Gengi krónunnar hækkaði um 1,77% 7. desember 2004 00:01 Gengi krónunnar hækkaði um 1,77 prósent í dag. Staða krónunnar gagnvart dollaranum hefur ekki verið hærra síðan í nóvember árið 1992 og segja sérfræðingar greiningardeilda bankanna gengið skuggalega hátt. Það er ekki síst vaxtahækkun Seðlabankans og fyrirheit um frekari hækkanir sem valdið hafa því að gjaldeyrir hefur flætt inn í landið og gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum hefur hækkað. Hækkunin frá því að vaxtahækkunin var kynnt á föstudag nemur 4,7 prósentum. Spurður hverjar afleiðingarnar séu segir Ingólfur Bender hjá greiningardeild Íslandsbanka þetta munu hafa víðtæk áhrif hér á landi. Verð á innfluttum vörum mun lækka og viðskiptahallinn þar með aukast sem og einkaneysla. Á móti er þetta til þess fallið að lækka verðbólguna á næstunni, jafnvel niður fyrir 2 prósent innan tólf mánaða sem er veruleg breyting. Neikvæðu afleiðingarnar eru þær að þetta veikir stöðu útflutningsatvinnuveganna og þeirra innlendu fyrirtækja sem eru helst í samkeppni við erlenda aðila. „Ef ástandið heldur svona áfram getur þetta valdið því að einhver þessara fyrirtæki sjái sér hag í því að a.m.k. að byggja upp erlendis, jafnvel að færa hluta starfsemi sinnar út,“ segir Ingólfur. Á erlendum gjaldeyrismörkuðum hefur frjálst fall dollarsins haldið áfram og hann er nú í sögulegu lágmarki miðað við evruna. Á evrusvæðinu er málum nú svo komið að hjá evrópska seðlabankanum telja menn nauðsynlegt að grípa til aðgerða og reyna að styrkja dollarann, en styrking evrunnar kemur sér illa fyrir efnahagslíf á svæðinu þar sem dregið hefur mjög úr útflutningi evrulandanna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Gengi krónunnar hækkaði um 1,77 prósent í dag. Staða krónunnar gagnvart dollaranum hefur ekki verið hærra síðan í nóvember árið 1992 og segja sérfræðingar greiningardeilda bankanna gengið skuggalega hátt. Það er ekki síst vaxtahækkun Seðlabankans og fyrirheit um frekari hækkanir sem valdið hafa því að gjaldeyrir hefur flætt inn í landið og gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum hefur hækkað. Hækkunin frá því að vaxtahækkunin var kynnt á föstudag nemur 4,7 prósentum. Spurður hverjar afleiðingarnar séu segir Ingólfur Bender hjá greiningardeild Íslandsbanka þetta munu hafa víðtæk áhrif hér á landi. Verð á innfluttum vörum mun lækka og viðskiptahallinn þar með aukast sem og einkaneysla. Á móti er þetta til þess fallið að lækka verðbólguna á næstunni, jafnvel niður fyrir 2 prósent innan tólf mánaða sem er veruleg breyting. Neikvæðu afleiðingarnar eru þær að þetta veikir stöðu útflutningsatvinnuveganna og þeirra innlendu fyrirtækja sem eru helst í samkeppni við erlenda aðila. „Ef ástandið heldur svona áfram getur þetta valdið því að einhver þessara fyrirtæki sjái sér hag í því að a.m.k. að byggja upp erlendis, jafnvel að færa hluta starfsemi sinnar út,“ segir Ingólfur. Á erlendum gjaldeyrismörkuðum hefur frjálst fall dollarsins haldið áfram og hann er nú í sögulegu lágmarki miðað við evruna. Á evrusvæðinu er málum nú svo komið að hjá evrópska seðlabankanum telja menn nauðsynlegt að grípa til aðgerða og reyna að styrkja dollarann, en styrking evrunnar kemur sér illa fyrir efnahagslíf á svæðinu þar sem dregið hefur mjög úr útflutningi evrulandanna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira