Svei þeim, svikurum 21. júní 2004 00:01 Fiskveiðistjórnun - Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður. Samkvæmt skilgreiningu orðabókar Menningarsjóðs þá þýðir orðið svikari; 1. sá sem svíkur. 2. sá sem rýfur orð sín, heit sitt eða samning. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Einar Oddur Kristjánsson og Einar Kristinn Guðfinnsson, og þingmenn Framsóknarflokksins, þeir Hjálmar Árnason og Kristinn H. Gunnarsson eru allir svikarar. Það kom fram við atkvæðagreiðslu á Alþingi 28. maí síðastliðinn. Þeir rufu orð sín, heit sín og samninga við kjósendur sína. Þeir unnu gegn hagsmunum fólksins sem hefur ljáð þeim atkvæði sín sem gert hefur þessum stjórnmálamönnum kleift að taka sæti á löggjafarþingi þjóðarinnar. Fólk kaus þessa menn til að vinna fyrir sig. Mörg þeirra sem kusu ofangreinda þingmenn, gerðu það í trausti loforða þeirra um að þeir ætluðu að vinna hinum dreifðu sjávarbyggðum Íslands gagn með aðgerðum sem þeir tiltóku skýrt í ræðum sínum og greinaskrifum fyrir síðustu kosningar. Þeir ætluðu að meðal annars að verja trilluflotann sem rær með handfæri með því að tryggja að þessir bátar fengju að sækja sjó í svokölluðu dagakerfi. Smábátar sem réru með línu áttu að fá sérstakan bónus í formi veiðiheimilda. Allt þetta til að styrkja atvinnustig og mannlíf í hinum dreifðu sjávarbyggðum allt umhverfis Ísland. Þessi hástemmdu loforð björguðu ríkisstjórninni naumlega frá falli. Framsóknarþingmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson hefur viðurkennt þetta. Þau björguðu bæði honum, félaga hans Hjálmari Árnasyni, og íhaldskollegunum Einari Kristni Guðfinnssyni og Einari Oddi Kristjánssyni frá því að missa völd og ítök gegnum spillta og þreytta ríkisstjórn. Nú hafa allir ofangreindir þingmenn tapað sínum trúverðugleika sem stjórnmálamenn. Þeir ættu aldrei að eiga skilið traust kjósenda í framtíðinni. Þessi dómur er harður, en sannur og studdur ótal sönnunargögnum. Allir þessir þingmenn voru búnir að lofa því að trillurnar færu aldrei í hið kvótakerfið sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er á móti. Hægur vandi er að finna heimildir fyrir þessu í greinum og ræðum. Nútíma tækni gerir það að verkum að hægt er að finna allar þeirra ræður og greinaskrif á netinu. Efist einhver um orð mín hvet ég þau sömu að fara á netið og kanna orð þessara manna. Allir þessir þingmenn hafa farið mikinn í því að mæra mikilvægi þess að sjávarbyggðir þessa lands héldu velli. Allir hafa þeir lofað miklu. Nú hefur komið í ljós að allt þetta tal og öll þessi skrif var tómt froðusnakk sem ekkert er að marka og aldrei hefur staðið til að efna. Þessir þingmenn gerðust allir svikarar þennan dag þegar þeir greiddu því atkvæði að setja ætti um 300 handfæratrillur undir kvótabraskkerfi. Þeir sviku yfirlýst loforð sín og flokka sinna. Loforð sem þeir höfðu persónulega gefið kjósendum í þeirra eigin kjördæmum. Lægra geta stjórnmálamenn varla lagst. Veiðar þessara báta sem eru alls um 300 talsins, hafa skipt miklu máli fyrir sjávarútvegsþorpin víðs vegar um land. Þeir hafa skapað mikla atvinnu, bætt mannlíf og sett mikinn svip á hafnir landsins. Þeir hafa stundað veiðar með vistvænum veiðafærum og verið lausir við brottkastið sem fylgir kvótakerfinu. Þessi bátafloti hefur aldrei verið nein ógn við fiskistofna. Hægt er að færa ótal rök fyrir því að hlúa hefði átt að því að þessir smábátar færu ekki inn í kvóta, en fengju áfram að veiða innan skilgreindra marka stjórnvalda, landi og þjóð til heilla. Stjórnarandstöðuflokkarnir vildu allir sem einn verja dagakerfi smábáta, og endurbæta það með þeim hætti að þeir yrðu áfram þau öflugu atvinnutæki sem þeir hafa verið í hinum dreifðu sjávarbyggðum. Stjórnarliðar hlustuðu ekki á það. Þeir ætluðu að svíkja sín loforð og setja smábátana í kvóta til að þóknast LÍÚ og fámennum hópi trillukarla sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar með að fá nú kvóta fyrir tugi milljóna króna til að braska með. Nú er sú staða komin upp að þessir bátar munu týna tölunni. Þetta mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir sjávarbyggðir Íslands. Mannlíf á landsbyggðinni fær að blæða enn eina ferðina. Bátum verður tortímt í stórum stíl vegna þess að eigendur margra þeirra sem hafa nú fengið kvóta sem þeir munu selja hæstbjóðendum hverju sinni. Allt fyrir tilstilli fjögurra þingmanna sem skorti kjark á ögurstundu til að standa við gefin loforð, en brotnuðu saman og sviku sína umbjóðendur. Þessu mega kjósendur ekki gleyma við næstu kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fiskveiðistjórnun - Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður. Samkvæmt skilgreiningu orðabókar Menningarsjóðs þá þýðir orðið svikari; 1. sá sem svíkur. 2. sá sem rýfur orð sín, heit sitt eða samning. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Einar Oddur Kristjánsson og Einar Kristinn Guðfinnsson, og þingmenn Framsóknarflokksins, þeir Hjálmar Árnason og Kristinn H. Gunnarsson eru allir svikarar. Það kom fram við atkvæðagreiðslu á Alþingi 28. maí síðastliðinn. Þeir rufu orð sín, heit sín og samninga við kjósendur sína. Þeir unnu gegn hagsmunum fólksins sem hefur ljáð þeim atkvæði sín sem gert hefur þessum stjórnmálamönnum kleift að taka sæti á löggjafarþingi þjóðarinnar. Fólk kaus þessa menn til að vinna fyrir sig. Mörg þeirra sem kusu ofangreinda þingmenn, gerðu það í trausti loforða þeirra um að þeir ætluðu að vinna hinum dreifðu sjávarbyggðum Íslands gagn með aðgerðum sem þeir tiltóku skýrt í ræðum sínum og greinaskrifum fyrir síðustu kosningar. Þeir ætluðu að meðal annars að verja trilluflotann sem rær með handfæri með því að tryggja að þessir bátar fengju að sækja sjó í svokölluðu dagakerfi. Smábátar sem réru með línu áttu að fá sérstakan bónus í formi veiðiheimilda. Allt þetta til að styrkja atvinnustig og mannlíf í hinum dreifðu sjávarbyggðum allt umhverfis Ísland. Þessi hástemmdu loforð björguðu ríkisstjórninni naumlega frá falli. Framsóknarþingmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson hefur viðurkennt þetta. Þau björguðu bæði honum, félaga hans Hjálmari Árnasyni, og íhaldskollegunum Einari Kristni Guðfinnssyni og Einari Oddi Kristjánssyni frá því að missa völd og ítök gegnum spillta og þreytta ríkisstjórn. Nú hafa allir ofangreindir þingmenn tapað sínum trúverðugleika sem stjórnmálamenn. Þeir ættu aldrei að eiga skilið traust kjósenda í framtíðinni. Þessi dómur er harður, en sannur og studdur ótal sönnunargögnum. Allir þessir þingmenn voru búnir að lofa því að trillurnar færu aldrei í hið kvótakerfið sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er á móti. Hægur vandi er að finna heimildir fyrir þessu í greinum og ræðum. Nútíma tækni gerir það að verkum að hægt er að finna allar þeirra ræður og greinaskrif á netinu. Efist einhver um orð mín hvet ég þau sömu að fara á netið og kanna orð þessara manna. Allir þessir þingmenn hafa farið mikinn í því að mæra mikilvægi þess að sjávarbyggðir þessa lands héldu velli. Allir hafa þeir lofað miklu. Nú hefur komið í ljós að allt þetta tal og öll þessi skrif var tómt froðusnakk sem ekkert er að marka og aldrei hefur staðið til að efna. Þessir þingmenn gerðust allir svikarar þennan dag þegar þeir greiddu því atkvæði að setja ætti um 300 handfæratrillur undir kvótabraskkerfi. Þeir sviku yfirlýst loforð sín og flokka sinna. Loforð sem þeir höfðu persónulega gefið kjósendum í þeirra eigin kjördæmum. Lægra geta stjórnmálamenn varla lagst. Veiðar þessara báta sem eru alls um 300 talsins, hafa skipt miklu máli fyrir sjávarútvegsþorpin víðs vegar um land. Þeir hafa skapað mikla atvinnu, bætt mannlíf og sett mikinn svip á hafnir landsins. Þeir hafa stundað veiðar með vistvænum veiðafærum og verið lausir við brottkastið sem fylgir kvótakerfinu. Þessi bátafloti hefur aldrei verið nein ógn við fiskistofna. Hægt er að færa ótal rök fyrir því að hlúa hefði átt að því að þessir smábátar færu ekki inn í kvóta, en fengju áfram að veiða innan skilgreindra marka stjórnvalda, landi og þjóð til heilla. Stjórnarandstöðuflokkarnir vildu allir sem einn verja dagakerfi smábáta, og endurbæta það með þeim hætti að þeir yrðu áfram þau öflugu atvinnutæki sem þeir hafa verið í hinum dreifðu sjávarbyggðum. Stjórnarliðar hlustuðu ekki á það. Þeir ætluðu að svíkja sín loforð og setja smábátana í kvóta til að þóknast LÍÚ og fámennum hópi trillukarla sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar með að fá nú kvóta fyrir tugi milljóna króna til að braska með. Nú er sú staða komin upp að þessir bátar munu týna tölunni. Þetta mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir sjávarbyggðir Íslands. Mannlíf á landsbyggðinni fær að blæða enn eina ferðina. Bátum verður tortímt í stórum stíl vegna þess að eigendur margra þeirra sem hafa nú fengið kvóta sem þeir munu selja hæstbjóðendum hverju sinni. Allt fyrir tilstilli fjögurra þingmanna sem skorti kjark á ögurstundu til að standa við gefin loforð, en brotnuðu saman og sviku sína umbjóðendur. Þessu mega kjósendur ekki gleyma við næstu kosningar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar