Njarðvík oftar haft betur 3. október 2004 00:01 Í dag fer Meistarakeppni KKÍ fram í tíunda sinn. Báðir leikirnir fara fram í Sláturhúsinu í Keflavík, heimavelli Íslandsmeistara karla og kvenna. Í kvennaflokki mætir KR í heimsókn og etur kappi við Keflavíkurstúlkur en í karlaflokki taka heimamenn á móti nágrönnum sínum í Njarðvík. Hingað til hefur tíðkast að Íslandsmeistararnir leiki við bikarmeistarana en þar sem Keflvíkingar urðu tvöfaldir meistarar mun Njarðvík taka sæti andstæðingsins, en liðið hafnaði í öðru sæti í bikarkeppninni á síðasta ári. Liðin tvö hafa aðeins mæst einu sinni í Meistarakeppninni en það var árið 1999. Þá hafði Njarðvíkurliðið betur og vann auðveldan sigur, 111-92. Keflvíkingar eru núverandi meistarar meistarana en liðið sigraði Snæfell í fyrra, 97-90. Ef marka má afrek haustsins munu bæði lið mæta grimm til leiks. Keflvíkingar urðu Norðurlandameistarar félagsliða fyrir stuttu og Njarðvík vann Knock Out Cup mótið í Danmörku. Þess má geta að liðin tvö hafa mæst 149 sinnum og hafa Njarðvíkingar oftar haft betur, eða 81 sinni, sem gerir 54% vinningshlutfall. Keflavík er þó ekki langt undan með 68 sigra. Bannað að tapa á heimavelli Falur Harðarsson, aðstoðarþjálfari Keflavíkurliðsins, sagði að búast mætti við hörkuleik. "Það er alltaf viðbúið þegar þessi tvö lið mætast," sagði Falur. "En það er bannað hjá okkur að tapa á heimavelli og má alls ekki gerast. Síðasti heimaleikurinn sem við töpuðum gegn íslensku liði var gegn Njarðvíkurliðinu í janúar árið 2000. Við ætlum að halda sigurgöngunni áfram." Falur var ánægður með Norðurlandatitilinn hjá Keflavík og sagði afrekið segja meira en mörg orð um styrk íslensks körfubolta. "Það er náttúrlega frábært að sjá bæði okkur og Njarðvíkinga ná þessum árangri. Íþróttin er að styrkjast til muna á Íslandi, sem er gott mál. Ég held samt að þetta sé enginn skuggi sem muni hvíla yfir okkur því það er enginn ódauðlegur í íslenska körfuboltanum," fullyrti Falur. Njarðvíkingar voru síðastir til að vinna Keflavík á heimavelli fyrir fjórum árum síðan og ætla þeir sér að endurtaka leikinn í dag. Að sögn Einars Árna Jóhannssonar, þjálfara Njarðvíkinga, eru einhverjar breytingar á liðinu frá síðasta tímabili. "Við erum í vígahug fyrir veturinn og erum komnir með nýja menn sem munu styrkja okkur. Þar á meðal er Jóhann Ólafsson, sem er kominn heim eftir dvöl í Bandaríkjunum. Keflvíkingar eru með gott lið en við verðum að mæta ákveðnir til leiks og taka þá," sagði Einar Árni. Leikurinn fer fram í Sláturhúsinu í Keflavík og hefst kl. 19.15. Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira
Í dag fer Meistarakeppni KKÍ fram í tíunda sinn. Báðir leikirnir fara fram í Sláturhúsinu í Keflavík, heimavelli Íslandsmeistara karla og kvenna. Í kvennaflokki mætir KR í heimsókn og etur kappi við Keflavíkurstúlkur en í karlaflokki taka heimamenn á móti nágrönnum sínum í Njarðvík. Hingað til hefur tíðkast að Íslandsmeistararnir leiki við bikarmeistarana en þar sem Keflvíkingar urðu tvöfaldir meistarar mun Njarðvík taka sæti andstæðingsins, en liðið hafnaði í öðru sæti í bikarkeppninni á síðasta ári. Liðin tvö hafa aðeins mæst einu sinni í Meistarakeppninni en það var árið 1999. Þá hafði Njarðvíkurliðið betur og vann auðveldan sigur, 111-92. Keflvíkingar eru núverandi meistarar meistarana en liðið sigraði Snæfell í fyrra, 97-90. Ef marka má afrek haustsins munu bæði lið mæta grimm til leiks. Keflvíkingar urðu Norðurlandameistarar félagsliða fyrir stuttu og Njarðvík vann Knock Out Cup mótið í Danmörku. Þess má geta að liðin tvö hafa mæst 149 sinnum og hafa Njarðvíkingar oftar haft betur, eða 81 sinni, sem gerir 54% vinningshlutfall. Keflavík er þó ekki langt undan með 68 sigra. Bannað að tapa á heimavelli Falur Harðarsson, aðstoðarþjálfari Keflavíkurliðsins, sagði að búast mætti við hörkuleik. "Það er alltaf viðbúið þegar þessi tvö lið mætast," sagði Falur. "En það er bannað hjá okkur að tapa á heimavelli og má alls ekki gerast. Síðasti heimaleikurinn sem við töpuðum gegn íslensku liði var gegn Njarðvíkurliðinu í janúar árið 2000. Við ætlum að halda sigurgöngunni áfram." Falur var ánægður með Norðurlandatitilinn hjá Keflavík og sagði afrekið segja meira en mörg orð um styrk íslensks körfubolta. "Það er náttúrlega frábært að sjá bæði okkur og Njarðvíkinga ná þessum árangri. Íþróttin er að styrkjast til muna á Íslandi, sem er gott mál. Ég held samt að þetta sé enginn skuggi sem muni hvíla yfir okkur því það er enginn ódauðlegur í íslenska körfuboltanum," fullyrti Falur. Njarðvíkingar voru síðastir til að vinna Keflavík á heimavelli fyrir fjórum árum síðan og ætla þeir sér að endurtaka leikinn í dag. Að sögn Einars Árna Jóhannssonar, þjálfara Njarðvíkinga, eru einhverjar breytingar á liðinu frá síðasta tímabili. "Við erum í vígahug fyrir veturinn og erum komnir með nýja menn sem munu styrkja okkur. Þar á meðal er Jóhann Ólafsson, sem er kominn heim eftir dvöl í Bandaríkjunum. Keflvíkingar eru með gott lið en við verðum að mæta ákveðnir til leiks og taka þá," sagði Einar Árni. Leikurinn fer fram í Sláturhúsinu í Keflavík og hefst kl. 19.15.
Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira