Fókus býður í bíó 10. desember 2004 00:01 Það er kominn föstudagur og það er kominn Fókus, hlaðinn fréttum úr skemmtana-, tónlistar- og bíóheimum. Í blaðinu í dag er m.a. viðtal við rapparann Ágúst Bent, sem er orðinn algjört buff. Hann æfir brasilískt jui-jitsu og ætlar sér að taka yfir rappið á næsta ári. Logi Geirs handboltakappi er dáður af Þjóðverjum og semur tónlist sem sveitafólkið heldur ekki vatni yfir. Bræðurnir í Pornopop vilja ekki fara í viðtal en gerðu það samt, þeir voru að gefa út plötu, sem lítið hefur farið fyrir. Trabant, Steini Plastik og Hafdís Huld seldu Hummer lög í auglýsingar sem Einar og Eiður Snorri gerðu. Hólmgeirsdætur eru að opna nýja Aftur-búð í Kaupmannahöfn í dag. Friðrik 2000 er kominn aftur í sjónvarpið, hann er búðardrengurinn sem lætur pirruðu konuna bauna yfir síg.Einnig býður Fókus í bíó, að þessu sinni í Sambíóin á myndina Surviving Christmas með James "Tony" Soprano og Ben Affleck.Ben Affleck kaupir Tony Soprano Það fer ekki milli mála að jólahátíðin er að ganga í garð. Nú um helgina er frumsýnd fjórða jólamyndin í bíóhúsum landsins á nokkrum vikum. Fyrst kom Christmas with the Kranks, síðan Bad Santa, þá The Polar Express og nú Surviving Christmas. Surviving Christmas keyrir á stjörnunum sem leika aðalhlutverkin en þar bera þeir Ben Affleck og James Gandolfini höfuð og herðar yfir aðra. Affleck er enn að reyna að flikka upp á ferilinn eftir sambandið við J-Lo, Gigli og aðrar lægðir undanfarinna ára. Flestir eru sammála um það að hann sé ágætur í Surviving Christmas og tengja það því að í myndinni leikur hann spilltan auglýsingapésa sem fer mikið í taugarnar á áhorfendum. Höstlar heimasætuna Jólin eru að nálgast og kærasta Affleck segir honum upp. Nýstirnið Jennifer Morrison hlýtur þann heiður að skilja hann eftir í sárum. Affleck bregður því á það ráð að fara til smábæjarins sem hann ólst upp í. Þar bankar hann upp á í gamla húsinu sínu og borgar fjölskyldunni sem þar býr fimmtán milljónir króna fyrir að fá að taka þátt í jólahaldinu sem fjölskyldumeðlimur. Affleckinn hittir ekki á hina æskilegustu kjarnafjölskyldu með tilheyrandi kexkökum og ástarjátningum. Heimilið er að liðast í sundur. Húsbóndinn fúllyndur karl með meiru, að sjálfsögðu James Gandolfini (Tony Soprano). Konan í tilvistarkreppu og unglingssonurinn klámsjúkur. Dótturinni, sem Christina Applegate leikur, er virkilega illa við Affleck (skiljanlega). Affleck lætur þetta vesen ekki á sig fá, er staðráðinn í því að eiga kjarnajól fyrirmyndarfjölskyldunnar. Býr til handrit sem allir eiga að fara eftir, fer í jólagjafaleiðangur og skreytir tréð. Dóttirin verður hrifin af honum og gamla kærastan mætir á versta tíma í heimsókn, með foreldrum sínum. Allt fer þetta auðvitað í tómt tjón en bjargast á endanum þegar Affleck gerir sér grein fyrir því hversu innantómt líf hans er. Affleck grátbað hann "Ég er viss um að hennar verði ávallt minnst sem vandræðalegustu senu ferils míns," segir Gandolfini um það þegar Affleck neyðir hann til að setja upp jólasveinahúfu og syngja við jólatréð. Litlu munaði að hann yrði ekki með í myndinni. Þrátt fyrir að líka við handritið leit út fyrir að tökur hennar og Sopranos sköruðust saman. Tíu dögum áður en byrjað var að taka hringdi Affleck í Gandolfini og grátbað hann um að vera með. Það virkaði. Gandolfini segist hafa skemmt sér ágætlega við gerð hennar. Hann sagði einnig að leikararnir hefðu fengið að spinna mikið, nánast í öllum senum. Surviving Christmas er leikstýrt af Mike Mitchell, hvers helsta afrek hingað til er gamanmyndin Deuce Bigalow: Male Gigalo. Myndin var tilbúin fyrir ári síðan en frestað vegna þess að Paycheck með Affleck kom út þá. Hún á það met að vera sú Hollívúddmynd sem var fljótust að fara á myndband eftir bíófrumsýningu, tæplega níu vikum seinna. Surviving Christmas er sýnd í Sambíóunum. Menning Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira
Það er kominn föstudagur og það er kominn Fókus, hlaðinn fréttum úr skemmtana-, tónlistar- og bíóheimum. Í blaðinu í dag er m.a. viðtal við rapparann Ágúst Bent, sem er orðinn algjört buff. Hann æfir brasilískt jui-jitsu og ætlar sér að taka yfir rappið á næsta ári. Logi Geirs handboltakappi er dáður af Þjóðverjum og semur tónlist sem sveitafólkið heldur ekki vatni yfir. Bræðurnir í Pornopop vilja ekki fara í viðtal en gerðu það samt, þeir voru að gefa út plötu, sem lítið hefur farið fyrir. Trabant, Steini Plastik og Hafdís Huld seldu Hummer lög í auglýsingar sem Einar og Eiður Snorri gerðu. Hólmgeirsdætur eru að opna nýja Aftur-búð í Kaupmannahöfn í dag. Friðrik 2000 er kominn aftur í sjónvarpið, hann er búðardrengurinn sem lætur pirruðu konuna bauna yfir síg.Einnig býður Fókus í bíó, að þessu sinni í Sambíóin á myndina Surviving Christmas með James "Tony" Soprano og Ben Affleck.Ben Affleck kaupir Tony Soprano Það fer ekki milli mála að jólahátíðin er að ganga í garð. Nú um helgina er frumsýnd fjórða jólamyndin í bíóhúsum landsins á nokkrum vikum. Fyrst kom Christmas with the Kranks, síðan Bad Santa, þá The Polar Express og nú Surviving Christmas. Surviving Christmas keyrir á stjörnunum sem leika aðalhlutverkin en þar bera þeir Ben Affleck og James Gandolfini höfuð og herðar yfir aðra. Affleck er enn að reyna að flikka upp á ferilinn eftir sambandið við J-Lo, Gigli og aðrar lægðir undanfarinna ára. Flestir eru sammála um það að hann sé ágætur í Surviving Christmas og tengja það því að í myndinni leikur hann spilltan auglýsingapésa sem fer mikið í taugarnar á áhorfendum. Höstlar heimasætuna Jólin eru að nálgast og kærasta Affleck segir honum upp. Nýstirnið Jennifer Morrison hlýtur þann heiður að skilja hann eftir í sárum. Affleck bregður því á það ráð að fara til smábæjarins sem hann ólst upp í. Þar bankar hann upp á í gamla húsinu sínu og borgar fjölskyldunni sem þar býr fimmtán milljónir króna fyrir að fá að taka þátt í jólahaldinu sem fjölskyldumeðlimur. Affleckinn hittir ekki á hina æskilegustu kjarnafjölskyldu með tilheyrandi kexkökum og ástarjátningum. Heimilið er að liðast í sundur. Húsbóndinn fúllyndur karl með meiru, að sjálfsögðu James Gandolfini (Tony Soprano). Konan í tilvistarkreppu og unglingssonurinn klámsjúkur. Dótturinni, sem Christina Applegate leikur, er virkilega illa við Affleck (skiljanlega). Affleck lætur þetta vesen ekki á sig fá, er staðráðinn í því að eiga kjarnajól fyrirmyndarfjölskyldunnar. Býr til handrit sem allir eiga að fara eftir, fer í jólagjafaleiðangur og skreytir tréð. Dóttirin verður hrifin af honum og gamla kærastan mætir á versta tíma í heimsókn, með foreldrum sínum. Allt fer þetta auðvitað í tómt tjón en bjargast á endanum þegar Affleck gerir sér grein fyrir því hversu innantómt líf hans er. Affleck grátbað hann "Ég er viss um að hennar verði ávallt minnst sem vandræðalegustu senu ferils míns," segir Gandolfini um það þegar Affleck neyðir hann til að setja upp jólasveinahúfu og syngja við jólatréð. Litlu munaði að hann yrði ekki með í myndinni. Þrátt fyrir að líka við handritið leit út fyrir að tökur hennar og Sopranos sköruðust saman. Tíu dögum áður en byrjað var að taka hringdi Affleck í Gandolfini og grátbað hann um að vera með. Það virkaði. Gandolfini segist hafa skemmt sér ágætlega við gerð hennar. Hann sagði einnig að leikararnir hefðu fengið að spinna mikið, nánast í öllum senum. Surviving Christmas er leikstýrt af Mike Mitchell, hvers helsta afrek hingað til er gamanmyndin Deuce Bigalow: Male Gigalo. Myndin var tilbúin fyrir ári síðan en frestað vegna þess að Paycheck með Affleck kom út þá. Hún á það met að vera sú Hollívúddmynd sem var fljótust að fara á myndband eftir bíófrumsýningu, tæplega níu vikum seinna. Surviving Christmas er sýnd í Sambíóunum.
Menning Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira