Gibson valdamesta stjarna heims 21. júní 2004 00:01 Leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson hefur verið valinn valdamesta stjarna heimsins af bandaríska viðskiptatímaritinu Forbes. Í valinu er farið eftir launum stjarnanna árið 2003, hversu oft þær komu fram í sjónvarpi, hversu mikið var fjallað um þær í dagblöðum og hversu oft var leitað að nöfnum þeirra á Netinu. Gibson, sem grætt hefur á tá og fingri á mynd sinni The Passion of the Christ, þénaði 210 milljónir dollara á síðasta ári, eða um 15 milljarða króna. Hinn 48 ára Gibson skaut þar með vininum fyrrverandi og sigurvegaranum frá því í fyrra, Jennifer Aniston, ref fyrir rass því hún endaði "aðeins" í sautjánda sæti. "Listinn breytist gífurlega mikið á milli ára," sagði Steve Forbes, ritstjóri tímaritsins. "Mel Gibson var ekki einu sinni á honum á síðasta ári. En The Passion of Christ hefur rakað inn peningum og mun örugglega setja nýtt met þegar allar aðsóknartölur verða komnar í hús. Gibson fékk líka mjög mikla umfjöllun, suma þar sem deilt var hart á hann, vegna þessarar myndar." Kylfingurinn Tiger Woods lenti í öðru sæti. Þrátt fyrir að hafa gengið brösulega á golfvellinum þénaði hann 80 milljónir dollara á árinu, sem gera um 5,7 milljarða króna. Þar af þénaði hann 70 milljón dollara af auglýsingum einum saman, eða um 5 milljarða. Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey komst í þriðja sæti listans. Hún þénaði jafn mikið og Gibson en beið lægri hlut þegar önnur atriði voru tekin með í reikninginn. Winfrey, sem varð fimmtug fyrr á þessu ári, er einnig efsta konan á listanum. Sú næsta á eftir, J.K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, er í sjötta sæti á eftir hjartaknúsaranum Tom Cruise og rokkhundunum í The Rolling Stones. Hún var í fimmtánda sæti árið á undan og hefur því rokið upp listann. Rowling, sem hefur selt meira en 250 milljónir eintaka af Harry Potter-bókunum fimm, þénaði 147 milljónir dollara, eða rúma tíu milljarða króna. Nokkra athygli vekur að körfuboltagoðsögnin Michael Jordan er í sjöunda sæti listans þrátt fyrir að vera hættur í boltanum. Kappinn þénaði 35 milljónir dollara á árinu, eða um 2,5 milljarða króna. Þar af fékk hann um 1,8 milljarða fyrir að auglýsa íþróttavörur frá Nike. Á meðal fleiri stjarna á listanum, sem náði yfir 100 manns, var fótboltatöffarinn David Beckham. Hann komst í 22. sæti, sem er mikið stökk frá því í fyrra þegar hann náði aðeins 56. sæti. Steve Forbes segir að koma Beckhams til Real Madrid hafi gert hann að stærri stjörnu en áður. "Beckham fær sífellt meiri umfjöllun í Bandaríkjunum og það sýnir að fleiri íþróttastjörnur en áður eru að verða að alþjóðlegum stjörnum." Menning Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
Leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson hefur verið valinn valdamesta stjarna heimsins af bandaríska viðskiptatímaritinu Forbes. Í valinu er farið eftir launum stjarnanna árið 2003, hversu oft þær komu fram í sjónvarpi, hversu mikið var fjallað um þær í dagblöðum og hversu oft var leitað að nöfnum þeirra á Netinu. Gibson, sem grætt hefur á tá og fingri á mynd sinni The Passion of the Christ, þénaði 210 milljónir dollara á síðasta ári, eða um 15 milljarða króna. Hinn 48 ára Gibson skaut þar með vininum fyrrverandi og sigurvegaranum frá því í fyrra, Jennifer Aniston, ref fyrir rass því hún endaði "aðeins" í sautjánda sæti. "Listinn breytist gífurlega mikið á milli ára," sagði Steve Forbes, ritstjóri tímaritsins. "Mel Gibson var ekki einu sinni á honum á síðasta ári. En The Passion of Christ hefur rakað inn peningum og mun örugglega setja nýtt met þegar allar aðsóknartölur verða komnar í hús. Gibson fékk líka mjög mikla umfjöllun, suma þar sem deilt var hart á hann, vegna þessarar myndar." Kylfingurinn Tiger Woods lenti í öðru sæti. Þrátt fyrir að hafa gengið brösulega á golfvellinum þénaði hann 80 milljónir dollara á árinu, sem gera um 5,7 milljarða króna. Þar af þénaði hann 70 milljón dollara af auglýsingum einum saman, eða um 5 milljarða. Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey komst í þriðja sæti listans. Hún þénaði jafn mikið og Gibson en beið lægri hlut þegar önnur atriði voru tekin með í reikninginn. Winfrey, sem varð fimmtug fyrr á þessu ári, er einnig efsta konan á listanum. Sú næsta á eftir, J.K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, er í sjötta sæti á eftir hjartaknúsaranum Tom Cruise og rokkhundunum í The Rolling Stones. Hún var í fimmtánda sæti árið á undan og hefur því rokið upp listann. Rowling, sem hefur selt meira en 250 milljónir eintaka af Harry Potter-bókunum fimm, þénaði 147 milljónir dollara, eða rúma tíu milljarða króna. Nokkra athygli vekur að körfuboltagoðsögnin Michael Jordan er í sjöunda sæti listans þrátt fyrir að vera hættur í boltanum. Kappinn þénaði 35 milljónir dollara á árinu, eða um 2,5 milljarða króna. Þar af fékk hann um 1,8 milljarða fyrir að auglýsa íþróttavörur frá Nike. Á meðal fleiri stjarna á listanum, sem náði yfir 100 manns, var fótboltatöffarinn David Beckham. Hann komst í 22. sæti, sem er mikið stökk frá því í fyrra þegar hann náði aðeins 56. sæti. Steve Forbes segir að koma Beckhams til Real Madrid hafi gert hann að stærri stjörnu en áður. "Beckham fær sífellt meiri umfjöllun í Bandaríkjunum og það sýnir að fleiri íþróttastjörnur en áður eru að verða að alþjóðlegum stjörnum."
Menning Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira