Njarðvík spáð titlinum í körfunni 5. október 2004 00:01 KKÍ hélt í gær sinn árlega blaðamannafund þar sem liðin í Intersportdeildinni voru kynnt til leiks sem og spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna um hvaða lið munu skara framúr í vetur. "Það er ánægjulegt að svona margir aðrir hafi sömu trú og við," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur en liðinu er spáð deildarmeistaratitlinum. "Við vorum að gera fína hluti í æfingamótinu í Danmörku og leikurinn í meistarakeppninni var bara framhald á því. Við mætum í Íslandsmótið fullir sjálfstrausts," sagði Einari Árni sem veit vel af pressunni í Njarðvík enda þykir Njarðvíkingum biðin eftir Íslandsmeistaratitlinum sé orðin lögn þótt aðeins séu tvö ár síðan titilinn kom síðast í Njarðvík vorið 2002. "Það er pressa en bara sú sama og venjulega. Það er alltaf ætlast til þess í Njarðvík að liðið vinni og við ætlum ekki að fara inn í þennan vetur á öðrum forsendum en að vinna titla. Við vitum það hinsvegar að til að svo megi verða þá þurfum við að hafa mikið fyrir þessu og spila virkilega vel því það eru þarna mjög vel mönnum lið eins Keflvík, Grindavík, Snæfell og KR og þetta eru allt lið sem eru að setja sér svipuð markmið og við - að ná í alla titla í boði," sagði Einar Árni. "Við spilum ekki eftir spánni því við spilum eftir okkar eigin trú og hún segir okkur að við getum unnið þetta og við ætlum að fara eftir henni," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur sem var spáð öðru sætinu í Intesportdeildinni. "Leikur gegn Njarðvík í meistarakeppninni var fín áminning fyrir okkur og það er ennþá ýmislegt sem við þurfum að bæta og við erum ekki alveg á réttum stað svona rétt fyrir mót," sagði Sigurður sem gerir ekki mikið úr 26 stiga tapinu gegn Njarðvík. "Í leiknum gegn Njarðvík þá voru við bara lélegir eins og oft kemur fyrir og á móti góðum liðum eins og Njarðvík þá tapar maður stórt ef maður er lélegur," segir Sigurður. Annað sem vekur athygli að nýliðunum báðum er spáð góðu gengi í vetur."Þetta er mjög gott ef af verður en við ætlum okkur samt að fara ofar," sagði Borgnesingurinn Ari Gunnarsson en nýliðum Skallagríms er spáð áttunda sæti og inn í úrslitakeppnina. "Við lítum á okkur sem úrvalsdeildarlið og það var bara óhapp að detta niður í 1.deildina í eitt ár. Við erum ekkert annað en úrvalsdeildarilið og ætlum að festa okkur í sessi í deildinni í vetur og byggja síðan á því. Liðið hefur breyst töluvert en þetta hefur smollið ótrúlega vel saman hjá okkur á undirbúningstímabilinu og við erum búnir að spila vel. Við ætlum okkur að vera í kringum fimmta sætið og kannski að komast upp í það fjórða," sagði Ari. Deildarmeistarar Snæfells voru spútniklið síðasta vetrar og það verður gaman að sjá hvort þeir ná að fylgja eftir síðasta vetri eða hvort að það komi upp annað óvænt lið inn baráttuna sem verður eins og fyrr aðallega milli suðurnesjaliðanna þriggja. Intersportdeildin hefst á fimmtudaginn með fimm leikjum og setningarleikurinn verður fyrsti úrvalsdeildarleikur Fjölnismanna sem taka á móti Haukum í Grafarvoginum. Íþróttir Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira
KKÍ hélt í gær sinn árlega blaðamannafund þar sem liðin í Intersportdeildinni voru kynnt til leiks sem og spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna um hvaða lið munu skara framúr í vetur. "Það er ánægjulegt að svona margir aðrir hafi sömu trú og við," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur en liðinu er spáð deildarmeistaratitlinum. "Við vorum að gera fína hluti í æfingamótinu í Danmörku og leikurinn í meistarakeppninni var bara framhald á því. Við mætum í Íslandsmótið fullir sjálfstrausts," sagði Einari Árni sem veit vel af pressunni í Njarðvík enda þykir Njarðvíkingum biðin eftir Íslandsmeistaratitlinum sé orðin lögn þótt aðeins séu tvö ár síðan titilinn kom síðast í Njarðvík vorið 2002. "Það er pressa en bara sú sama og venjulega. Það er alltaf ætlast til þess í Njarðvík að liðið vinni og við ætlum ekki að fara inn í þennan vetur á öðrum forsendum en að vinna titla. Við vitum það hinsvegar að til að svo megi verða þá þurfum við að hafa mikið fyrir þessu og spila virkilega vel því það eru þarna mjög vel mönnum lið eins Keflvík, Grindavík, Snæfell og KR og þetta eru allt lið sem eru að setja sér svipuð markmið og við - að ná í alla titla í boði," sagði Einar Árni. "Við spilum ekki eftir spánni því við spilum eftir okkar eigin trú og hún segir okkur að við getum unnið þetta og við ætlum að fara eftir henni," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur sem var spáð öðru sætinu í Intesportdeildinni. "Leikur gegn Njarðvík í meistarakeppninni var fín áminning fyrir okkur og það er ennþá ýmislegt sem við þurfum að bæta og við erum ekki alveg á réttum stað svona rétt fyrir mót," sagði Sigurður sem gerir ekki mikið úr 26 stiga tapinu gegn Njarðvík. "Í leiknum gegn Njarðvík þá voru við bara lélegir eins og oft kemur fyrir og á móti góðum liðum eins og Njarðvík þá tapar maður stórt ef maður er lélegur," segir Sigurður. Annað sem vekur athygli að nýliðunum báðum er spáð góðu gengi í vetur."Þetta er mjög gott ef af verður en við ætlum okkur samt að fara ofar," sagði Borgnesingurinn Ari Gunnarsson en nýliðum Skallagríms er spáð áttunda sæti og inn í úrslitakeppnina. "Við lítum á okkur sem úrvalsdeildarlið og það var bara óhapp að detta niður í 1.deildina í eitt ár. Við erum ekkert annað en úrvalsdeildarilið og ætlum að festa okkur í sessi í deildinni í vetur og byggja síðan á því. Liðið hefur breyst töluvert en þetta hefur smollið ótrúlega vel saman hjá okkur á undirbúningstímabilinu og við erum búnir að spila vel. Við ætlum okkur að vera í kringum fimmta sætið og kannski að komast upp í það fjórða," sagði Ari. Deildarmeistarar Snæfells voru spútniklið síðasta vetrar og það verður gaman að sjá hvort þeir ná að fylgja eftir síðasta vetri eða hvort að það komi upp annað óvænt lið inn baráttuna sem verður eins og fyrr aðallega milli suðurnesjaliðanna þriggja. Intersportdeildin hefst á fimmtudaginn með fimm leikjum og setningarleikurinn verður fyrsti úrvalsdeildarleikur Fjölnismanna sem taka á móti Haukum í Grafarvoginum.
Íþróttir Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira