Lífið

Verðlaunuð af Alþjóðahúsinu

Félagsþjónustan í Reykjavík, Kári Tran veitingamaður og Hólmfríður Gísladóttir fyrrverandi starfsmaður Rauða krossins fá í dag viðurkenningar Alþjóðahúss fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda og fjölmenningarlegs samfélags á Íslandi. Þessi viðurkennning, sem er nú veitt í annað skiptið, þjónar þeim tilgangi að vekja athygli á því jákvæða starfi sem unnið er hér á landi í málefnum innflytjenda. Þeir sem viðurkenninguna fá eru vel að henni komnir enda unnið frumkvöðlastarf á undanförnum árum í málefnum fjölmenningarlegs samfélags, segir í tilkynningu alþjóðahúss.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.