48 og við teljum enn 3. október 2004 00:01 Meistarar Arsenal átti ekki í vandræðum með að slátra Charlton, 4-0, á Highbury í ensku úrvalsdeildinni í gær og hafa nú leikið 48 leiki í röð í deildinni án þess að bíða lægri hlut. Eftir vonbrigðin í meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið þegar Arsenal náði aðeins jafntefli gegn norska liðinu Rosenborg og sögusagnir um salgsmál á milli Patricks Vieira og Lauren eftir þann leik kom liðið tvíefld til baka. Hinn frábæri Thierry Henry skoraði tvívegis og var fyrra mark hans sérstaklega glæsilegt. Hann sendi boltann með hlænum í fjærhornið, aðþrengdur að varnarmönnum. Þeir Fredrik Ljungberg og Jose Antonio Reyes eitt mark hvor. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var sáttur við sína menn eftir leikinn og hrósaði þeim fyrir að svara gagnrýnisröddum á réttan hátt. "Liðið lék vel saman sem heild og hafi einhver sett spurningamerki við andann hjá liðinu þá hljóta þeir sömu að hafa fengið svarið í dag. Liðið er sameinað og svaraði gagnrýninni á réttan hátt. Það var mikilvægt að það væri gert á vellinum og ég get ekki verið annað en ánægður með frammistöðu bæði Patricks Vieira og Lauren í dag - þeir voru frábærir. Alan Curbishley, knattpsyrnustjóri Charlton, hristi bara hausinn og sagði leikmenn Arsenal hafa sýnt það að þeir gætu skorað fjögur, fimm eða sex mörk þegar þeim sýndist svo. "Við komum hingað með áætlun en hún fauk út um gluggann eftir annað markið. Þegar Henry skorar mörk eins og þetta þá er ekki hægt annað en að setjast og dást að snilli hans," sagði Curbishley. Tottenham skaust í fjórða sæti deildarinnar með glæsilegum útisigri á Everton, 1-0. Enn á ný var það sterkur varnarleikur sem gerði gæfumuninn hjá Tottenham og til að undirstrika mikilvægi varnarmanna liðsins þá skoraði franski barkvörðurinn Noe Pamarot sigurmarkið fyrir Tottenham. Jacques Santini, knattspyrnustjóri Tottenham, var ánægður eftir leikinn og sagði sína menn hafa spilað með hjartanu. "Við spiluðum ekki vel en börðumst eins og ljón og sýndum mikla samstöðu. Ég er mjög ánægður með úrslitin enda er Everton með sterkt lið sem er erfitt heim að sækja." Nýliðar West Brom unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar þeir lögðu Bolton að velli, 2-1, á heimavelli. Kanu og Gera voru á skotskónum fyrir West Brom en liðið komst með sigrinum upp úr fallsæti. Úrslit dagsins:Southampton-Manchester City 0-0Arsenal-Charlton 4-0 Thierry Henry 2, Fredrik Ljungberg, Jose Antonio Reyes. Blackburn-Aston Villa 2-2 Barry Ferguson, Brett Emerton - Juan Pablo Angel, Olof Mellberg. Everton-Tottenham 0-1 - Noe Pamarot. Norwich-Portsmouth 2-2 Darren Huckerby, Simon Charlton - Yakubu Aiyegbeni, Patrick Berger. West Brom-Bolton 2-1 Nwankwo Kanu, Zoltan Gera - Stelios Giannikopoulus. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Sjá meira
Meistarar Arsenal átti ekki í vandræðum með að slátra Charlton, 4-0, á Highbury í ensku úrvalsdeildinni í gær og hafa nú leikið 48 leiki í röð í deildinni án þess að bíða lægri hlut. Eftir vonbrigðin í meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið þegar Arsenal náði aðeins jafntefli gegn norska liðinu Rosenborg og sögusagnir um salgsmál á milli Patricks Vieira og Lauren eftir þann leik kom liðið tvíefld til baka. Hinn frábæri Thierry Henry skoraði tvívegis og var fyrra mark hans sérstaklega glæsilegt. Hann sendi boltann með hlænum í fjærhornið, aðþrengdur að varnarmönnum. Þeir Fredrik Ljungberg og Jose Antonio Reyes eitt mark hvor. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var sáttur við sína menn eftir leikinn og hrósaði þeim fyrir að svara gagnrýnisröddum á réttan hátt. "Liðið lék vel saman sem heild og hafi einhver sett spurningamerki við andann hjá liðinu þá hljóta þeir sömu að hafa fengið svarið í dag. Liðið er sameinað og svaraði gagnrýninni á réttan hátt. Það var mikilvægt að það væri gert á vellinum og ég get ekki verið annað en ánægður með frammistöðu bæði Patricks Vieira og Lauren í dag - þeir voru frábærir. Alan Curbishley, knattpsyrnustjóri Charlton, hristi bara hausinn og sagði leikmenn Arsenal hafa sýnt það að þeir gætu skorað fjögur, fimm eða sex mörk þegar þeim sýndist svo. "Við komum hingað með áætlun en hún fauk út um gluggann eftir annað markið. Þegar Henry skorar mörk eins og þetta þá er ekki hægt annað en að setjast og dást að snilli hans," sagði Curbishley. Tottenham skaust í fjórða sæti deildarinnar með glæsilegum útisigri á Everton, 1-0. Enn á ný var það sterkur varnarleikur sem gerði gæfumuninn hjá Tottenham og til að undirstrika mikilvægi varnarmanna liðsins þá skoraði franski barkvörðurinn Noe Pamarot sigurmarkið fyrir Tottenham. Jacques Santini, knattspyrnustjóri Tottenham, var ánægður eftir leikinn og sagði sína menn hafa spilað með hjartanu. "Við spiluðum ekki vel en börðumst eins og ljón og sýndum mikla samstöðu. Ég er mjög ánægður með úrslitin enda er Everton með sterkt lið sem er erfitt heim að sækja." Nýliðar West Brom unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar þeir lögðu Bolton að velli, 2-1, á heimavelli. Kanu og Gera voru á skotskónum fyrir West Brom en liðið komst með sigrinum upp úr fallsæti. Úrslit dagsins:Southampton-Manchester City 0-0Arsenal-Charlton 4-0 Thierry Henry 2, Fredrik Ljungberg, Jose Antonio Reyes. Blackburn-Aston Villa 2-2 Barry Ferguson, Brett Emerton - Juan Pablo Angel, Olof Mellberg. Everton-Tottenham 0-1 - Noe Pamarot. Norwich-Portsmouth 2-2 Darren Huckerby, Simon Charlton - Yakubu Aiyegbeni, Patrick Berger. West Brom-Bolton 2-1 Nwankwo Kanu, Zoltan Gera - Stelios Giannikopoulus.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Sjá meira