Sport

Mashburn frá út tímabilið

Framherjinn Jamal Mashburn mun að öllum líkindum missa af öllu tímabilinu í vetur með New Orleans Hornets í NBA-deildinni í körfuknattleik. Mashburn á við hnémeiðsli að stríða og lék aðeins 19 leiki á síðasta tímabili. Á blaðamannafundi viðurkenndi Mashburn að hann hefði hugleitt að leggja skóna á hilluna en vonaðist samt til að geta leikið á ný. "Ég verð bara að halda mér jákvæðum," sagði Mashburn. "Þetta er mitt lífsviðurværi og vonandi næ ég mér góðum með hvíldinni. Ég er að vonast til að ég verði orðinn heill eftir ár eða svo." Að sögn Byron Scott, þjálfara Hornets, munu Rodney Rogers og George Lynch bítast um framherjastöðuna í byrjunarliðinu. Æfingabúðir Hornets hefjast í næstu viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×