Hvernig á stjórnarskráin að vera? 10. desember 2004 00:01 Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hafist skuli handa um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ritaði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra formönnum stjórnmálaflokkanna bréf um það efni í vikunni og bað þá að tilnefna fulltrúa sína í nefnd sem gera á tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Með nefndinni á að vinna hópur sérfræðinga í lögum og stjórnmálafræði. Þessi ákvörðun kemur ekki á óvart því eftir stjórnarfars- eða stjórnskipunarkreppuna í sumar sem leið sögðu leiðtogar ríkisstjórnarinnar, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, að endurskoða þyrfti ákvæði stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta. Ekki er enn búið að skipa stjórnarskrárnefndina og ekkert erindisbréf henni til handa er til. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur talað um að endurskoðunin eigi að vera víðtæk en ekki að beinast eingöngu að þáttum eins og valdsviði forseta og Alþingis. Ekki er hægt að skilja orð ráðherrans öðruvísi en svo að nefndin fái í raun frjálsar hendur um það hvaða þætti stjórnarskrárinnar hún kýs að skoða og gera tillögur um breytingar á. Það er auðvitað spennandi að allt skuli vera á borðinu, eins og sagt er, en það skapar líka ákveðna hættu á því að nefndin komi litlu eða engu frá sér eða takist ekki að ljúka verkinu innan tímamarka sem eru tvö ár. Hugmynd forsætisráðherra er að stjórnarskrártillögur verði tilbúnar fyrir næstu alþingiskosningar.Skoðanir á Vísi vilja benda lesendum sínum á að stjórnarskrána í heild er að finna hér á þessari vefsíðu Alþingis. Lesið hana yfir og veltið því fyrir ykkur hvernig þið vilduð að hún væri orðuð eða samansett ef þið fengjuð að ráða. Hér eru nokkur atriði til hugsa um í tengslum við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Segið skoðun ykkar á þeim hér fyrir neðan. 1. Eigum við áfram að hafa þjóðkjörinn forseta með samskonar völd og nú? Eða ætti að draga úr völdum sem embættinu fylgja og gera það eingöngu að táknrænni tignarstöðu? Ættum við að láta Alþingi kjósa forsetann í stað þjóðarinnar eða jafnvel láta forseta Alþingis gegna báðum embættunum? Hvernig litist ykkur á Halldór Blöndal á Bessastöðum? Nema við lokum forsetasetrinu? Og svo má enn velta því fyrir sér hvort við ættum að nota tækifærið og koma okkur upp kóngi eins og sumir veltu fyrir sér í fullri alvöru áður en lýðveldið var stofnað árið 1944. Ýmsir með blátt blóð í æðum eru víst á lausu utanlands. 2. Eigum við að gera breytingar á framkvæmdavaldinu, ríkisstjórninni? Hvernig væri að forsætisráðherra væri þjóðkjörinn og fengi miklu meiri formlegri völd en hann hefur nú? 3. Þarf að kveða á um það í stjórnarskrá að framkvæmdavaldið geti ekki skipað dómara? Að Alþingi þurfi til dæmis að samþykkja dómara í Hæstarétti? 4. Er þetta rétti tíminn til að breyta kjördæmaskipaninni. Laga atkvæðavægið milli landshluta? Nú eða gera landið allt að einu kjördæmi? 5. Ætti að breyta stöðu þjóðkirkjunnar og kannski rjúfa tengsl hennar við ríkisvaldið. 6. Þarf að kveða fastar eða skýrar að orði um mannréttindi? Þarf að taka á friðhelgi einkalífs með skýrari hætti í stjórnarskrárnni nú þegar Stóri bróðir getur fylgst með hverri hreyfingu okkar og hvers kyns eftirlit með einstaklingum hefur aukist? 7. Er rétt að í stjórnarskránni séu einhver ákvæði um rétt óborinna manneskja, rétt dýra, um takmörk læknisfræðilegra og líffræðilegra vísindatilrauna? 8. Hvað með félagsleg réttindi? Eru þau nógu skýr og yfirgripsmikil í stjórnarskránni? 9. Fullveldið og sjálfstæðið. Þarf með einhverjum hætti að bregðast við þróun til alþjóðlegrar ríkjasamvinnu á öllum sviðum og skilgreina fullveldishugtakið upp á nýtt? 10. Og loks er spurningin hvort í stjórnarskráin eigi að vera sérákvæði sem snúa til dæmis að börnum og minnihlutahópum? Þetta er engan veginn tæmandi listi heldur aðeins umræðugrundvöllur fyrir lesendur Vísis.Leggið orð í belg! Hér er tækifæri til að segja skoðun sína áður en stjórnarskrárnefndin hefur tekið til starfa og sest á rökstóla. Hafa áhrif á umræðuna áður en hún hefst af alvöru. Orðið er frjálst!gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hafist skuli handa um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ritaði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra formönnum stjórnmálaflokkanna bréf um það efni í vikunni og bað þá að tilnefna fulltrúa sína í nefnd sem gera á tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Með nefndinni á að vinna hópur sérfræðinga í lögum og stjórnmálafræði. Þessi ákvörðun kemur ekki á óvart því eftir stjórnarfars- eða stjórnskipunarkreppuna í sumar sem leið sögðu leiðtogar ríkisstjórnarinnar, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, að endurskoða þyrfti ákvæði stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta. Ekki er enn búið að skipa stjórnarskrárnefndina og ekkert erindisbréf henni til handa er til. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur talað um að endurskoðunin eigi að vera víðtæk en ekki að beinast eingöngu að þáttum eins og valdsviði forseta og Alþingis. Ekki er hægt að skilja orð ráðherrans öðruvísi en svo að nefndin fái í raun frjálsar hendur um það hvaða þætti stjórnarskrárinnar hún kýs að skoða og gera tillögur um breytingar á. Það er auðvitað spennandi að allt skuli vera á borðinu, eins og sagt er, en það skapar líka ákveðna hættu á því að nefndin komi litlu eða engu frá sér eða takist ekki að ljúka verkinu innan tímamarka sem eru tvö ár. Hugmynd forsætisráðherra er að stjórnarskrártillögur verði tilbúnar fyrir næstu alþingiskosningar.Skoðanir á Vísi vilja benda lesendum sínum á að stjórnarskrána í heild er að finna hér á þessari vefsíðu Alþingis. Lesið hana yfir og veltið því fyrir ykkur hvernig þið vilduð að hún væri orðuð eða samansett ef þið fengjuð að ráða. Hér eru nokkur atriði til hugsa um í tengslum við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Segið skoðun ykkar á þeim hér fyrir neðan. 1. Eigum við áfram að hafa þjóðkjörinn forseta með samskonar völd og nú? Eða ætti að draga úr völdum sem embættinu fylgja og gera það eingöngu að táknrænni tignarstöðu? Ættum við að láta Alþingi kjósa forsetann í stað þjóðarinnar eða jafnvel láta forseta Alþingis gegna báðum embættunum? Hvernig litist ykkur á Halldór Blöndal á Bessastöðum? Nema við lokum forsetasetrinu? Og svo má enn velta því fyrir sér hvort við ættum að nota tækifærið og koma okkur upp kóngi eins og sumir veltu fyrir sér í fullri alvöru áður en lýðveldið var stofnað árið 1944. Ýmsir með blátt blóð í æðum eru víst á lausu utanlands. 2. Eigum við að gera breytingar á framkvæmdavaldinu, ríkisstjórninni? Hvernig væri að forsætisráðherra væri þjóðkjörinn og fengi miklu meiri formlegri völd en hann hefur nú? 3. Þarf að kveða á um það í stjórnarskrá að framkvæmdavaldið geti ekki skipað dómara? Að Alþingi þurfi til dæmis að samþykkja dómara í Hæstarétti? 4. Er þetta rétti tíminn til að breyta kjördæmaskipaninni. Laga atkvæðavægið milli landshluta? Nú eða gera landið allt að einu kjördæmi? 5. Ætti að breyta stöðu þjóðkirkjunnar og kannski rjúfa tengsl hennar við ríkisvaldið. 6. Þarf að kveða fastar eða skýrar að orði um mannréttindi? Þarf að taka á friðhelgi einkalífs með skýrari hætti í stjórnarskrárnni nú þegar Stóri bróðir getur fylgst með hverri hreyfingu okkar og hvers kyns eftirlit með einstaklingum hefur aukist? 7. Er rétt að í stjórnarskránni séu einhver ákvæði um rétt óborinna manneskja, rétt dýra, um takmörk læknisfræðilegra og líffræðilegra vísindatilrauna? 8. Hvað með félagsleg réttindi? Eru þau nógu skýr og yfirgripsmikil í stjórnarskránni? 9. Fullveldið og sjálfstæðið. Þarf með einhverjum hætti að bregðast við þróun til alþjóðlegrar ríkjasamvinnu á öllum sviðum og skilgreina fullveldishugtakið upp á nýtt? 10. Og loks er spurningin hvort í stjórnarskráin eigi að vera sérákvæði sem snúa til dæmis að börnum og minnihlutahópum? Þetta er engan veginn tæmandi listi heldur aðeins umræðugrundvöllur fyrir lesendur Vísis.Leggið orð í belg! Hér er tækifæri til að segja skoðun sína áður en stjórnarskrárnefndin hefur tekið til starfa og sest á rökstóla. Hafa áhrif á umræðuna áður en hún hefst af alvöru. Orðið er frjálst!gm@frettabladid.is
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar