Sport

Rooney hvíldur

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ákveðið að hvíla Wayne Rooney í leiknum í dag gegn Birmingham. Ástæðan er álagið sem hefur verið á Rooney sökum landsleikja Englendinga í undankeppni HM. Ferguson vill hafa Rooney í toppformi gegn Sparta Prag í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. Þá er Louis Saha stiginn upp úr hnémeiðslum sínum og verður í fullu fjöri gegn Birmingham. Eru það gleðitíðindi fyrir United-aðdáendur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×