Hugmyndin um "ónýtta tekjustofna" 11. nóvember 2004 00:01 Tekjur sveitarfélaga - Hafsteinn Þór Hauksson formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna Íslenskur málsháttur segir að gott sé að telja peninga úr pyngju annars. Því miður virðist mörgum sveitarstjórnarmönnum þykja slík talning full ánægjuleg. Eitt af því sem margir þeirra þreytast ekki á að tala um þessa dagana eru svokallaðir "ónýttir tekjustofnar" margra sveitarfélaga. Nýting þessara tekjustofna á svo að verða til þess fallin að efla sveitarfélagið og gera því kleift að mæta útgjöldum sínum. Og ekki er undarlegt þó margir velti því fyrir sér hvort það sé virkilega svo að ónýttir peningar liggi fyrir manna og hunda fótum sem sveitarstjórninar þurfi einfaldlega að "nýta" og þar með sé margvíslegum fjárhagslegum vandræðum lokið. En málið er víst aðeins flóknara en svo, því miður. Það er nefnilega svo að þegar sveitarstjórnarmenn tala um ónýtta tekjustofna eru þeir að vísa til þess að ýmis sveitarfélög fullnýta ekki lögvarðar heimildir sínar til þess að leggja skatta á íbúa sína. Sum þeirra rukka til dæmis ekki hámarks útsvar og hafa ef til vill ekki lagt á hið margfræga holræsagjald. Þegar talað er um að sveitarfélag eigi "ónýtta tekjustofna" er sem sagt verið að vísa til þess að því sé lagalega stætt á því að hækka skatta. Veruleikinn er auðvitað sá að hinir svonefndu ónýttu tekjustofnar eru alls ekki ónýttir. Fólkið í landinu er að nota fjármuni sína til þess að reka heimilin, ala upp börnin og búa í haginn. Ef sveitarfélag tekur upp á því að nýta hina "ónýttu tekjustofna" þarf að taka peningana af íbúunum, svo einfalt er það. Ég trúi því að það fólk sem situr í bæjarstjórnum á Íslandi vilji sveitarfélagi sínu allt hið besta og sé að reyna að láta gott af sér leiða. Og ég þakka þeim fyrir þeirra mikilvægu störf. En margt þessa fólks virðist hafa allt aðra sýn en ég á hlutverk sitt. Ég lít svo á að sveitarfélög eigi að sníða sér stakk eftir vexti, rétt eins og heimilin í landinu þurfa að gera. Ef endar ná ekki saman þarf að skera niður útgjöld. Auðvitað eru nokkur sveitarfélög í landinu svo illa stödd að þau geta varla skorið niður útgjöld, nánast allar þeirra tekjur fara í verkefni sem þeim er lögskylt að sinna. En þar kann lausnin að vera fólgin í hagræðingu og umfram allt ráðdeild. Undir engum kringumstæðum eiga slík sveitarfélög að fara út í áhættufjárfestingar með peninga íbúanna eins og því miður hefur gerst á Íslandi allt of oft. Við ykkur sem sitjið í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið hef ég þetta að segja: Ekki tala við okkur íbúana eins og við séum kjánar. Ef þið teljið að lausnin á vanda sveitarfélagsins felist í skattahækkunum, segið það þá bara. Ekki fela ykkur á bak við frasa eins og "ónýtta tekjustofna". Reynslan hefur sýnt að sterkust verða þau sveitarfélög sem gæta strangs aðhalds í fjármálum og hafa það ætíð að markmiði að halda álögum í lágmarki og sníða sér stakk eftir vexti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Tekjur sveitarfélaga - Hafsteinn Þór Hauksson formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna Íslenskur málsháttur segir að gott sé að telja peninga úr pyngju annars. Því miður virðist mörgum sveitarstjórnarmönnum þykja slík talning full ánægjuleg. Eitt af því sem margir þeirra þreytast ekki á að tala um þessa dagana eru svokallaðir "ónýttir tekjustofnar" margra sveitarfélaga. Nýting þessara tekjustofna á svo að verða til þess fallin að efla sveitarfélagið og gera því kleift að mæta útgjöldum sínum. Og ekki er undarlegt þó margir velti því fyrir sér hvort það sé virkilega svo að ónýttir peningar liggi fyrir manna og hunda fótum sem sveitarstjórninar þurfi einfaldlega að "nýta" og þar með sé margvíslegum fjárhagslegum vandræðum lokið. En málið er víst aðeins flóknara en svo, því miður. Það er nefnilega svo að þegar sveitarstjórnarmenn tala um ónýtta tekjustofna eru þeir að vísa til þess að ýmis sveitarfélög fullnýta ekki lögvarðar heimildir sínar til þess að leggja skatta á íbúa sína. Sum þeirra rukka til dæmis ekki hámarks útsvar og hafa ef til vill ekki lagt á hið margfræga holræsagjald. Þegar talað er um að sveitarfélag eigi "ónýtta tekjustofna" er sem sagt verið að vísa til þess að því sé lagalega stætt á því að hækka skatta. Veruleikinn er auðvitað sá að hinir svonefndu ónýttu tekjustofnar eru alls ekki ónýttir. Fólkið í landinu er að nota fjármuni sína til þess að reka heimilin, ala upp börnin og búa í haginn. Ef sveitarfélag tekur upp á því að nýta hina "ónýttu tekjustofna" þarf að taka peningana af íbúunum, svo einfalt er það. Ég trúi því að það fólk sem situr í bæjarstjórnum á Íslandi vilji sveitarfélagi sínu allt hið besta og sé að reyna að láta gott af sér leiða. Og ég þakka þeim fyrir þeirra mikilvægu störf. En margt þessa fólks virðist hafa allt aðra sýn en ég á hlutverk sitt. Ég lít svo á að sveitarfélög eigi að sníða sér stakk eftir vexti, rétt eins og heimilin í landinu þurfa að gera. Ef endar ná ekki saman þarf að skera niður útgjöld. Auðvitað eru nokkur sveitarfélög í landinu svo illa stödd að þau geta varla skorið niður útgjöld, nánast allar þeirra tekjur fara í verkefni sem þeim er lögskylt að sinna. En þar kann lausnin að vera fólgin í hagræðingu og umfram allt ráðdeild. Undir engum kringumstæðum eiga slík sveitarfélög að fara út í áhættufjárfestingar með peninga íbúanna eins og því miður hefur gerst á Íslandi allt of oft. Við ykkur sem sitjið í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið hef ég þetta að segja: Ekki tala við okkur íbúana eins og við séum kjánar. Ef þið teljið að lausnin á vanda sveitarfélagsins felist í skattahækkunum, segið það þá bara. Ekki fela ykkur á bak við frasa eins og "ónýtta tekjustofna". Reynslan hefur sýnt að sterkust verða þau sveitarfélög sem gæta strangs aðhalds í fjármálum og hafa það ætíð að markmiði að halda álögum í lágmarki og sníða sér stakk eftir vexti.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun