Um jákvæða og neikvæða fjölmiðlun Þorgrímur Gestsson skrifar 19. nóvember 2004 00:01 Fjölmiðlar - Þorgrímur Gestsson blaðamaður og rithöfundur Jákvæður er sá sem játar, kveður já við, neikvæður sá sem neitar, rífur niður fremur en byggir upp, samkvæmt Íslenskri orðabók. Hlutleysi er hins vegar að láta einhvern í friði, skipta sér ekki af honum. Jákvæður fréttaflutningur er þá fréttaflutningur þar sem kveðið er já við þeim eða því sem fjallað er um, neikvæður sá sem rífur niður. En sé fréttaflutningurinn hlutlaus er það látið í friði sem fjallað er um. Skyldi vera ástæða til að flokka fjölmiðla undir eitthvert af þessum þremur hugtökum? Það er skoðun margra, meðal annars Júlíusar Hafstein, hátíðastjóra ríkisins. Eftir að hafa staðið fyrir tæpra 60 milljóna króna hátíðahöldum vegna aldarafmælis fullveldisins gaf hann út skýrslu þar sem fjölmiðlum er meðal annars gefin einkunn fyrir það hvernig þeir "stóðu sig" í umfjöllun um hátíðahöldin, það er í hve miklum mæli þeir voru neikvæðir, jákvæðir eða hlutlausir. Niðurstaðan var sú að Morgunblaðið var "jákvæðast" en DV og Fréttablaðið "neikvæðust". Sagt var frá þessari skýrslu veislustjórans í menningarþættinum Víðsjá í síðustu viku, í pistli þar sem annar umsjónarmanna, Marteinn Breki Helgason, gerði grín að hátíðastjóranum með aðferð öfugmælanna. En síðar í vikunni var sagt frá henni í kvöldfréttum útvarpsins á afar hlutlausan hátt, engin tilraun gerð til að setja spurningamerki við hugtakanotkunina, aðeins komið á framfæri sjónarmiði hátíðastjórans, mest í formi talna. Þar fannst mér fréttastofa Útvarpsins bregðast skyldu sinni. Nútíma blaða- og fréttamennska, sem þróaðist einkum í Bandaríkjunum á fyrstu áratugum síðustu aldar, er hvorki jákvæð, neikvæð né hlutlaus. Hún er óhlutdræg og ekki síður gagnrýnin, en það er orðið sem menn eiga raunverulega við þegar þeir nota orðið "neikvæðni", og óhlutdrægni á ekkert skylt við hlutleysi. Það er eitt helsta hlutverk nútímafjölmiðla að gagnrýna valdamenn og flokka þeirra og veita þeim aðhald, fylgjast með gerðum stjórnmálamanna, skoða þær, rannsaka, túlka og birta niðurstöður sínar almenningi. Það er ekki niðurrif. Því miður hefur orðið bakslag í fjölmiðlun af þessu tagi upp á síðkastið, ekki síst í upprunalandinu, Bandaríkjunum. Þar í landi finnast þó einstaka fjölmiðlar sem hafa ekki brugðist og fjalla á gagnrýninn hátt um ýmsa stóra viðburði, til að mynda Íraksstríðið. En það er neikvæður fréttaflutningur að mati ráðamanna og sjálfur utanríkisráðherra þessa lands nefndi það fjölmiðlafólk sem helst stendur sig í stykkinu um þessar mundir "meinfýsnishlakkandi úrtölumenn" og kvaðst hafa áhyggjur af andúð fjölmiðla og stjórnmálamanna á Bandaríkjunum, sem hann líkti við "glórulausa fordóma". Og harðir hægrimenn íslenskir hafa gefið gagnrýnum fjölmiðlum þá einkunn að þeir séu óáreiðanleg og ómarktæk málgögn illgjarnra vinstrimanna (ekki síst New York Times). Hátíðastjórinn og utanríkisráðherrann vilja semsé að fjölmiðlar séu vinsamlegir í sinn garð og vina sinna, fjalli vinsamlega um gjörðir þeirra, styðji þá í einu og öllu. Ef bent er á það sem aflaga fer fyrtast þeir og tala um meinfýsi, andúð, fordóma og neikvæði. En þeir hafa það sér til afbötunar að þeir eru svo gjörsamlega vissir í sinni sök að ekki er efi í þeirra huga: Heimastjórnarafmælið var stórkostlegt og Bush er helsti forvígismaður mannréttinda og lýðræðis í heiminum. Það er myndin af heiminum sem þeir vilja að allir hafi. Hugmyndafræðin að baki þeirrar gerðar fréttamennsku sem ég gat um hér að ofan að hefði fyrst tekið að þróast í Bandaríkjunum snemma á síðustu öld er kennd við þjóðfélagslega ábyrgð. Önnur hugmyndafræði tíðkaðist í árdaga dagblaða á 17. öld og var kennd við einveldi. Henni var einkum ætlað að styðja stjórnvöld og þjóna ríkinu en öll gagnrýni bönnuð. Hún var aflögð víðast í hinum vestræna heimi fyrir margt löngu en tíðkaðist þó lengi í mörgum löndum, meðal annars Suður-Ameríku og Sovétríkjunum meðan þau voru og hétu, og einhvers staðar tíðkast hún líklega enn. Viljum við þess konar fjölmiðlun á Íslandi í byrjun 21. aldar? Annars er forvitnilegt að athuga hvað Íslensk orðabók segir um orðið meinfýsi: Illgirni, illska, fögnuður yfir óförum annarra. Hvert beinist illgirni og illska úrtölumannanna og yfir óförum hverra hlakka þeir? Bush? Almennings í Írak? Júlíusar Hafstein? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar - Þorgrímur Gestsson blaðamaður og rithöfundur Jákvæður er sá sem játar, kveður já við, neikvæður sá sem neitar, rífur niður fremur en byggir upp, samkvæmt Íslenskri orðabók. Hlutleysi er hins vegar að láta einhvern í friði, skipta sér ekki af honum. Jákvæður fréttaflutningur er þá fréttaflutningur þar sem kveðið er já við þeim eða því sem fjallað er um, neikvæður sá sem rífur niður. En sé fréttaflutningurinn hlutlaus er það látið í friði sem fjallað er um. Skyldi vera ástæða til að flokka fjölmiðla undir eitthvert af þessum þremur hugtökum? Það er skoðun margra, meðal annars Júlíusar Hafstein, hátíðastjóra ríkisins. Eftir að hafa staðið fyrir tæpra 60 milljóna króna hátíðahöldum vegna aldarafmælis fullveldisins gaf hann út skýrslu þar sem fjölmiðlum er meðal annars gefin einkunn fyrir það hvernig þeir "stóðu sig" í umfjöllun um hátíðahöldin, það er í hve miklum mæli þeir voru neikvæðir, jákvæðir eða hlutlausir. Niðurstaðan var sú að Morgunblaðið var "jákvæðast" en DV og Fréttablaðið "neikvæðust". Sagt var frá þessari skýrslu veislustjórans í menningarþættinum Víðsjá í síðustu viku, í pistli þar sem annar umsjónarmanna, Marteinn Breki Helgason, gerði grín að hátíðastjóranum með aðferð öfugmælanna. En síðar í vikunni var sagt frá henni í kvöldfréttum útvarpsins á afar hlutlausan hátt, engin tilraun gerð til að setja spurningamerki við hugtakanotkunina, aðeins komið á framfæri sjónarmiði hátíðastjórans, mest í formi talna. Þar fannst mér fréttastofa Útvarpsins bregðast skyldu sinni. Nútíma blaða- og fréttamennska, sem þróaðist einkum í Bandaríkjunum á fyrstu áratugum síðustu aldar, er hvorki jákvæð, neikvæð né hlutlaus. Hún er óhlutdræg og ekki síður gagnrýnin, en það er orðið sem menn eiga raunverulega við þegar þeir nota orðið "neikvæðni", og óhlutdrægni á ekkert skylt við hlutleysi. Það er eitt helsta hlutverk nútímafjölmiðla að gagnrýna valdamenn og flokka þeirra og veita þeim aðhald, fylgjast með gerðum stjórnmálamanna, skoða þær, rannsaka, túlka og birta niðurstöður sínar almenningi. Það er ekki niðurrif. Því miður hefur orðið bakslag í fjölmiðlun af þessu tagi upp á síðkastið, ekki síst í upprunalandinu, Bandaríkjunum. Þar í landi finnast þó einstaka fjölmiðlar sem hafa ekki brugðist og fjalla á gagnrýninn hátt um ýmsa stóra viðburði, til að mynda Íraksstríðið. En það er neikvæður fréttaflutningur að mati ráðamanna og sjálfur utanríkisráðherra þessa lands nefndi það fjölmiðlafólk sem helst stendur sig í stykkinu um þessar mundir "meinfýsnishlakkandi úrtölumenn" og kvaðst hafa áhyggjur af andúð fjölmiðla og stjórnmálamanna á Bandaríkjunum, sem hann líkti við "glórulausa fordóma". Og harðir hægrimenn íslenskir hafa gefið gagnrýnum fjölmiðlum þá einkunn að þeir séu óáreiðanleg og ómarktæk málgögn illgjarnra vinstrimanna (ekki síst New York Times). Hátíðastjórinn og utanríkisráðherrann vilja semsé að fjölmiðlar séu vinsamlegir í sinn garð og vina sinna, fjalli vinsamlega um gjörðir þeirra, styðji þá í einu og öllu. Ef bent er á það sem aflaga fer fyrtast þeir og tala um meinfýsi, andúð, fordóma og neikvæði. En þeir hafa það sér til afbötunar að þeir eru svo gjörsamlega vissir í sinni sök að ekki er efi í þeirra huga: Heimastjórnarafmælið var stórkostlegt og Bush er helsti forvígismaður mannréttinda og lýðræðis í heiminum. Það er myndin af heiminum sem þeir vilja að allir hafi. Hugmyndafræðin að baki þeirrar gerðar fréttamennsku sem ég gat um hér að ofan að hefði fyrst tekið að þróast í Bandaríkjunum snemma á síðustu öld er kennd við þjóðfélagslega ábyrgð. Önnur hugmyndafræði tíðkaðist í árdaga dagblaða á 17. öld og var kennd við einveldi. Henni var einkum ætlað að styðja stjórnvöld og þjóna ríkinu en öll gagnrýni bönnuð. Hún var aflögð víðast í hinum vestræna heimi fyrir margt löngu en tíðkaðist þó lengi í mörgum löndum, meðal annars Suður-Ameríku og Sovétríkjunum meðan þau voru og hétu, og einhvers staðar tíðkast hún líklega enn. Viljum við þess konar fjölmiðlun á Íslandi í byrjun 21. aldar? Annars er forvitnilegt að athuga hvað Íslensk orðabók segir um orðið meinfýsi: Illgirni, illska, fögnuður yfir óförum annarra. Hvert beinist illgirni og illska úrtölumannanna og yfir óförum hverra hlakka þeir? Bush? Almennings í Írak? Júlíusar Hafstein?
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar