Sport

Camacho vill fara frá Real

Þjálfari spænska knattspyrnuliðsins Real Madríd, Jose Antonio Camacho, hefur óskað eftir því að verða leystur undan samningi við félagið í kjölfar taps Madrídarliðsins fyrir Espanyol um helgina. Liðið hefur byrjað tímabilið mjög illa og er aðeins í áttunda sæti í spænsku deildinni auk þess sem Madríd tapaði 3-0 fyrir Bayer Leverkusen í fyrsta leik sínum í meistaradeild Evrópu. Að sögn spænskra fjölmiðla segist Camacho ekki hafa traust leikmanna liðsins og hann geti ekki unnið lengur við slíkar aðstæður. Forseti Real Madríd, Florentino Perez, er sagður hafa beðið þjáfarann um að sofa á ákvörðun sinni og ræða aftur við sig í dag, auk þess sem stjórn félagsins mun funda um málið. Camacho tók við þjálfun Madrídarliðsins fyrir einungis fjórum mánuðum. Á myndinni sést Camacho fá gula spjaldið í leik Real Madríd og Espanyol á laugardaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×