Erlent

25 létust í flugslysi

25 létust þegar flugvél flughersins í Venesúela, brotlenti vestur af Caracas. Talið er að slæmt veður hafi ollið slysinu. Þrír voru í áhöfn vélarinnar og 22 farþegar. Þegar björgunarlið kom á staðinn var enginn á lífi. Flugumferðarstjórar misstu samband við flugvélina síðdegis á laugardag, en vélin var að koma frá karabísku eyjunni La Orchila. Farþegar vélarinnar voru að stærstum hluta starfsmenn hersins, en fimm börn voru einnig í vélinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×