Um kvikmyndahátíðir í Reykjavík 1. nóvember 2004 00:01 Stjórn Kvikmyndahátíðar í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún m.a. átelur hóp fólks sem undirbýr nú alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík fyrir að misnota nafn þess. Fyrsta spurningin sem vaknar við þessa yfirlýsingu er sú, hvers vegna lagðist hátíðin af fyrir 3 árum? Svarið er líklega skortur á fjármagni, en þá er næsta spurning, hvers vegna tókst stjórninni ekki að fjármagna hátíðina, og hvers vegna virðist öðrum ætla að takast að koma á fót stórri alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík á ný? Sé tekið mið af því að sjálfseignarfélag Kvikmyndahátíðar í Reykjavík er m.a rekið af Félagi kvikmyndagerðarmanna og Samtökum íslenskra kvikmyndaframleiðenda, þá vakna líka þær spurningar sjálfkrafa hvort stjórn Kvikmyndahátíðar í Reykjavík endurspegli þessi félög þar sem frammistaða stjórnanna yfirleitt er vægast sagt afar slök. Það þarf allavega engum að bregða þótt spurt sé hvers vegna kvikmyndahátíðin hefur fallið niður, en án tilkomu nýrrar kvikmyndahátíðar var sú spurning hvort sem er orðin brýn. Þær kvikmyndahátíðir sem eru á Íslandi eru ekki af þeirri stærðargráður og tegund sem áhugafólk og fagmenn vilja sjá þótt þær séu samt mjög mikilvægar. Það vantar þessa stóru. Mér var nýlega sagt að í Frakklandi séu 365 kvikmyndahátíðir á ári, og enn fleiri á þýskumælandi svæðum, og þá eru ekki taldir með svokallaðir "dagar", danskir dagar eða spænskir dagar o.s.frv. Margar af þessum hátíðum eru litlar, en flest lönd hafa sína einu "stóru" hátíð og hafa Danir nýlega gert átak í þessum málum. Um kvikmyndahátíðir, tegund þeirra og tilgang, er margt skrifað en á Íslandi virðist þetta hafa dottið niður. Og það má segja að það sé í verkahring þeirra sem setið hafa í stjórn kvikmyndahátíðar sl. ár að svara því fyrst af öllu, hvað hefur verið að gerast. Ég er ekki talsmaður neinna í þessum efnum, aðeins einn af þeim sem vilja veg þessa fags sem mestan. Og vegleg kvikmyndahátíð er ekki aðeins mikilvæg fyrir fagið, bæði sem listrænn viðburður og "ráðstefna" fagfólks, heldur líka smá liður í því að byggja upp menningarsamfélag, þekkingarsamfélag sem er víðsýnt og fjölbreytt. En er einhver ástæða fyrir því að það er ekki hægt að una því að óháðum aðilum takist að koma á fót alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík á ný og þeim hlotnist heiður fyrir? Á bakvið takmark þeirra er jafnvel faglegur rökstuðningur fyrir því að halda yfirleitt kvikmyndahátíð. Er kannski ástæða fyrir stjórnir fagfélaganna að leggja niður sína eigin kvikmyndahátíð sem aldrei er haldin hvort sem er, og aðstoða þetta fólk við að klára dæmið, styðja það og styrkja svo einn almennilegur viðburður geti orðið að veruleika? Höfundur er MA í stjórnun og stefnumörkun menningarmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Stjórn Kvikmyndahátíðar í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún m.a. átelur hóp fólks sem undirbýr nú alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík fyrir að misnota nafn þess. Fyrsta spurningin sem vaknar við þessa yfirlýsingu er sú, hvers vegna lagðist hátíðin af fyrir 3 árum? Svarið er líklega skortur á fjármagni, en þá er næsta spurning, hvers vegna tókst stjórninni ekki að fjármagna hátíðina, og hvers vegna virðist öðrum ætla að takast að koma á fót stórri alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík á ný? Sé tekið mið af því að sjálfseignarfélag Kvikmyndahátíðar í Reykjavík er m.a rekið af Félagi kvikmyndagerðarmanna og Samtökum íslenskra kvikmyndaframleiðenda, þá vakna líka þær spurningar sjálfkrafa hvort stjórn Kvikmyndahátíðar í Reykjavík endurspegli þessi félög þar sem frammistaða stjórnanna yfirleitt er vægast sagt afar slök. Það þarf allavega engum að bregða þótt spurt sé hvers vegna kvikmyndahátíðin hefur fallið niður, en án tilkomu nýrrar kvikmyndahátíðar var sú spurning hvort sem er orðin brýn. Þær kvikmyndahátíðir sem eru á Íslandi eru ekki af þeirri stærðargráður og tegund sem áhugafólk og fagmenn vilja sjá þótt þær séu samt mjög mikilvægar. Það vantar þessa stóru. Mér var nýlega sagt að í Frakklandi séu 365 kvikmyndahátíðir á ári, og enn fleiri á þýskumælandi svæðum, og þá eru ekki taldir með svokallaðir "dagar", danskir dagar eða spænskir dagar o.s.frv. Margar af þessum hátíðum eru litlar, en flest lönd hafa sína einu "stóru" hátíð og hafa Danir nýlega gert átak í þessum málum. Um kvikmyndahátíðir, tegund þeirra og tilgang, er margt skrifað en á Íslandi virðist þetta hafa dottið niður. Og það má segja að það sé í verkahring þeirra sem setið hafa í stjórn kvikmyndahátíðar sl. ár að svara því fyrst af öllu, hvað hefur verið að gerast. Ég er ekki talsmaður neinna í þessum efnum, aðeins einn af þeim sem vilja veg þessa fags sem mestan. Og vegleg kvikmyndahátíð er ekki aðeins mikilvæg fyrir fagið, bæði sem listrænn viðburður og "ráðstefna" fagfólks, heldur líka smá liður í því að byggja upp menningarsamfélag, þekkingarsamfélag sem er víðsýnt og fjölbreytt. En er einhver ástæða fyrir því að það er ekki hægt að una því að óháðum aðilum takist að koma á fót alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík á ný og þeim hlotnist heiður fyrir? Á bakvið takmark þeirra er jafnvel faglegur rökstuðningur fyrir því að halda yfirleitt kvikmyndahátíð. Er kannski ástæða fyrir stjórnir fagfélaganna að leggja niður sína eigin kvikmyndahátíð sem aldrei er haldin hvort sem er, og aðstoða þetta fólk við að klára dæmið, styðja það og styrkja svo einn almennilegur viðburður geti orðið að veruleika? Höfundur er MA í stjórnun og stefnumörkun menningarmála.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar