Ægilegasta siglingakeppni heims 7. október 2004 00:01 Um helgina hófst erfiðasta siglingakeppni veraldar þegar tólf seglskútur létu úr höfn frá Portsmouth á Englandi og linna ekki látum fyrr en komið verður aftur til Englands eftir öfuga hringferð um hnöttinn. Á tíu mánaða langri leið sinni glíma óreyndar áhafnirnar við allt hið besta og versta sem gerst getur á hafi úti og minnstu mistök geta verið dýrkeypt og kostað mannslíf. Tólf 72 feta skútur taka þátt að þessu sinni í Global Challenge eins og keppnin heitir á frummálinu. Keppni þessi er sérstök fyrir margra hluta sakir og þá kannski helst vegna þess að farið er öfugan hring í kringum hnöttinn. Það þýðir að skúturnar sigla allan tímann mót vindum og hafstraumum og áhafnir verða öllum stundum að vera á varðbergi gagnvart öðrum hættum á sama tíma. Leið skútanna liggur meðal annars um Atlantshafið þegar hvað mestar líkur eru á fellibyljum á svæðinu. Þegar fjær dregur geta ísjakar frá Suðurskautinu reynst hættulegir og eftir að Ástralíu sleppir er fátt sem verður til bjargar ef eitthvað bjátar á. Átján manns eru í áhöfn hverrar skútu en aðeins skipstjórinn hefur reynslu af siglingum sem þessari. Allir aðrir um borð eru óvanir einstaklingar sem greiða fyrir að fá að taka þátt af ævintýraþrá einni saman. Einhverjir þeirra verða reiðubúnir að gefast upp þegar kuldinn og vosbúðin fara að herja á fyrir alvöru en það þekkja þeir sem stundað hafa siglingar að minnstu viðvik verða erfið þegar hendur eru kaldar og ekki er hlaupið svo auðveldlega í skjól. Þess utan verður áhöfnin að kynnast farkosti sínum, læra að vinna og sofa saman enda ekki mikið rými undir þiljum og einkalíf því ekkert næstu tíu mánuði. Frá Portsmouth er stefnan tekin til Buenos Aires í Argentínu. Þaðan verður haldið til Nýja-Sjálands og Ástralíu. Stoppað verður í Höfðaborg í S-Afríku og þaðan farið aftur yfir Atlantshafið alla leið til Boston í Bandaríkjunum. Stefnan er svo tekin yfir á ný til Frakklands og þaðan til Portsmouth þar sem sigurvegarinn verður krýndur að lokum þann 18. júlí á næsta ári ef allt gengur að óskum. Tilgangur Global Challenge er fyrst og fremst fjáröflun til handa samtökunum Save the Children og nýtur keppnin vaxandi vinsælda enda ekki oft sem venjulegt fólk er sett í þær erfiðu aðstæður sem keppnin býður upp á. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að fyrsta skútan í höfn eftir hverja leið fær 15 stig, sú næsta 14 og svo framvegis. Falli skúta úr leik á einhverjum hluta leiðarinnar fær áhöfnin engu að síður stig og á þetta að koma í veg fyrir að eitt áfall geri vonir áhafnarinnar að engu. Sú áhöfn sem hefur flest stig þegar komið verður til Portsmouth eftir tíu mánuði fær konunglegan bikar að launum. Hafa fróðir menn líkt siglingakeppninni við styrjöld; langir kaflar þar sem ekkert gerist og skelfingarstundir þess á milli, en eftir fimm daga gengur allt vel og eru flestir keppendur undan ströndum Spánar eins og sakir standa. Spár gera ráð fyrir miklu lágþrýstingssvæði þar næstu 24 tímana og rangar ákvarðanir við slíkar aðstæður geta kostað forystu eða þaðan af verra. Team Save the Children er efst eins og sakir standa í keppninni en Me to You og Pindar eru þar skammt á eftir. Gert er ráð fyrir að liðin verði komin til Buenos Aires eftir fjórar vikur og þá ættu línur að hafa skýrst hvað varðar efstu lið. Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Sjá meira
Um helgina hófst erfiðasta siglingakeppni veraldar þegar tólf seglskútur létu úr höfn frá Portsmouth á Englandi og linna ekki látum fyrr en komið verður aftur til Englands eftir öfuga hringferð um hnöttinn. Á tíu mánaða langri leið sinni glíma óreyndar áhafnirnar við allt hið besta og versta sem gerst getur á hafi úti og minnstu mistök geta verið dýrkeypt og kostað mannslíf. Tólf 72 feta skútur taka þátt að þessu sinni í Global Challenge eins og keppnin heitir á frummálinu. Keppni þessi er sérstök fyrir margra hluta sakir og þá kannski helst vegna þess að farið er öfugan hring í kringum hnöttinn. Það þýðir að skúturnar sigla allan tímann mót vindum og hafstraumum og áhafnir verða öllum stundum að vera á varðbergi gagnvart öðrum hættum á sama tíma. Leið skútanna liggur meðal annars um Atlantshafið þegar hvað mestar líkur eru á fellibyljum á svæðinu. Þegar fjær dregur geta ísjakar frá Suðurskautinu reynst hættulegir og eftir að Ástralíu sleppir er fátt sem verður til bjargar ef eitthvað bjátar á. Átján manns eru í áhöfn hverrar skútu en aðeins skipstjórinn hefur reynslu af siglingum sem þessari. Allir aðrir um borð eru óvanir einstaklingar sem greiða fyrir að fá að taka þátt af ævintýraþrá einni saman. Einhverjir þeirra verða reiðubúnir að gefast upp þegar kuldinn og vosbúðin fara að herja á fyrir alvöru en það þekkja þeir sem stundað hafa siglingar að minnstu viðvik verða erfið þegar hendur eru kaldar og ekki er hlaupið svo auðveldlega í skjól. Þess utan verður áhöfnin að kynnast farkosti sínum, læra að vinna og sofa saman enda ekki mikið rými undir þiljum og einkalíf því ekkert næstu tíu mánuði. Frá Portsmouth er stefnan tekin til Buenos Aires í Argentínu. Þaðan verður haldið til Nýja-Sjálands og Ástralíu. Stoppað verður í Höfðaborg í S-Afríku og þaðan farið aftur yfir Atlantshafið alla leið til Boston í Bandaríkjunum. Stefnan er svo tekin yfir á ný til Frakklands og þaðan til Portsmouth þar sem sigurvegarinn verður krýndur að lokum þann 18. júlí á næsta ári ef allt gengur að óskum. Tilgangur Global Challenge er fyrst og fremst fjáröflun til handa samtökunum Save the Children og nýtur keppnin vaxandi vinsælda enda ekki oft sem venjulegt fólk er sett í þær erfiðu aðstæður sem keppnin býður upp á. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að fyrsta skútan í höfn eftir hverja leið fær 15 stig, sú næsta 14 og svo framvegis. Falli skúta úr leik á einhverjum hluta leiðarinnar fær áhöfnin engu að síður stig og á þetta að koma í veg fyrir að eitt áfall geri vonir áhafnarinnar að engu. Sú áhöfn sem hefur flest stig þegar komið verður til Portsmouth eftir tíu mánuði fær konunglegan bikar að launum. Hafa fróðir menn líkt siglingakeppninni við styrjöld; langir kaflar þar sem ekkert gerist og skelfingarstundir þess á milli, en eftir fimm daga gengur allt vel og eru flestir keppendur undan ströndum Spánar eins og sakir standa. Spár gera ráð fyrir miklu lágþrýstingssvæði þar næstu 24 tímana og rangar ákvarðanir við slíkar aðstæður geta kostað forystu eða þaðan af verra. Team Save the Children er efst eins og sakir standa í keppninni en Me to You og Pindar eru þar skammt á eftir. Gert er ráð fyrir að liðin verði komin til Buenos Aires eftir fjórar vikur og þá ættu línur að hafa skýrst hvað varðar efstu lið.
Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Sjá meira