Meistararnir töpuðu í Hólminum 17. október 2004 00:01 Fimm leikir fóru fram í Intersportdeildinni í körfubolta í gærkvöld. Á Ísafirði fóru Fjölnismenn á kostum gegn heimaliði KFÍ. Liði Fjölnis hefur verið spáð velgengni í deildinni í vetur en KFÍ falli og var teljandi munur á liðunum tveimur í leiknum. Jafnræði var þó á fyrstu mínútum leiksins en fljótlega tóku Fjölnismenn með Jeb Ivey í broddi fylkingar forystu og lið heimamanna átti fá úrræði til að komast aftur inn í leikinn. Leiddi Fjölnir með ellefu stigum eftir fyrsta fjórðung. Ekki batnaði ástandið í öðrum leikhluta þegar Fjölnismenn héldu pressu sinni áfram. Óðagot kom á lið KFÍ og munurinn jókst statt og stöðugt og hálfleikstölur voru 36 - 58 fyrir Fjölni. Darrel Flake fór fyrir gestunum í fyrri hálfleik og skoraði 18 stig og tók 9 fráköst. Þriðji leikhluti var sem spegilmynd af fyrri leikhluta og kom þá til kasta Jeb Ivey, fyrrverandi leikmanns KFÍ, sem fór afar illa með fyrrum félaga sína frá Ísafirði. Þrátt fyrir að KFÍ kæmu með miklum látum til leiks í síðasta leikhlutanum dugði það skammt því forysta Fjölnis var þegar orðin of mikil. Lokatölur urðu 83 - 104 Fjölni í vil. Besti maður KFÍ var Joshua Helm en þeir félagar Jeb Ivey og Darrel Flake stóðu upp úr í liði Fjölnis. Þjálfari Fjölnismanna, Benedikt Guðmundsson, var þokkalega sáttur við leik sinna manna. "Þetta var fjögurra stiga leikur ef svo má að orði komast. Forskotið sem við náðum strax í upphafi dugði til þrátt fyrir framsókn þeirra í fjórða leikhluta. Þá sofnuðum við á verðinum sem er nokkuð sem er of algengt hjá strákunum og þarf að laga. En vissulega var gott að ná fram sigri." Í Breiðholti tók lið ÍR á móti Njarðvík og unnu gestirnir verðskuldaðan sigur 73 - 103 og leiddi liðið allan leikinn. Strax í upphafi var ljóst hvert stefndi þegar staðan var orðin 6 - 23 eftir átta mínútna leik. Í hálfleik var staðan 28 - 46 en í þriðja leikhluta náði ÍR sínum besta kafla í leiknum og minnkuðu muninn niður í tíu stig. Þá svöruðu Njarðvíkingar með fimmtán stigum í röð og bundu enda á vonir ÍR. Hjá Njarðvík átti Brenton Birmingham frábæran leik en kappinn skoraði úr ellefu af tólf skotum sínum í leiknum og náði 30 stigum. Páll Kristinsson átti einnig góðan leik hjá Njarðvík. Hann skoraði 20 stig og tók tíu fráköst, sex stoðsendingar og fimm stolna bolta. Haukar unnu Tindastól með afgerandi hætti 96 -58 að Ásvöllum í Hafnarfirði. Héldu þeir uppi mikilli pressu og höfðu leikmenn Tindastóls aldrei roð í Haukana. Sem dæmi náðu Haukar að halda Tindastól í sex stigum í þriðja leikhluta. Þrátt fyrir úrslitin unnu Tindastólsmenn tvo af fjórum fjórðungum leiksins og hefðu að öllu jöfnu átt að standa betur í Haukunum. John Waller var stigahæstur Hauka með 30 stig og Mirko Virijevic með 16. Sævar I. Haraldsson átti ellefu stoðsendingar. Hjá Tindastól var Svavar A. Birgisson allt í öllu. Hann skoraði 20 stig og tók 12 fráköst. Keflavík sótti Snæfellinga heim og snéru þaðan tómhentir eftir 87 - 82 tap en þessi lið háðu harða rimmu um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. KR mætti Skallagrími í Vesturbænum og var þar um harðan slag að ræða. Lokatölur urðu 77 - 74 en gat farið á hvorn veginn sem er. Leikmenn Skallagríms gerðu harða hríð að KR undir lokin og hefðu með heppni getað stolið stigunum. Hvorki var tölfræði að hafa frá Stykkishólmi né úr Vesturbænum í Reykjavík. Íþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Fleiri fréttir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Fimm leikir fóru fram í Intersportdeildinni í körfubolta í gærkvöld. Á Ísafirði fóru Fjölnismenn á kostum gegn heimaliði KFÍ. Liði Fjölnis hefur verið spáð velgengni í deildinni í vetur en KFÍ falli og var teljandi munur á liðunum tveimur í leiknum. Jafnræði var þó á fyrstu mínútum leiksins en fljótlega tóku Fjölnismenn með Jeb Ivey í broddi fylkingar forystu og lið heimamanna átti fá úrræði til að komast aftur inn í leikinn. Leiddi Fjölnir með ellefu stigum eftir fyrsta fjórðung. Ekki batnaði ástandið í öðrum leikhluta þegar Fjölnismenn héldu pressu sinni áfram. Óðagot kom á lið KFÍ og munurinn jókst statt og stöðugt og hálfleikstölur voru 36 - 58 fyrir Fjölni. Darrel Flake fór fyrir gestunum í fyrri hálfleik og skoraði 18 stig og tók 9 fráköst. Þriðji leikhluti var sem spegilmynd af fyrri leikhluta og kom þá til kasta Jeb Ivey, fyrrverandi leikmanns KFÍ, sem fór afar illa með fyrrum félaga sína frá Ísafirði. Þrátt fyrir að KFÍ kæmu með miklum látum til leiks í síðasta leikhlutanum dugði það skammt því forysta Fjölnis var þegar orðin of mikil. Lokatölur urðu 83 - 104 Fjölni í vil. Besti maður KFÍ var Joshua Helm en þeir félagar Jeb Ivey og Darrel Flake stóðu upp úr í liði Fjölnis. Þjálfari Fjölnismanna, Benedikt Guðmundsson, var þokkalega sáttur við leik sinna manna. "Þetta var fjögurra stiga leikur ef svo má að orði komast. Forskotið sem við náðum strax í upphafi dugði til þrátt fyrir framsókn þeirra í fjórða leikhluta. Þá sofnuðum við á verðinum sem er nokkuð sem er of algengt hjá strákunum og þarf að laga. En vissulega var gott að ná fram sigri." Í Breiðholti tók lið ÍR á móti Njarðvík og unnu gestirnir verðskuldaðan sigur 73 - 103 og leiddi liðið allan leikinn. Strax í upphafi var ljóst hvert stefndi þegar staðan var orðin 6 - 23 eftir átta mínútna leik. Í hálfleik var staðan 28 - 46 en í þriðja leikhluta náði ÍR sínum besta kafla í leiknum og minnkuðu muninn niður í tíu stig. Þá svöruðu Njarðvíkingar með fimmtán stigum í röð og bundu enda á vonir ÍR. Hjá Njarðvík átti Brenton Birmingham frábæran leik en kappinn skoraði úr ellefu af tólf skotum sínum í leiknum og náði 30 stigum. Páll Kristinsson átti einnig góðan leik hjá Njarðvík. Hann skoraði 20 stig og tók tíu fráköst, sex stoðsendingar og fimm stolna bolta. Haukar unnu Tindastól með afgerandi hætti 96 -58 að Ásvöllum í Hafnarfirði. Héldu þeir uppi mikilli pressu og höfðu leikmenn Tindastóls aldrei roð í Haukana. Sem dæmi náðu Haukar að halda Tindastól í sex stigum í þriðja leikhluta. Þrátt fyrir úrslitin unnu Tindastólsmenn tvo af fjórum fjórðungum leiksins og hefðu að öllu jöfnu átt að standa betur í Haukunum. John Waller var stigahæstur Hauka með 30 stig og Mirko Virijevic með 16. Sævar I. Haraldsson átti ellefu stoðsendingar. Hjá Tindastól var Svavar A. Birgisson allt í öllu. Hann skoraði 20 stig og tók 12 fráköst. Keflavík sótti Snæfellinga heim og snéru þaðan tómhentir eftir 87 - 82 tap en þessi lið háðu harða rimmu um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. KR mætti Skallagrími í Vesturbænum og var þar um harðan slag að ræða. Lokatölur urðu 77 - 74 en gat farið á hvorn veginn sem er. Leikmenn Skallagríms gerðu harða hríð að KR undir lokin og hefðu með heppni getað stolið stigunum. Hvorki var tölfræði að hafa frá Stykkishólmi né úr Vesturbænum í Reykjavík.
Íþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Fleiri fréttir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira