Get ekki boðið sama verð 15. desember 2004 00:01 Stefán Jónasson hefur staðið vaktina í um fjörutíu ár í Bókabúð Jónasar í göngugötunni á Akureyri. Margt hefur breyst í bóksölunni á þeim árum, bókabúðum í miðbænum hefur snarfækkað og bóksala stórmarkaðanna fyrir jólin fest sig í sessi. "Þetta gengur alveg þokkalega og salan núna er svipuð og í fyrra en hún hefur minnkað frá því að stórmarkaðirnir komu inn. Hér á Akureyri eru þrjár bókabúðir allt árið en fyrir jólin verða þær allt í einu sex eða sjö." Stefán segir ómögulegt að bjóða sama verð og stórmarkaðirnir, "enda hafa þeir nánast ekkert upp úr þessu, myndi ég halda," segir hann. "Þeir fá 35 til 40 prósent afslátt frá forlögunum og selja bækurnar með upp í 35 prósenta afslætti. Það eru því kannski um fimm prósent eftir að jafnaði og það er of lítið fyrir okkur. Það er best að segja það eins og það er." Inntur eftir skoðun á þessari þróun mála verður Stefán hugsi. "Má maður nokkuð ljótt um þetta segja. Eru ekki afslættir og tilboð alls staðar í samfélaginu. Maður fær ekkert ráðið við hvernig þetta er byggt upp. Stórmarkaðirnir selja forlögunum aðgang að auglýsingunum sínum og láta þau borga 15 til 30 þúsund krónur fyrir hverja bók sem auglýst er. Þannig sleppa þeir sléttir eða græða jafnvel á auglýsingunum. Þetta er alveg nýtt og mér er ekki boðið upp á svona kjör." Stefán ber sig bærilega þrátt fyrir að kreppt hafi að rekstrinum. "Maður verður að bera sig vel. Þetta er erfiður rekstur og ekki mikill hagnaður. Það er erfitt að keppa við stórmarkaðina." Innlent Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Stefán Jónasson hefur staðið vaktina í um fjörutíu ár í Bókabúð Jónasar í göngugötunni á Akureyri. Margt hefur breyst í bóksölunni á þeim árum, bókabúðum í miðbænum hefur snarfækkað og bóksala stórmarkaðanna fyrir jólin fest sig í sessi. "Þetta gengur alveg þokkalega og salan núna er svipuð og í fyrra en hún hefur minnkað frá því að stórmarkaðirnir komu inn. Hér á Akureyri eru þrjár bókabúðir allt árið en fyrir jólin verða þær allt í einu sex eða sjö." Stefán segir ómögulegt að bjóða sama verð og stórmarkaðirnir, "enda hafa þeir nánast ekkert upp úr þessu, myndi ég halda," segir hann. "Þeir fá 35 til 40 prósent afslátt frá forlögunum og selja bækurnar með upp í 35 prósenta afslætti. Það eru því kannski um fimm prósent eftir að jafnaði og það er of lítið fyrir okkur. Það er best að segja það eins og það er." Inntur eftir skoðun á þessari þróun mála verður Stefán hugsi. "Má maður nokkuð ljótt um þetta segja. Eru ekki afslættir og tilboð alls staðar í samfélaginu. Maður fær ekkert ráðið við hvernig þetta er byggt upp. Stórmarkaðirnir selja forlögunum aðgang að auglýsingunum sínum og láta þau borga 15 til 30 þúsund krónur fyrir hverja bók sem auglýst er. Þannig sleppa þeir sléttir eða græða jafnvel á auglýsingunum. Þetta er alveg nýtt og mér er ekki boðið upp á svona kjör." Stefán ber sig bærilega þrátt fyrir að kreppt hafi að rekstrinum. "Maður verður að bera sig vel. Þetta er erfiður rekstur og ekki mikill hagnaður. Það er erfitt að keppa við stórmarkaðina."
Innlent Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira