Innlent

Styrktarfé til Asíu

SOS-barnaþorpin sluppu Styrktarforeldrar SOS- barnaþorpanna við Indlandshaf hafa verið órólegir vegna hamfaranna. Samkvæmt upplýsingum varð ekkert þorpanna fyrir skaða af völdum flóðbylgjunnar. SOS- barnaþorpin á Íslandi hafa veitt eina milljón króna úr neyðarsjóði sínum. Þau óska fjárhagsaðstoðar til að efla hjálparstarfið. Hringt frítt í ástvini Gjaldfrjálst er að hringja úr heimasíma til Indlands, Taílands, Indónesíu og Srí Lanka til 2. janúar fyrir viðskiptavini Símans. Viðskiptavinir á hamfarasvæðunum greiða ekkert fyrir að móttaka símtöl. Starfsmenn Símans safna fé og ætlar fyrirtækið að tvöfalda söfnunarupphæðina. Auk þess greiðir fyrirtækið fimmtán prósent af upphæðinni sem safnast í símasöfnun Rauða krossins til samtakanna. Tryggja þrátt fyrir skilmála VÍS hefur ákveðið að ferðatryggingar félagsins bæti sjúkra- og lækniskostnað viðskiptavina sem hljótist af flóðbylgjunni í Asíu. Það er gert þrátt fyrir að í skilmálum standi að þær taki ekki til tjóna af völdum náttúruhamfara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×