Viðskipti innlent

Orri selur til Burðaráss

Eignarhaldsfélagið Urriði sem er í eigu Orra Vigfússonar hefur selt allan hlut sinn í Íslandsbanka. Kaupandi er Burðarás, en Orri keypti hlutinn af þeim með framvirkum samningi. Búið var að ganga frá samningnum, en um helgina var gengið frá kaupum Burðaráss á hlutnum á ný. Hluturinn sem seldur var nemur ríflega fimm prósentum af hlutafé bankans. Gengi í viðskiptunum hefur ekki komið fram, en miðað við gengi bankans að undanförnu má gera ráð fyrir að verðmæti viðskiptannan nemi ríflega fimm milljörðum króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×