Tæpur sigur Tékka 15. júní 2004 00:01 Fyrirfram var talið að leikur Tékka og Letta í C-riðli Evrópumótsins í Portúgal yrði leikur kattarins að músinni. Lettar, sem hafa aldrei áður spilað í úrslitakeppni stórmóts, áttu einfaldlega að vera fallbyssufóður fyrir gríðarsterkt lið Tékka en svo fór þó aldeilis ekki þegar út í alvöruna var komið. Tékkar voru mikið meira með boltann en þeir þurftu á tveimur mörkum á síðustu sautján mínútunum að halda til að ná naumum sigri, 2-1. Lettar börðust eins og ljón í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að Tékkar héldu uppi stórsókn að marki þeirra þá gáfu þeir ekkert eftir. Þeir voru stórhættulegir þegar þeir komust fram og úr einni skyndisókninni, rétt undir lok fyrri hálfleiks, náðu þeir óvænt forystunni. Andrejs Prohorenkovs braust upp vinstri kantinn og gaf fyrir á markahrókinn Maris Verpakovskis sem renndi boltann auðveldlega í netið á fjærstöng. Í síðari hálfleik héldu Tékkar upp stanslausri pressu á lettneska markið en gekk illa að koma boltanum fram hjá Aleksandrs Kolinko sem varði oft á tíðum frábærlega. Þeim tókst þó að brjóta ísinn á 73. mínútu þegar Milan Baros, framherji Liverpool, jafnaði metin eftir góðan undirbúning Karels Poborsky. Það var síðan varamaðurinn Marke Heinz sem tryggði Tékkum sigur með marki fimm mínútum fyrir leikslok. Karel Brückner, þjálfari Tékka, var ánægður með að hans menn hefðu ekki farið á taugum þegar þeir lentu undir. "Við byrjuðum vel en seinni hluti fyrri hálfleiks var lélegur. Mínir menn lögðu ekki árar í bát þrátt fyrir að fá mark á sig undir lok hálfleiksins því við vissum að það væri nægur tími eftir til að jafna leikinn og vinna hann. Við fórum ekki á taugum og það skóp sigurinn," sagði Brückner. Hann hrósaði einnig Lettum og sagði þá vera með mjög sterkt lið sem gæti gert Hollendingum og Þjóðverjum skráveifu. Stuðningsmenn lettneska liðsins voru himinlifandi með sína menn og gáfu þeim standandi lófaklapp að leik loknum. Aleksandrs Starkovs, þjálfari Tékka, var afskaplega sáttur eftir leikinn og sagði frammistöðu liðsins gefa því sjálfstraust í leikjunum sem framundan eru. Íslenski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sjá meira
Fyrirfram var talið að leikur Tékka og Letta í C-riðli Evrópumótsins í Portúgal yrði leikur kattarins að músinni. Lettar, sem hafa aldrei áður spilað í úrslitakeppni stórmóts, áttu einfaldlega að vera fallbyssufóður fyrir gríðarsterkt lið Tékka en svo fór þó aldeilis ekki þegar út í alvöruna var komið. Tékkar voru mikið meira með boltann en þeir þurftu á tveimur mörkum á síðustu sautján mínútunum að halda til að ná naumum sigri, 2-1. Lettar börðust eins og ljón í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að Tékkar héldu uppi stórsókn að marki þeirra þá gáfu þeir ekkert eftir. Þeir voru stórhættulegir þegar þeir komust fram og úr einni skyndisókninni, rétt undir lok fyrri hálfleiks, náðu þeir óvænt forystunni. Andrejs Prohorenkovs braust upp vinstri kantinn og gaf fyrir á markahrókinn Maris Verpakovskis sem renndi boltann auðveldlega í netið á fjærstöng. Í síðari hálfleik héldu Tékkar upp stanslausri pressu á lettneska markið en gekk illa að koma boltanum fram hjá Aleksandrs Kolinko sem varði oft á tíðum frábærlega. Þeim tókst þó að brjóta ísinn á 73. mínútu þegar Milan Baros, framherji Liverpool, jafnaði metin eftir góðan undirbúning Karels Poborsky. Það var síðan varamaðurinn Marke Heinz sem tryggði Tékkum sigur með marki fimm mínútum fyrir leikslok. Karel Brückner, þjálfari Tékka, var ánægður með að hans menn hefðu ekki farið á taugum þegar þeir lentu undir. "Við byrjuðum vel en seinni hluti fyrri hálfleiks var lélegur. Mínir menn lögðu ekki árar í bát þrátt fyrir að fá mark á sig undir lok hálfleiksins því við vissum að það væri nægur tími eftir til að jafna leikinn og vinna hann. Við fórum ekki á taugum og það skóp sigurinn," sagði Brückner. Hann hrósaði einnig Lettum og sagði þá vera með mjög sterkt lið sem gæti gert Hollendingum og Þjóðverjum skráveifu. Stuðningsmenn lettneska liðsins voru himinlifandi með sína menn og gáfu þeim standandi lófaklapp að leik loknum. Aleksandrs Starkovs, þjálfari Tékka, var afskaplega sáttur eftir leikinn og sagði frammistöðu liðsins gefa því sjálfstraust í leikjunum sem framundan eru.
Íslenski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sjá meira