Sport

Hafnaboltamenn í verkfall

Japanska hafnaboltadeildin er í uppnámi og á barmi verkfalls vegna samruna tveggja liða, Kintetsu Buffaloes og Orix Blue Wave. Tap Buffaloes nemur um 36 milljónum dollara vegna hárra launaútgjalda og lélegrar aðsóknar og er því sameining við annað lið besta lausnin á tapinu. Leikmenn vilja að liðin fresti sameiningunni um eitt ár enda um 100 störf í húfi ef til samrunans kemur. Talsmenn leikmanna segja að bæta þurfi liðum við deildina en eigendur segja það ekki raunhæft fyrr en eftir tvö ár. Þegar síðast fréttist hafði samkomulega ekki náðst og fyrsta verkfall í sjötíu ára sögu deildarinnar, orðið að staðreynd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×