Sport

Rúmenar töpuðu fyrir Dönum

Rúmenar eru ekki þekkt stærð fyrir íslenska körfuboltáhugamenn en þeir töpuðu með aðeins einu stigi gegn Dönum í fyrsta leik sínum í riðlinum. Íslendingar hafa þrisvar att kappi við Rúmena og alltaf á erlendri grundu en þó aldrei í Rúmeníu! Fyrstu tvo leikina unnu Rúmenar en Íslendingar sigruðu í Spisska Nova Ves í Slóveníu en sá leikur var liður í undankeppni EM. Keppt var um að fá að leika í riðlakeppninni sem Ísland hafði leikið í tímabilið á undan og komust þrjár efstu þjóðirnar áfram. Síðasti leikurinn í riðlinum var gegn Rúmeníu og var það úrslitaleikur um hvort liðið kæmis áfram. Íslendingar sigruðu í leiknum, 74-61.  Stigahæsti leikmaður liðsins gegn Dönum var Virgil Stanescu, leikmaður Turk Telekom í Tyrklandi,  með19 stig á aðeins 15 mínútum. Danir unnu leikinn, 74-73.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×