Öryggisleysið á Íslandi 2. desember 2004 00:01 Varnir Íslands - Gunnar Karlsson prófessor Laugardaginn 27. nóvember síðastliðinn sögðu dagblöðin frá því að sendiráð Bandaríkjanna hefði látið koma fyrir steinkerum framan við hús sitt við Laufásveg til að verjast sprengjutilræði. Að sögn sendiráðsins var þetta gert í samræmi við hertar öryggiskröfur við bandarísk sendiráð um allan heim. Íbúar við Laufásveg hafa mótmælt þessari framkvæmd, og í Fréttablaðinu var haft eftir Erlingi Gíslasyni leikara að nærtækara væri að gera öryggisráðstafanir í þágu annarra íbúa við götuna. Líka kom fram að þrásinnis hefur verið farið fram á að sendiráðið yrði flutt og sett niður einhvers staðar utan íbúðarhverfis, en staðið hefur á fjárveitingum frá stórveldinu. Þeir sem hafa átt leið um Laufásveg síðustu árin vita líka að götunni hefur verið lokað í austurendann, og það var gert í verndarskyni við sendiráðið að sögn Morgunblaðsins. Sjálfsagt var ætlunin að reyna að tryggja að þeir sem kæmu akandi vestan að og gerðu sprengjuárás á sendiráðshúsið gætu ekki ekið viðstöðulaust áfram og komist undan áður en tóm gæfist til að skjóta þá. Sendiráð Bandaríkjanna hefur því skapað nokkurs konar hernaðarástand við þessa einkar friðsamlegu og vingjarnlegu íbúðargötu í Þingholtunum. Fyrir nokkrum vikum voru bandarískir borgarar á Norðurlöndum varaðir sérstaklega við yfirvofandi árás. Til hennar kom sem betur fer ekki, en hér kemur nákvæmlega það sama í ljós og í Þingholtunum í Reykjavík. Allt bandarískt telst vera í sérstakri lífshættu. Þetta er dapurleg staðreynd fyrir mesta herveldi veraldar. En þannig gengur það stundum til í heiminum: þeir sterkustu reynast viðkvæmastir, og drambið er falli næst. Valdahroki bandarískra stjórnvalda hefur gert ríki þeirra svo illa þokkað að jafnvel friðsömustu þegnar þess og meinlausustu stofnanir hvar sem er um heiminn eru talin þurfa sérstaka vernd og aðgæslu. Að sjálfsögðu vitum við aldrei hver er í raunverulegri hættu og hver ekki. En í öryggismálum getum við ekki gert betur en að reyna að beita skynseminni, og með hana að tæki verður ekki dregin af þessu önnur ályktun en sú að bandaríska herstöðin á Keflavíkurflugvelli sé sá staður á Íslandi sem sé í mestri árásarhættu. Þess vegna hlýtur að fylgja því nokkur hætta fyrir Íslendinga að eiga helsta farþegaflugvöll sinn inni í herstöðinni. Það er andvaraleysi af íslenskum stjórnvöldum að bregðast ekki við þessu og nota það tækifæri sem nú virðist gefast til að leggja herstöðina niður og losna við bandaríska nærveru af Keflavíkurflugvelli. Það er þröngsýni og skammsýni að stefna farþegaflugi okkar í hættu, þótt vonandi sé hún ekki mikil, fyrir það smáræði að Bandaríkjaher sjái um að bræða ís og halda við malbiki á flugbrautum vallarins. Það er ekkert víst að tækifærið til að losna við Bandaríkjaher af flugvallarsvæðinu standi um alla framtíð. Valdahroki bandarískra stjórnvalda getur vaxið í þá áttina að þeim finnist nauðsynlegt að hafa aðstöðu til að beita ofbeldi á hverju útskeri heimsins þar sem þau eiga kost á því. Ef til vill er okkur Íslendingum að gefast einstakt tækifæri einmitt nú, ef við þekkjum okkar vitjunartíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Varnir Íslands - Gunnar Karlsson prófessor Laugardaginn 27. nóvember síðastliðinn sögðu dagblöðin frá því að sendiráð Bandaríkjanna hefði látið koma fyrir steinkerum framan við hús sitt við Laufásveg til að verjast sprengjutilræði. Að sögn sendiráðsins var þetta gert í samræmi við hertar öryggiskröfur við bandarísk sendiráð um allan heim. Íbúar við Laufásveg hafa mótmælt þessari framkvæmd, og í Fréttablaðinu var haft eftir Erlingi Gíslasyni leikara að nærtækara væri að gera öryggisráðstafanir í þágu annarra íbúa við götuna. Líka kom fram að þrásinnis hefur verið farið fram á að sendiráðið yrði flutt og sett niður einhvers staðar utan íbúðarhverfis, en staðið hefur á fjárveitingum frá stórveldinu. Þeir sem hafa átt leið um Laufásveg síðustu árin vita líka að götunni hefur verið lokað í austurendann, og það var gert í verndarskyni við sendiráðið að sögn Morgunblaðsins. Sjálfsagt var ætlunin að reyna að tryggja að þeir sem kæmu akandi vestan að og gerðu sprengjuárás á sendiráðshúsið gætu ekki ekið viðstöðulaust áfram og komist undan áður en tóm gæfist til að skjóta þá. Sendiráð Bandaríkjanna hefur því skapað nokkurs konar hernaðarástand við þessa einkar friðsamlegu og vingjarnlegu íbúðargötu í Þingholtunum. Fyrir nokkrum vikum voru bandarískir borgarar á Norðurlöndum varaðir sérstaklega við yfirvofandi árás. Til hennar kom sem betur fer ekki, en hér kemur nákvæmlega það sama í ljós og í Þingholtunum í Reykjavík. Allt bandarískt telst vera í sérstakri lífshættu. Þetta er dapurleg staðreynd fyrir mesta herveldi veraldar. En þannig gengur það stundum til í heiminum: þeir sterkustu reynast viðkvæmastir, og drambið er falli næst. Valdahroki bandarískra stjórnvalda hefur gert ríki þeirra svo illa þokkað að jafnvel friðsömustu þegnar þess og meinlausustu stofnanir hvar sem er um heiminn eru talin þurfa sérstaka vernd og aðgæslu. Að sjálfsögðu vitum við aldrei hver er í raunverulegri hættu og hver ekki. En í öryggismálum getum við ekki gert betur en að reyna að beita skynseminni, og með hana að tæki verður ekki dregin af þessu önnur ályktun en sú að bandaríska herstöðin á Keflavíkurflugvelli sé sá staður á Íslandi sem sé í mestri árásarhættu. Þess vegna hlýtur að fylgja því nokkur hætta fyrir Íslendinga að eiga helsta farþegaflugvöll sinn inni í herstöðinni. Það er andvaraleysi af íslenskum stjórnvöldum að bregðast ekki við þessu og nota það tækifæri sem nú virðist gefast til að leggja herstöðina niður og losna við bandaríska nærveru af Keflavíkurflugvelli. Það er þröngsýni og skammsýni að stefna farþegaflugi okkar í hættu, þótt vonandi sé hún ekki mikil, fyrir það smáræði að Bandaríkjaher sjái um að bræða ís og halda við malbiki á flugbrautum vallarins. Það er ekkert víst að tækifærið til að losna við Bandaríkjaher af flugvallarsvæðinu standi um alla framtíð. Valdahroki bandarískra stjórnvalda getur vaxið í þá áttina að þeim finnist nauðsynlegt að hafa aðstöðu til að beita ofbeldi á hverju útskeri heimsins þar sem þau eiga kost á því. Ef til vill er okkur Íslendingum að gefast einstakt tækifæri einmitt nú, ef við þekkjum okkar vitjunartíma.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar