Guðmundur lýkur keppni 29. september 2004 00:01 Guðmundur Guðmundsson hætti í gær sem þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik en hann hefur stýrt landsliðinu síðan 1. maí árið 2001. Þessi ákvörðun Guðmundur kemur nokkuð á óvart enda hefur hann lýst því yfir í viðtölum síðustu vikur að hann hefði fullan hug á því að þjálfa landsliðið áfram. "Þetta var mjög erfið ákvörðun enda hefur mér liðið ákaflega vel í þessu starfi," sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var nokkuð léttur í bragði þótt það leyndi sér ekki að hann sæi eftir starfinu. "Þetta er búinn að vera mjög skemmtilegur tími og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að sinna þessu starfi. Þetta hefur verið mjög gefandi og ég er reynslunni ríkari eftir þetta ævintýri." Guðmundur lýsti því einnig yfir á blaðamannafundinum í gær að hann væri hættur afskiptum af handbolta í bili. Hann hefur á næstu dögum störf sem ráðgjafi á sviði starfsmannamála hjá PARX-viðskiptaráðgjöf. "Ég er búinn að vera ansi lengi í handboltanum en sá tími sem ég hef eytt í handbolta á minni ævi fyllir upp í heil þrjú ár og það er ansi drjúgur tími. Það verður gaman að takast á við ný verkefni á nýjum stað en ég ætla ekki að útiloka það að ég fari aftur í handboltann en það verður ekki á næstunni," sagði Guðmundur en hann segist ekki hafa verið beittur þrýstingi af hálfu HSÍ um að segja starfinu lausu heldur hafi þetta verið hans eigin ákvörðun. "Það var enginn þrýstingur af hálfu HSÍ. Þeir buðu mér aftur á móti upp á að klára samninginn en ég vil víkja núna og hleypa öðrum manni að sem hefur þá nægan tíma til þess að undirbúa liðið fyrir HM í Túnis," sagði Guðmundur en hvernig stendur á því að hann hefur skipt algjörlega um skoðun á svona skömmum tíma? "Ég var búinn að hugsa málið mjög lengi og eftir að hafa endurmetið stöðuna þá tók ég þessa ákvörðun. Það var mikil vinna að vera landsliðsþjálfari og ég er að byrja í nýju starfi sem ég get ekki sinnt af eðlilegri getu ef ég held áfram með landsliðið." Guðmundur sagði í ræðu sinni á fundinum að hann væri mjög þakklátur þjóðinni sem hefði sýnt honum mikinn stuðning á síðustu árum. Einnig þakkaði hann þeim leikmönnum sem hann starfaði með sem og stjórn HSÍ. Hann sagðist ganga á brott stoltur af þeim árangri sem hann náði með liðið. Hápunktur Guðmundar sem landsliðsþjálfara var þó tvímælaust EM 2002 þar sem Ísland hafnaði í fjórða sæti. Landsliðið endaði síðan í sjöunda sæti á HM í Portúgal 2003 undir stjórn Guðmundar. Illa gekk á EM 2004 þar sem Ísland lenti í þrettánda sæti og hann lauk síðan keppni með landsliðinu í Aþenu þar sem Ísland hafnaði í níunda sæti. Íþróttir Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson hætti í gær sem þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik en hann hefur stýrt landsliðinu síðan 1. maí árið 2001. Þessi ákvörðun Guðmundur kemur nokkuð á óvart enda hefur hann lýst því yfir í viðtölum síðustu vikur að hann hefði fullan hug á því að þjálfa landsliðið áfram. "Þetta var mjög erfið ákvörðun enda hefur mér liðið ákaflega vel í þessu starfi," sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var nokkuð léttur í bragði þótt það leyndi sér ekki að hann sæi eftir starfinu. "Þetta er búinn að vera mjög skemmtilegur tími og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að sinna þessu starfi. Þetta hefur verið mjög gefandi og ég er reynslunni ríkari eftir þetta ævintýri." Guðmundur lýsti því einnig yfir á blaðamannafundinum í gær að hann væri hættur afskiptum af handbolta í bili. Hann hefur á næstu dögum störf sem ráðgjafi á sviði starfsmannamála hjá PARX-viðskiptaráðgjöf. "Ég er búinn að vera ansi lengi í handboltanum en sá tími sem ég hef eytt í handbolta á minni ævi fyllir upp í heil þrjú ár og það er ansi drjúgur tími. Það verður gaman að takast á við ný verkefni á nýjum stað en ég ætla ekki að útiloka það að ég fari aftur í handboltann en það verður ekki á næstunni," sagði Guðmundur en hann segist ekki hafa verið beittur þrýstingi af hálfu HSÍ um að segja starfinu lausu heldur hafi þetta verið hans eigin ákvörðun. "Það var enginn þrýstingur af hálfu HSÍ. Þeir buðu mér aftur á móti upp á að klára samninginn en ég vil víkja núna og hleypa öðrum manni að sem hefur þá nægan tíma til þess að undirbúa liðið fyrir HM í Túnis," sagði Guðmundur en hvernig stendur á því að hann hefur skipt algjörlega um skoðun á svona skömmum tíma? "Ég var búinn að hugsa málið mjög lengi og eftir að hafa endurmetið stöðuna þá tók ég þessa ákvörðun. Það var mikil vinna að vera landsliðsþjálfari og ég er að byrja í nýju starfi sem ég get ekki sinnt af eðlilegri getu ef ég held áfram með landsliðið." Guðmundur sagði í ræðu sinni á fundinum að hann væri mjög þakklátur þjóðinni sem hefði sýnt honum mikinn stuðning á síðustu árum. Einnig þakkaði hann þeim leikmönnum sem hann starfaði með sem og stjórn HSÍ. Hann sagðist ganga á brott stoltur af þeim árangri sem hann náði með liðið. Hápunktur Guðmundar sem landsliðsþjálfara var þó tvímælaust EM 2002 þar sem Ísland hafnaði í fjórða sæti. Landsliðið endaði síðan í sjöunda sæti á HM í Portúgal 2003 undir stjórn Guðmundar. Illa gekk á EM 2004 þar sem Ísland lenti í þrettánda sæti og hann lauk síðan keppni með landsliðinu í Aþenu þar sem Ísland hafnaði í níunda sæti.
Íþróttir Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Sjá meira