Sport

Els vann á Írlandi

Suður-afríski kylfingurin Ernie Els vann í dag American Express heimsmótið sem fram fór í Kilkenny á Írlandi. Els hafði betur gegn Dananum Thomas Björn á lokasprettinum með því að setja niður sex feta pútt fyrir fugli á næstsíðustu holunni. Els lék síðasta hringinn á 69 höggum og lauk keppni á 18 höggum undir pari, einu færra en Björn. Þetta var fjórði sigur Els á árinu og með honum skaust hann fram úr Tiger Woods í annað sæti heimslistans, á eftir Vijay Singh, en sá síðastnefndi tók ekki þátt um helgina vegna eyðileggingar sem heimili hans á Flórída varð fyrir í einum af fellibylunum sem dunið hafa þar yfir. David Howell lenti í þriðja sæti á 13 höggum undir pari en þeir Sergio Garcia og Darren Clarke voru jafnir í því fjórða á 12 höggum undir pari. Tiger Woods lenti í 9. sæti, átta höggum á eftir sigurvegaranum Els.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×