Sport

Pauzuolis til Wilhelmshavener

Litháinn Robertas Pauzuolis, sem leikið hefur með Haukum, gerði um helgina samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Wilhelmshavener sem íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Gylfason leikur með. Pauzuolis gerði eins árs samning við félagið með möguleika á framlengingu eftir næsta tímabil. Þjálfari Wilhelmshavener, Michael Biegler, var ánægður með nýja liðsstyrkinn. „Það er mikilvægt að hafa bæði unga og reynda leikmenn og ég er bjartsýnn á að Robertas eigi eftir að reynast okkur vel.“ Þetta er að sjálfsögðu mikið áfall fyrir Íslandsmeistara Hauka enda hefur Pauzuolis leikið lykilhlutverk hjá liðinu undanfarin tvö Íslandsmeistarar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×