Sport

Lizarazu varar Englendinga við

Franski varnarmaðurinn og leikmaður Bayern München, Bixente Lizarazu, hefur varað Englendinga við því að beita sálfræðihernaði fyrir leik þjóðanna sem fram fer á sunnudag en leikurinn er fyrsti stóri leikurinn í mótinu. Lizarazu segir Frakka hafa lært sína lexíu í síðustu heimsmeistarakeppni en þá voru þeir með allt lóðrétt niður um sig, skoruðu ekki eitt einasta mark og duttu út strax eftir riðlakeppnina. „Englendingar eru að beita mjög einfaldri sálfræði. Þeir vita að við erum fyrir fram taldir mun sigurstranglegri og reyna því að koma allri pressunni yfir á okkur. Þetta er gamalt bragð sem enginn fellur fyrir lengur,“ sagði Bixente Lizarazu. Franski bakvörðurinn er þessa dagana sterklega orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur sem stendur í stórræðum þessa dagana á leikmannamarkaðinum í kjölfar ráðningar Jacques Santini sem framkvæmdastjóra. Hann hefur undanfarin ár leikið með þýska liðinu Bayern München en ekki þykir lengur not fyrir hann í Bæjaralandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×