Sport

Totti segir Frisk hlutdrægan

Anders Frisk var hlutdrægur í leiknum við Dinamo Kiev, segir Francesco Totti, fyrirliði Roma. Eins og þekkt er orðið þurfti Frisk að flauta leikinn af í hálfleik, þar sem hann var alblóðugur eftir að hafa fengið í sig flugeld frá áhorfanda á leið sinni til búningsherbergja í leikhléinu. Þó að það hafi farið framhjá flestum sem á leikinn horfðu er Totti harður á því að Frisk hafi verið hallur undir Dinamo menn í leiknum, hann hafi ítrekað sleppt því að flauta á augljós brot þeirra og eins hafi hann neitað að tala við sig, sem sé undarlegt, þar sem hann sé jú fyrirliði liðs síns. Ummæli Totti þykja koma á versta tíma fyrir Roma, sem eiga yfir höfði sér þunga refsingu vegna meiðsla Frisk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×