Þrjár tengdamæður 14. júní 2004 00:01 Björn Þór Sigurbjörnsson skoðar hjónabönd og skilnaði Eitt þúsund sextíu og tveir einstaklingar urðu einhleypir á ný á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Fimmhundruð þrjátíu og einn lögskilnaður varð sumsé á árinu og er það ámóta fjöldi og síðustu ár og áratugi. Sjálfsagt liggja margvíslegar ástæður að baki þessum skilnuðum og eflaust voru þeir allir óumflýjanlegir. Það gengur náttúrulega ekki að búa í ómögulegu hjónabandi. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar entust 75 af þeim hjónaböndum sem lauk á síðasta ári í tvö ár eða skemur. 89 entust í þrjú til fimm ár og 90 í sex til níu ár. 128 þessara hjónabanda lauk hins vegar eftir að hafa staðið í 20 ár eða meira. Aðrar bráðabirgðatölur sýna að ein kona (já, eða stúlka) sem skildi lögskilnaði á síðasta ári var á aldursbilinu 15 til 19 ára og 30 voru á bilinu 20 til 24 ára. Enginn karl (piltur) á yngsta aldursskeiðinu skildi en sjö á bilinu 20 til 24 ára. 39 karlar, sextugir eða eldri, skildu á síðasta ári og 18 konur á sama aldursbili. Samkvæmt þessu skilur fólk á öllum aldri og eins er allur gangur á því hversu lengi hjónaböndin endast. Bráðabirgðatölur sýna ennfremur að 11 stúlkur á aldrinum 15 til 19 ára gengu í hjónaband á síðasta ári og þrír piltar á sama aldursskeiði. 205 konur á aldursbilinu 20 til 24 ára gerðu slíkt hið sama og 108 karlar. 24 konur sextugar eða eldri giftu sig og 43 karlar. Samkvæmt þessu giftir fólk sig á öllum aldri. Sjálfur hef ég hvorki kvænst né skilið en hef, samkvæmt fljótlegri samantekt í huganum, verið viðstaddur tíu brúðkaup um ævina. Sex þessara hjónabanda lifa, fern hjón eru hins vegar skilin að skiptum. Ýmist í góðu eða illu, eins og sagt er. Og það er sérkennilegt að hugsa til athafna þeirra hjóna sem ekki náðu að tolla saman. Fallegu kjólarnir, orð prestanna, lágróma jáin, hrísgrjónaregnið, kræsingarnar í veislunum, ræður feðranna, heillaóskirnar. Án þess að ég ætli að gerast einhver sérfræðingur í hjónaböndum þá væri nú óskandi að fólk reyndi frekar að skilja hvert annað í stað þess að skilja við hvert annað. En það er kannski meinið eftir allt saman. Þegar fólk er loksins farið að skilja hvert annað þá skilur það. Væri þá ekki ráð að kynnast ögn betur áður en stormað er í kirkjurnar og tékka hvort viðkomandi eigi einhverja samleið í lífinu? Eða er kannski í fínu lagi að skilja? Er tími hinna stuttu hjónabanda runninn upp og það fyrir löngu? Þar sem meðalmaðurinn á að baki þrjú hjónabönd áður en yfir lýkur. Þrjú lágróma já. Þrjár veislur. Þrjár tengdamæður. Brúðhjónum ársins 2004 óska ég gæfu og velfarnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Björn Þór Sigurbjörnsson skoðar hjónabönd og skilnaði Eitt þúsund sextíu og tveir einstaklingar urðu einhleypir á ný á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Fimmhundruð þrjátíu og einn lögskilnaður varð sumsé á árinu og er það ámóta fjöldi og síðustu ár og áratugi. Sjálfsagt liggja margvíslegar ástæður að baki þessum skilnuðum og eflaust voru þeir allir óumflýjanlegir. Það gengur náttúrulega ekki að búa í ómögulegu hjónabandi. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar entust 75 af þeim hjónaböndum sem lauk á síðasta ári í tvö ár eða skemur. 89 entust í þrjú til fimm ár og 90 í sex til níu ár. 128 þessara hjónabanda lauk hins vegar eftir að hafa staðið í 20 ár eða meira. Aðrar bráðabirgðatölur sýna að ein kona (já, eða stúlka) sem skildi lögskilnaði á síðasta ári var á aldursbilinu 15 til 19 ára og 30 voru á bilinu 20 til 24 ára. Enginn karl (piltur) á yngsta aldursskeiðinu skildi en sjö á bilinu 20 til 24 ára. 39 karlar, sextugir eða eldri, skildu á síðasta ári og 18 konur á sama aldursbili. Samkvæmt þessu skilur fólk á öllum aldri og eins er allur gangur á því hversu lengi hjónaböndin endast. Bráðabirgðatölur sýna ennfremur að 11 stúlkur á aldrinum 15 til 19 ára gengu í hjónaband á síðasta ári og þrír piltar á sama aldursskeiði. 205 konur á aldursbilinu 20 til 24 ára gerðu slíkt hið sama og 108 karlar. 24 konur sextugar eða eldri giftu sig og 43 karlar. Samkvæmt þessu giftir fólk sig á öllum aldri. Sjálfur hef ég hvorki kvænst né skilið en hef, samkvæmt fljótlegri samantekt í huganum, verið viðstaddur tíu brúðkaup um ævina. Sex þessara hjónabanda lifa, fern hjón eru hins vegar skilin að skiptum. Ýmist í góðu eða illu, eins og sagt er. Og það er sérkennilegt að hugsa til athafna þeirra hjóna sem ekki náðu að tolla saman. Fallegu kjólarnir, orð prestanna, lágróma jáin, hrísgrjónaregnið, kræsingarnar í veislunum, ræður feðranna, heillaóskirnar. Án þess að ég ætli að gerast einhver sérfræðingur í hjónaböndum þá væri nú óskandi að fólk reyndi frekar að skilja hvert annað í stað þess að skilja við hvert annað. En það er kannski meinið eftir allt saman. Þegar fólk er loksins farið að skilja hvert annað þá skilur það. Væri þá ekki ráð að kynnast ögn betur áður en stormað er í kirkjurnar og tékka hvort viðkomandi eigi einhverja samleið í lífinu? Eða er kannski í fínu lagi að skilja? Er tími hinna stuttu hjónabanda runninn upp og það fyrir löngu? Þar sem meðalmaðurinn á að baki þrjú hjónabönd áður en yfir lýkur. Þrjú lágróma já. Þrjár veislur. Þrjár tengdamæður. Brúðhjónum ársins 2004 óska ég gæfu og velfarnaðar.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun