Viðskipti innlent

Góð ávöxtun kaupréttar

Tilkynnt var um nýtingu kaupréttar nokkurra lykilstarfsmanna KB banka í gær. Kaupréttarsamningurinn er við starfsmenn bankans sem voru starfsmenn Kaupþings árið 2000. Kaupréttirnir eru á genginu 102,5 en gengi bankans við lok markaðar í gær var 430 og hefur það lækkað nokkuð að undanförnu. Miklar breytingar hafa orðið á fyrirtækinu frá því að samningarnir voru gerðir og endurspeglast það í ávöxtun kaupréttarsamninganna sem er tæplega 320 prósent á tímabilinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×