Öryggisleysið á Íslandi 2. desember 2004 00:01 Varnir Íslands - Gunnar Karlsson prófessor Laugardaginn 27. nóvember síðastliðinn sögðu dagblöðin frá því að sendiráð Bandaríkjanna hefði látið koma fyrir steinkerum framan við hús sitt við Laufásveg til að verjast sprengjutilræði. Að sögn sendiráðsins var þetta gert í samræmi við hertar öryggiskröfur við bandarísk sendiráð um allan heim. Íbúar við Laufásveg hafa mótmælt þessari framkvæmd, og í Fréttablaðinu var haft eftir Erlingi Gíslasyni leikara að nærtækara væri að gera öryggisráðstafanir í þágu annarra íbúa við götuna. Líka kom fram að þrásinnis hefur verið farið fram á að sendiráðið yrði flutt og sett niður einhvers staðar utan íbúðarhverfis, en staðið hefur á fjárveitingum frá stórveldinu. Þeir sem hafa átt leið um Laufásveg síðustu árin vita líka að götunni hefur verið lokað í austurendann, og það var gert í verndarskyni við sendiráðið að sögn Morgunblaðsins. Sjálfsagt var ætlunin að reyna að tryggja að þeir sem kæmu akandi vestan að og gerðu sprengjuárás á sendiráðshúsið gætu ekki ekið viðstöðulaust áfram og komist undan áður en tóm gæfist til að skjóta þá. Sendiráð Bandaríkjanna hefur því skapað nokkurs konar hernaðarástand við þessa einkar friðsamlegu og vingjarnlegu íbúðargötu í Þingholtunum. Fyrir nokkrum vikum voru bandarískir borgarar á Norðurlöndum varaðir sérstaklega við yfirvofandi árás. Til hennar kom sem betur fer ekki, en hér kemur nákvæmlega það sama í ljós og í Þingholtunum í Reykjavík. Allt bandarískt telst vera í sérstakri lífshættu. Þetta er dapurleg staðreynd fyrir mesta herveldi veraldar. En þannig gengur það stundum til í heiminum: þeir sterkustu reynast viðkvæmastir, og drambið er falli næst. Valdahroki bandarískra stjórnvalda hefur gert ríki þeirra svo illa þokkað að jafnvel friðsömustu þegnar þess og meinlausustu stofnanir hvar sem er um heiminn eru talin þurfa sérstaka vernd og aðgæslu. Að sjálfsögðu vitum við aldrei hver er í raunverulegri hættu og hver ekki. En í öryggismálum getum við ekki gert betur en að reyna að beita skynseminni, og með hana að tæki verður ekki dregin af þessu önnur ályktun en sú að bandaríska herstöðin á Keflavíkurflugvelli sé sá staður á Íslandi sem sé í mestri árásarhættu. Þess vegna hlýtur að fylgja því nokkur hætta fyrir Íslendinga að eiga helsta farþegaflugvöll sinn inni í herstöðinni. Það er andvaraleysi af íslenskum stjórnvöldum að bregðast ekki við þessu og nota það tækifæri sem nú virðist gefast til að leggja herstöðina niður og losna við bandaríska nærveru af Keflavíkurflugvelli. Það er þröngsýni og skammsýni að stefna farþegaflugi okkar í hættu, þótt vonandi sé hún ekki mikil, fyrir það smáræði að Bandaríkjaher sjái um að bræða ís og halda við malbiki á flugbrautum vallarins. Það er ekkert víst að tækifærið til að losna við Bandaríkjaher af flugvallarsvæðinu standi um alla framtíð. Valdahroki bandarískra stjórnvalda getur vaxið í þá áttina að þeim finnist nauðsynlegt að hafa aðstöðu til að beita ofbeldi á hverju útskeri heimsins þar sem þau eiga kost á því. Ef til vill er okkur Íslendingum að gefast einstakt tækifæri einmitt nú, ef við þekkjum okkar vitjunartíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Varnir Íslands - Gunnar Karlsson prófessor Laugardaginn 27. nóvember síðastliðinn sögðu dagblöðin frá því að sendiráð Bandaríkjanna hefði látið koma fyrir steinkerum framan við hús sitt við Laufásveg til að verjast sprengjutilræði. Að sögn sendiráðsins var þetta gert í samræmi við hertar öryggiskröfur við bandarísk sendiráð um allan heim. Íbúar við Laufásveg hafa mótmælt þessari framkvæmd, og í Fréttablaðinu var haft eftir Erlingi Gíslasyni leikara að nærtækara væri að gera öryggisráðstafanir í þágu annarra íbúa við götuna. Líka kom fram að þrásinnis hefur verið farið fram á að sendiráðið yrði flutt og sett niður einhvers staðar utan íbúðarhverfis, en staðið hefur á fjárveitingum frá stórveldinu. Þeir sem hafa átt leið um Laufásveg síðustu árin vita líka að götunni hefur verið lokað í austurendann, og það var gert í verndarskyni við sendiráðið að sögn Morgunblaðsins. Sjálfsagt var ætlunin að reyna að tryggja að þeir sem kæmu akandi vestan að og gerðu sprengjuárás á sendiráðshúsið gætu ekki ekið viðstöðulaust áfram og komist undan áður en tóm gæfist til að skjóta þá. Sendiráð Bandaríkjanna hefur því skapað nokkurs konar hernaðarástand við þessa einkar friðsamlegu og vingjarnlegu íbúðargötu í Þingholtunum. Fyrir nokkrum vikum voru bandarískir borgarar á Norðurlöndum varaðir sérstaklega við yfirvofandi árás. Til hennar kom sem betur fer ekki, en hér kemur nákvæmlega það sama í ljós og í Þingholtunum í Reykjavík. Allt bandarískt telst vera í sérstakri lífshættu. Þetta er dapurleg staðreynd fyrir mesta herveldi veraldar. En þannig gengur það stundum til í heiminum: þeir sterkustu reynast viðkvæmastir, og drambið er falli næst. Valdahroki bandarískra stjórnvalda hefur gert ríki þeirra svo illa þokkað að jafnvel friðsömustu þegnar þess og meinlausustu stofnanir hvar sem er um heiminn eru talin þurfa sérstaka vernd og aðgæslu. Að sjálfsögðu vitum við aldrei hver er í raunverulegri hættu og hver ekki. En í öryggismálum getum við ekki gert betur en að reyna að beita skynseminni, og með hana að tæki verður ekki dregin af þessu önnur ályktun en sú að bandaríska herstöðin á Keflavíkurflugvelli sé sá staður á Íslandi sem sé í mestri árásarhættu. Þess vegna hlýtur að fylgja því nokkur hætta fyrir Íslendinga að eiga helsta farþegaflugvöll sinn inni í herstöðinni. Það er andvaraleysi af íslenskum stjórnvöldum að bregðast ekki við þessu og nota það tækifæri sem nú virðist gefast til að leggja herstöðina niður og losna við bandaríska nærveru af Keflavíkurflugvelli. Það er þröngsýni og skammsýni að stefna farþegaflugi okkar í hættu, þótt vonandi sé hún ekki mikil, fyrir það smáræði að Bandaríkjaher sjái um að bræða ís og halda við malbiki á flugbrautum vallarins. Það er ekkert víst að tækifærið til að losna við Bandaríkjaher af flugvallarsvæðinu standi um alla framtíð. Valdahroki bandarískra stjórnvalda getur vaxið í þá áttina að þeim finnist nauðsynlegt að hafa aðstöðu til að beita ofbeldi á hverju útskeri heimsins þar sem þau eiga kost á því. Ef til vill er okkur Íslendingum að gefast einstakt tækifæri einmitt nú, ef við þekkjum okkar vitjunartíma.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun