Glöggur og fer sínar leiðir 25. júlí 2004 00:01 Maður vikunnar - Jón Helgi Guðmundsson, eigandi Byko Kastljósið beindist að Jóni Helga Guðmundssyni, eiganda Byko, í vikunni þegar fréttist að dóttir hans Steinunn hefði tryggt sér tæplega fimm prósenta hlut í Íslandsbanka. Jón Helgi sóttist ekki sjálfur eftir því að kastljósið beindist að honum eða þessum viðskiptum. Bæði af viðskiptalegum ástæðum og því að hann er ekki mikið fyrir kastljósið. Hann er hvorki hneigður fyrir það að berast á, né að vera áberandi. Hann er jafnvel sagður hafa nokkra fyrirlitningu á þeim sem vilja auglýsa ríkidæmi sitt og veldi. Jón Helgi er 57 ára og hefur frá fimmtán ára aldri unnið við fjölskyldufyrirtækið Byko. Fyrst með skóla, en síðan helgaði hann fyrirtækinu krafta sína. Hann er stúdent frá MR 1967 og lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Í millitíðinni brá hann sér í nám til Þýskalands og síðar stundaði hann einnig nám í Bandaríkjunum. Hann er áhugamaður um íþróttir og leikur körfubolta með félögum sínum. Þá hittir hann reglulega gamla félaga sína úr viðskiptafræðinni til að tefla. Hann keypti alla aðra eigendur Byko út úr rekstrinum og á það einn fyrir utan fjögurra prósenta hlut sem er í eigu móður hans. Faðir hans stofnaði fyrirtækið, en Jón Helgi hefur stýrt vexti þess og eflingu í tvo áratugi. Margir sem rætt var við segja Jón Helga dæmigerðan fyrir fyrstu kynslóð í viðskiptalífinu. Þeir sem fylgst hafa með viðskiptaferli hans segja hann einfara í viðskiptum. Hann vilji ráða för. Honum er lýst sem miklum rekstrarmanni sem haldi vel utan um rekstur fyrirtækja sinna. Tilraunir hans til þess að fjárfesta með öðrum sterkum kaupsýslumönnum hafa endað með því að hann hefur annaðhvort keypt þá út eða selt sjálfur. Einfari í viðskiptum segja sumir og jafnvel svolítill eintrjáningur. Hann er þó sagður eiga auðvelt með að vinna með fólki og að hann hafi lag á að velja sér gott fólk. Hann hafi þó alltaf eigin markmið að leiðarljósi og nánustu samstarfsmenn hans þurfi ekki að fara í grafgötur um að hans stefnu beri að fylgja. Uppbygging rekstrarins ber stefnu hans gott vitni. Vegferð Byko hefur verið farsæl og Jóni Helga hefur tekist vel með útrás og uppbyggingu fyrirtækisins. Menn segjan hann einkar glöggan á allt sem snýr að rekstrinum. Bykó hefur alltaf skilað hagnaði. Það verður að teljast afar gott því byggingariðnaðurinn sveiflast talsvert og reksturinn því þurft að aðlaga sig að tímabilum þar sem framkvæmdir eru í lágmarki og tryggir viðskiptavinir hafa átt í vandræðum með að greiða reikningana. Jón Helgi hefur á undanförnum árum byggt upp öflugt viðskiptaveldi og er talinn með öflugustu mönnum íslensks viðskiptalífs. Tímaritið Frjáls verslun valdi hann mann ársins í viðskiptalífinu fyrir síðasta ár. Í viðtali af því tilefni segist Jón Helgi vera tækifærissinni í viðskiptum. Hann eignaðist hlut í Búnaðarbankanum þegar fjárfestingarfélagið Gilding rann inn í bankann. Gildingarhópurinn hafði verulegan áhuga á því að verða kjölfesta í Búnaðarbankanum. Ekki var pólitískur vilji fyrir því. Athafnir og fjárfestingar Jóns Helga eru ekki taldar stjórnast af völdum eða pólitískum hvötum. Að því leyti sé hann maður nýja tímans sem horfi eingöngu til viðskiptahagsmuna við ákvarðanir sínar. Einn úr viðskiptalífinu orðaði það svo að Jón Helgi væri alltaf á eigin forsendum í því sem hann væri að gera. Þess vegna væri oft erfitt að átta sig á honum og lesa í það sem hann væri að gera með fjárfestingum sínum. Óútreiknanlegur var lýsingarorð annars. Hann er sagður tregur til þess að gefa sig upp og ekki gjarn á að gefa mönnum loforð um framhaldið. Tækifærin sem myndast gætu verið í berhögg við gefin loforð og því betra á láta þau eiga sig. Ekki er heldur hægt að segja að Jón Helgi hafi bundið trúss sitt við neinar viðskiptablokkir. Hann hefur unnið bæði með Björgólfi Guðmundssyni og S-hópnum og ekki að efa að hann sé tilbúinn að starfa með þeim sem nú ráða för í Íslandsbanka. Hvað hann ætlar sér það er ráðgáta sem hann mun örugglega ekki upplýsa fyrr en með verkum sínum -- og þau verða á hans forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Maður vikunnar - Jón Helgi Guðmundsson, eigandi Byko Kastljósið beindist að Jóni Helga Guðmundssyni, eiganda Byko, í vikunni þegar fréttist að dóttir hans Steinunn hefði tryggt sér tæplega fimm prósenta hlut í Íslandsbanka. Jón Helgi sóttist ekki sjálfur eftir því að kastljósið beindist að honum eða þessum viðskiptum. Bæði af viðskiptalegum ástæðum og því að hann er ekki mikið fyrir kastljósið. Hann er hvorki hneigður fyrir það að berast á, né að vera áberandi. Hann er jafnvel sagður hafa nokkra fyrirlitningu á þeim sem vilja auglýsa ríkidæmi sitt og veldi. Jón Helgi er 57 ára og hefur frá fimmtán ára aldri unnið við fjölskyldufyrirtækið Byko. Fyrst með skóla, en síðan helgaði hann fyrirtækinu krafta sína. Hann er stúdent frá MR 1967 og lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Í millitíðinni brá hann sér í nám til Þýskalands og síðar stundaði hann einnig nám í Bandaríkjunum. Hann er áhugamaður um íþróttir og leikur körfubolta með félögum sínum. Þá hittir hann reglulega gamla félaga sína úr viðskiptafræðinni til að tefla. Hann keypti alla aðra eigendur Byko út úr rekstrinum og á það einn fyrir utan fjögurra prósenta hlut sem er í eigu móður hans. Faðir hans stofnaði fyrirtækið, en Jón Helgi hefur stýrt vexti þess og eflingu í tvo áratugi. Margir sem rætt var við segja Jón Helga dæmigerðan fyrir fyrstu kynslóð í viðskiptalífinu. Þeir sem fylgst hafa með viðskiptaferli hans segja hann einfara í viðskiptum. Hann vilji ráða för. Honum er lýst sem miklum rekstrarmanni sem haldi vel utan um rekstur fyrirtækja sinna. Tilraunir hans til þess að fjárfesta með öðrum sterkum kaupsýslumönnum hafa endað með því að hann hefur annaðhvort keypt þá út eða selt sjálfur. Einfari í viðskiptum segja sumir og jafnvel svolítill eintrjáningur. Hann er þó sagður eiga auðvelt með að vinna með fólki og að hann hafi lag á að velja sér gott fólk. Hann hafi þó alltaf eigin markmið að leiðarljósi og nánustu samstarfsmenn hans þurfi ekki að fara í grafgötur um að hans stefnu beri að fylgja. Uppbygging rekstrarins ber stefnu hans gott vitni. Vegferð Byko hefur verið farsæl og Jóni Helga hefur tekist vel með útrás og uppbyggingu fyrirtækisins. Menn segjan hann einkar glöggan á allt sem snýr að rekstrinum. Bykó hefur alltaf skilað hagnaði. Það verður að teljast afar gott því byggingariðnaðurinn sveiflast talsvert og reksturinn því þurft að aðlaga sig að tímabilum þar sem framkvæmdir eru í lágmarki og tryggir viðskiptavinir hafa átt í vandræðum með að greiða reikningana. Jón Helgi hefur á undanförnum árum byggt upp öflugt viðskiptaveldi og er talinn með öflugustu mönnum íslensks viðskiptalífs. Tímaritið Frjáls verslun valdi hann mann ársins í viðskiptalífinu fyrir síðasta ár. Í viðtali af því tilefni segist Jón Helgi vera tækifærissinni í viðskiptum. Hann eignaðist hlut í Búnaðarbankanum þegar fjárfestingarfélagið Gilding rann inn í bankann. Gildingarhópurinn hafði verulegan áhuga á því að verða kjölfesta í Búnaðarbankanum. Ekki var pólitískur vilji fyrir því. Athafnir og fjárfestingar Jóns Helga eru ekki taldar stjórnast af völdum eða pólitískum hvötum. Að því leyti sé hann maður nýja tímans sem horfi eingöngu til viðskiptahagsmuna við ákvarðanir sínar. Einn úr viðskiptalífinu orðaði það svo að Jón Helgi væri alltaf á eigin forsendum í því sem hann væri að gera. Þess vegna væri oft erfitt að átta sig á honum og lesa í það sem hann væri að gera með fjárfestingum sínum. Óútreiknanlegur var lýsingarorð annars. Hann er sagður tregur til þess að gefa sig upp og ekki gjarn á að gefa mönnum loforð um framhaldið. Tækifærin sem myndast gætu verið í berhögg við gefin loforð og því betra á láta þau eiga sig. Ekki er heldur hægt að segja að Jón Helgi hafi bundið trúss sitt við neinar viðskiptablokkir. Hann hefur unnið bæði með Björgólfi Guðmundssyni og S-hópnum og ekki að efa að hann sé tilbúinn að starfa með þeim sem nú ráða för í Íslandsbanka. Hvað hann ætlar sér það er ráðgáta sem hann mun örugglega ekki upplýsa fyrr en með verkum sínum -- og þau verða á hans forsendum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar