Guðmundur lýkur keppni 29. september 2004 00:01 Guðmundur Guðmundsson hætti í gær sem þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik en hann hefur stýrt landsliðinu síðan 1. maí árið 2001. Þessi ákvörðun Guðmundur kemur nokkuð á óvart enda hefur hann lýst því yfir í viðtölum síðustu vikur að hann hefði fullan hug á því að þjálfa landsliðið áfram. "Þetta var mjög erfið ákvörðun enda hefur mér liðið ákaflega vel í þessu starfi," sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var nokkuð léttur í bragði þótt það leyndi sér ekki að hann sæi eftir starfinu. "Þetta er búinn að vera mjög skemmtilegur tími og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að sinna þessu starfi. Þetta hefur verið mjög gefandi og ég er reynslunni ríkari eftir þetta ævintýri." Guðmundur lýsti því einnig yfir á blaðamannafundinum í gær að hann væri hættur afskiptum af handbolta í bili. Hann hefur á næstu dögum störf sem ráðgjafi á sviði starfsmannamála hjá PARX-viðskiptaráðgjöf. "Ég er búinn að vera ansi lengi í handboltanum en sá tími sem ég hef eytt í handbolta á minni ævi fyllir upp í heil þrjú ár og það er ansi drjúgur tími. Það verður gaman að takast á við ný verkefni á nýjum stað en ég ætla ekki að útiloka það að ég fari aftur í handboltann en það verður ekki á næstunni," sagði Guðmundur en hann segist ekki hafa verið beittur þrýstingi af hálfu HSÍ um að segja starfinu lausu heldur hafi þetta verið hans eigin ákvörðun. "Það var enginn þrýstingur af hálfu HSÍ. Þeir buðu mér aftur á móti upp á að klára samninginn en ég vil víkja núna og hleypa öðrum manni að sem hefur þá nægan tíma til þess að undirbúa liðið fyrir HM í Túnis," sagði Guðmundur en hvernig stendur á því að hann hefur skipt algjörlega um skoðun á svona skömmum tíma? "Ég var búinn að hugsa málið mjög lengi og eftir að hafa endurmetið stöðuna þá tók ég þessa ákvörðun. Það var mikil vinna að vera landsliðsþjálfari og ég er að byrja í nýju starfi sem ég get ekki sinnt af eðlilegri getu ef ég held áfram með landsliðið." Guðmundur sagði í ræðu sinni á fundinum að hann væri mjög þakklátur þjóðinni sem hefði sýnt honum mikinn stuðning á síðustu árum. Einnig þakkaði hann þeim leikmönnum sem hann starfaði með sem og stjórn HSÍ. Hann sagðist ganga á brott stoltur af þeim árangri sem hann náði með liðið. Hápunktur Guðmundar sem landsliðsþjálfara var þó tvímælaust EM 2002 þar sem Ísland hafnaði í fjórða sæti. Landsliðið endaði síðan í sjöunda sæti á HM í Portúgal 2003 undir stjórn Guðmundar. Illa gekk á EM 2004 þar sem Ísland lenti í þrettánda sæti og hann lauk síðan keppni með landsliðinu í Aþenu þar sem Ísland hafnaði í níunda sæti. Íþróttir Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson hætti í gær sem þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik en hann hefur stýrt landsliðinu síðan 1. maí árið 2001. Þessi ákvörðun Guðmundur kemur nokkuð á óvart enda hefur hann lýst því yfir í viðtölum síðustu vikur að hann hefði fullan hug á því að þjálfa landsliðið áfram. "Þetta var mjög erfið ákvörðun enda hefur mér liðið ákaflega vel í þessu starfi," sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var nokkuð léttur í bragði þótt það leyndi sér ekki að hann sæi eftir starfinu. "Þetta er búinn að vera mjög skemmtilegur tími og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að sinna þessu starfi. Þetta hefur verið mjög gefandi og ég er reynslunni ríkari eftir þetta ævintýri." Guðmundur lýsti því einnig yfir á blaðamannafundinum í gær að hann væri hættur afskiptum af handbolta í bili. Hann hefur á næstu dögum störf sem ráðgjafi á sviði starfsmannamála hjá PARX-viðskiptaráðgjöf. "Ég er búinn að vera ansi lengi í handboltanum en sá tími sem ég hef eytt í handbolta á minni ævi fyllir upp í heil þrjú ár og það er ansi drjúgur tími. Það verður gaman að takast á við ný verkefni á nýjum stað en ég ætla ekki að útiloka það að ég fari aftur í handboltann en það verður ekki á næstunni," sagði Guðmundur en hann segist ekki hafa verið beittur þrýstingi af hálfu HSÍ um að segja starfinu lausu heldur hafi þetta verið hans eigin ákvörðun. "Það var enginn þrýstingur af hálfu HSÍ. Þeir buðu mér aftur á móti upp á að klára samninginn en ég vil víkja núna og hleypa öðrum manni að sem hefur þá nægan tíma til þess að undirbúa liðið fyrir HM í Túnis," sagði Guðmundur en hvernig stendur á því að hann hefur skipt algjörlega um skoðun á svona skömmum tíma? "Ég var búinn að hugsa málið mjög lengi og eftir að hafa endurmetið stöðuna þá tók ég þessa ákvörðun. Það var mikil vinna að vera landsliðsþjálfari og ég er að byrja í nýju starfi sem ég get ekki sinnt af eðlilegri getu ef ég held áfram með landsliðið." Guðmundur sagði í ræðu sinni á fundinum að hann væri mjög þakklátur þjóðinni sem hefði sýnt honum mikinn stuðning á síðustu árum. Einnig þakkaði hann þeim leikmönnum sem hann starfaði með sem og stjórn HSÍ. Hann sagðist ganga á brott stoltur af þeim árangri sem hann náði með liðið. Hápunktur Guðmundar sem landsliðsþjálfara var þó tvímælaust EM 2002 þar sem Ísland hafnaði í fjórða sæti. Landsliðið endaði síðan í sjöunda sæti á HM í Portúgal 2003 undir stjórn Guðmundar. Illa gekk á EM 2004 þar sem Ísland lenti í þrettánda sæti og hann lauk síðan keppni með landsliðinu í Aþenu þar sem Ísland hafnaði í níunda sæti.
Íþróttir Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira