Sport

Domenech tekur við Frökkum

Raymond Domenech verður næsti landsliðsþjálfari franska landsliðsins í knattspyrnu. Þetta var ákveðið á fundi franska knattspyrnusambandsins nú áðan. Domenech er fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfaði lið Lyon frá 1989 til 1994 þegar hann tók við 21-árs landsliði Frakka. Jacques Santini, sem stjórnaði franska landsliðinu á Evrópumótinu í Portúgal, hefur tekið við liði Tottenham á Englandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×