Sport

Evrópa með 6 stiga forskot

Evrópuliðið hefur sex stiga forskot á það bandaríska, 11–5, fyrir síðasta daginn í Ryder-bikarnum en bandaríska liðið stóð sig þó aðeins betur í gær en fyrsta daginn sem Evrópa burstaði  þá 6,5-1,5. Evrópa vann annan daginn 4.5–3.5 og vantar því aðeins þrjú stig af tólf mögulegum í dag til þess að halda Ryder-bikarnum innan sinna raða. Bandarísku kylfingunum gengur afar illa að vinna saman ef marka má fyrstu tvo daganna. Evrópubúar hafa því öll spil á hendi til þess að vinna Ryder-bikarinn annað skiptið í röð og í sjöunda sinn í tíu keppnum. Síðasti keppnisdagurinn er í dag þar sem fara fram 12 einstaklingskeppnir. Þar hafa Bandaríkjamenn jafnan verið sterkari en þeir þurfa að vinna upp sex stiga forskot sem kemur til með að verða mjög erfitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×