarna meðferð fjölmiðla þyrfti hann ekki að eyða helmingnum af tímanum í að réttlæta sig heldur gæti talað um ástæðurnar fyrir því að hann stendur í þessu. Gerir almenningur sér grein fyrir því að Ástþór starfar með virtustu mönnum á sviði friðar í Evrópu? Mönnum sem starfa fyrir SÞ og eru mikils metnir þar og gera þar með verkefni hans í þágu friðar raunhæft? Svo koma þeir hingað til lands og tala fyrir daufum eyrum vegna þess að fjölmiðlar hafa ekki áhuga á að sinna þessu af því þeir eru hér á vegum Ástþórs. Ég er hrædd um að móttökurnar og athygli fjölmiðla hefði verið meiri ef þeir hefðu komið í boði sitjandi forseta. Víst hefur Ástþór gert mistök í gegnum tíðina sem líklega kemur í veg fyrir að hann verði kosinn forseti. Kannski væri barátta hans fyrir friðarmálum betur komin annars staðar. Ég vona hins vegar að hann eigi eftir að ná árangri í því sem hann er að gera. Þess vegna ætla ég að gefa honum atkvæði mitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íris Kristjánsdóttir skrifar um forsetakosningarnar Ég hef verið að fylgjast með kosningabaráttu forsetaframbjóðenda og undrast mjög hvernig fjölmiðlar gera upp á milli frambjóðenda. Hvernig á þjóðin að geta kynnst frambjóðendum þegar hún fær varla að heyra í þeim? Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, treystir sér ekki til að mæta í þá fáu umræðuþætti sem eru í boði fyrir frambjóðendur vegna anna, enda hef ég sjaldan séð jafn mikið af honum. Er það tilviljun hversu mörgum virðulegum skylduverkefnum hann hefur að gegna þessa dagana eða er þetta kosningabaráttan hans? Af hverju er hann yfir það hafinn að svara spurningum kjósenda? Svo er það Baldur sem veit ég ekkert um enda varla séð til hans. Ég veit að slagorðið hans er "Baldur á Bessastaði" en veit ekki til hvers eða hvað hann stendur fyrir. Svo er það Ástþór sem allir þekkja. Eða telja sig þekkja. Þannig sá ég það einnig fyrir þessa kosningabaráttu. Mundi bara eftir honum í jólasveinabúningi eða með tómatsósu framan á sér. Svo fór ég að hlusta líka, ekki bara dæma af áður gerðum athöfnum og komst að því að Ástþór er eini frambjóðandinn með hugsjón. Friðarmál virðast vera hans ástríða, hann vinnur að þeim af heilum hug og fyrir það verð ég að virða hann. Baráttan er líka líflegri og skemmtilegri með hann innanborðs. Hann lætur í sér heyra því hann sættir sig ekki við að vera sópað út í horn af því það hentar ekki öllum (sem hafa fjölmiðlavald) að hann tali. Ef hann fengi að tala óáreittur og fengi sanngjarna meðferð fjölmiðla þyrfti hann ekki að eyða helmingnum af tímanum í að réttlæta sig heldur gæti talað um ástæðurnar fyrir því að hann stendur í þessu. Gerir almenningur sér grein fyrir því að Ástþór starfar með virtustu mönnum á sviði friðar í Evrópu? Mönnum sem starfa fyrir SÞ og eru mikils metnir þar og gera þar með verkefni hans í þágu friðar raunhæft? Svo koma þeir hingað til lands og tala fyrir daufum eyrum vegna þess að fjölmiðlar hafa ekki áhuga á að sinna þessu af því þeir eru hér á vegum Ástþórs. Ég er hrædd um að móttökurnar og athygli fjölmiðla hefði verið meiri ef þeir hefðu komið í boði sitjandi forseta. Víst hefur Ástþór gert mistök í gegnum tíðina sem líklega kemur í veg fyrir að hann verði kosinn forseti. Kannski væri barátta hans fyrir friðarmálum betur komin annars staðar. Ég vona hins vegar að hann eigi eftir að ná árangri í því sem hann er að gera. Þess vegna ætla ég að gefa honum atkvæði mitt.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar