Sýnum stórhug 30. desember 2004 00:01 Finnst engum skjóta skökku við að á meðan mestu náttúruhamfarir og hörmungar sögunnar ganga yfir í heiminum og þörf er á margra milljóna dala aðstoð, skuli Íslendingar sprengja upp 400 milljónir íslenskra króna og halda sín hefðbundnu áramót eins og ekkert hafi í skorist? Mér fannst hreinlega fáránlegt að horfa á fréttir fyrr í kvöld þar sem sagt var með stolti frá því að rausnarleg íslenska þjóðin væri búin að skrapa saman rúmlega 20 milljónum til styrktar fórnarlömbum flóðanna, en stuttu síðar birtist frétt um að við myndum væntanlega eyða 400 milljónum í flugelda um þessi áramót! Hvernig væri að kaupa helmingi minna af flugeldum en áætlað var og láta samsvarandi upphæð renna til hjálparstarfsins? Þar með væru komnar 200 milljónir! Ég er ekkert að reyna að skemma fyrir íslenskum hjálparsveitum og fjáröflunum þeirra...en þurfa ekki aðrir á peningunum að halda núna? Ég er að minnsta kosti ekki viss um að ég geti með góðri samvisku notið þess að horfa á flugeldana þessi áramót. Það eru nú einu sinni jól, er ekki hægt að “fórna” áramótunum eitt skipti og hjálpa meðbræðrum okkar í staðinn? Vissulega er þetta langt í burtu en þetta fólk getur ekki leitað annað en til okkar, annarra íbúa þessa heims. Ég er viss um að Íslendingar myndu þiggja aðstoð frekar en flugeldasýningar ef náttúruhamfarir hrelldu okkar litlu þjóð, sem er alls ekki fjarlægur möguleiki. Ætli Íslendingar geti sýnt STÓRhug en ekki bara þennan margumtalaða samhug svona til tilbreytingar? Gleðilegt ár! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Finnst engum skjóta skökku við að á meðan mestu náttúruhamfarir og hörmungar sögunnar ganga yfir í heiminum og þörf er á margra milljóna dala aðstoð, skuli Íslendingar sprengja upp 400 milljónir íslenskra króna og halda sín hefðbundnu áramót eins og ekkert hafi í skorist? Mér fannst hreinlega fáránlegt að horfa á fréttir fyrr í kvöld þar sem sagt var með stolti frá því að rausnarleg íslenska þjóðin væri búin að skrapa saman rúmlega 20 milljónum til styrktar fórnarlömbum flóðanna, en stuttu síðar birtist frétt um að við myndum væntanlega eyða 400 milljónum í flugelda um þessi áramót! Hvernig væri að kaupa helmingi minna af flugeldum en áætlað var og láta samsvarandi upphæð renna til hjálparstarfsins? Þar með væru komnar 200 milljónir! Ég er ekkert að reyna að skemma fyrir íslenskum hjálparsveitum og fjáröflunum þeirra...en þurfa ekki aðrir á peningunum að halda núna? Ég er að minnsta kosti ekki viss um að ég geti með góðri samvisku notið þess að horfa á flugeldana þessi áramót. Það eru nú einu sinni jól, er ekki hægt að “fórna” áramótunum eitt skipti og hjálpa meðbræðrum okkar í staðinn? Vissulega er þetta langt í burtu en þetta fólk getur ekki leitað annað en til okkar, annarra íbúa þessa heims. Ég er viss um að Íslendingar myndu þiggja aðstoð frekar en flugeldasýningar ef náttúruhamfarir hrelldu okkar litlu þjóð, sem er alls ekki fjarlægur möguleiki. Ætli Íslendingar geti sýnt STÓRhug en ekki bara þennan margumtalaða samhug svona til tilbreytingar? Gleðilegt ár!
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar