Sport

Fylkir mætir Gent í kvöld

Fylkismenn mæta Belgíska liðinu Gent í fyrstu umferð Intertoto-keppninnar í knattspyrnu í kvöld ytra. Að sögn Þorláks Árnasonar, þjálfara liðsins, fóru allir leikmenn liðsins með til Belgíu, að undanskildum Þorbirni Atla Sveinssyni sem á við meiðsli að stríða. „Það er síðan spurning með Björgólf Takefusa. Hann getur ekki spilað heilan leik en vonandi getum við notað hann eitthvað," sagði Þorlákur í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það er fín stemning í liðinu og ég tel okkur eiga þokkalega góða möguleika í þessum leik. Við förum í hann til að sigra en til þess að það gerist þurfum við að spila betur en við höfum verið að gera í deildinni. Það er líka mikilvægt að skora á útivelli og við stefnum á það," segir Þorlákur. Búist er við að á milli 4-5.000 manns mæti á leikinn, en Gent hafnaði í 9. sæti belgísku deildarinnar á síðustu leiktíð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×