Sport

Hnífjafnt hjá Englandi og Króatíu

Franski miðvallarleikmaðurinn hjá Arsenal, Patrick Vieira, telur að leikur Englendinga og Króata á mánudaginn í B-riðli verði hnífjafn.  Vieira hefur spilað gegn báðum þjóðunum á EM og sagði: "Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir bæði lið en þau hafa heillað mig í þessari keppni. Englendingar hafa verið að spila mjög góðan varnarleik á meðan Króatarnir hafa spilað góðan sóknarleik. Króatar eru með ansi sterkt lið og tæknilega eru þeir mjög góðir. Þetta verður stór leikur því Englendingar eru líka mjög sterkir og bæði lið eru orðin örvæntingarfull og gera hvað sem er til að komast áfram - þetta verður því mjög athyglisverður leikur," sagði Vieira. Englendingar vita að jafntefli dugir til að fleyta þeim áfram í átta liða úrslitin þar sem þeir gætu mætt Portúgölum, Spánverjum eða Grikkjum. Vieira og Frakkarnir hans eru í sömu stöðu því þeir þurfa stig gegn Svisslendingum til að gulltryggja sig áfram og Vieira er vel meðvitaður um það: "Í sannleika sagt er mér nokk sama um leik Englendinga og Króata því sjálfir erum við ekki öruggir áfram og það er það sem ég er fyrst og fremst að hugsa um," sagði Patrick Vieira.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×