Lögverndaðar dauðagildrur 29. desember 2004 00:01 Þegar fólk heyrir sögur um spilafíkla sem eyða mörgum milljónum á mánuði í spilakassa trúa fæstir sínum eigin eyrum. Í hugum flestra er það einfaldlega ekki hægt. Sjálfur er ég tvítugur og hef verið að berjast við spilafíkn síðastliðin þrjú ár. Í mínu tilviki tók það einungis tvær vikur að þróast úr byrjanda sem aldrei hafði lagt meira en þúsund krónur undir í veðmálum, í það að eyða um hundrað þúsund krónum á dag í spilakassa. Á þessum tíma var ég nemi og hafði þess vegna ekki mikið fé á milli handanna en fjármagnaði fíknina með því að taka lán bæði hjá vinum og lánastofnunum, ásamt því að stela öllum þeim peningum sem ég komst í, jafnvel af yngri systkinum mínum. Skólinn varð svo auðvitað að víkja stuttu síðar vegna mikillar vanlíðunar og skulda. Með hjápl fjölskyldu minnar fór ég að stunda fundi hjá "Gamblers anonymous", samtökum spilafíkla sem halda fundi nánast daglega. Með hjálp fundanna tókst mér að halda mig frá spilakössum í nokkra mánuði en á þessum þremur árum hef ég fallið fimm sinnum, eytt tæplega tveimur milljónum króna í spilakassa og það sem verst er, misst góðan kunningja yfir móðuna miklu. Sá strákur var í blóma lífsins og sérstaklega geðslegur en sá því miður ekkert annað fært en að stytta sér aldur vegna spilaskulda. Hvers vegna eru spilakassar í hverri einustu sjoppu á landinu? Er besta leiðin fyrir líknarfélög að fjármagna starfsemi sína með peningum mjög sjúkra og varnarlausra einstaklinga á þennan hátt? Ég leyfi mér að fullyrða að vel yfir helmingur tekna af spilakössum komi frá spilafíklum. Þykir einhverjum það forsvaranlegt? Þau rök að fólk muni færa fíkn sína yfir í aðrar tegundir fjárhættuspila standast aðeins að litlum hluta til vegna þess að spilafíklar á Íslandi spila nánast einungis í spilakössum. Ég hef til dæmis aldrei hitt spilafíkil sem veðjar meira í annarri tegund fjárhættuspila en í spilakössum. Það hæfir einfaldlega ekki flestum spilafíklum að kaupa sér lottómiða í miðri viku og bíða svo til næsta laugardags eftir drættinum. Því styttri tíma sem það tekur veðmál að klárast þeim mun meiri líkur eru á því að spilafíkill falli fyrir því. Ég vil því biðja ráðamenn og -konur þessa lands í einlægni að endurskoða lög um fjárhættuspil. Það hljóta að vera til einhverjar mannsæmandi leiðir fyrir líknarfélögin að fjármagna starfsemi sína í þessu auðuga landi. Tökum öll saman höndum og upprætum spilakassadjöfulinn í nafni þeirra sem að látist hafa af völdum spilafíknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þegar fólk heyrir sögur um spilafíkla sem eyða mörgum milljónum á mánuði í spilakassa trúa fæstir sínum eigin eyrum. Í hugum flestra er það einfaldlega ekki hægt. Sjálfur er ég tvítugur og hef verið að berjast við spilafíkn síðastliðin þrjú ár. Í mínu tilviki tók það einungis tvær vikur að þróast úr byrjanda sem aldrei hafði lagt meira en þúsund krónur undir í veðmálum, í það að eyða um hundrað þúsund krónum á dag í spilakassa. Á þessum tíma var ég nemi og hafði þess vegna ekki mikið fé á milli handanna en fjármagnaði fíknina með því að taka lán bæði hjá vinum og lánastofnunum, ásamt því að stela öllum þeim peningum sem ég komst í, jafnvel af yngri systkinum mínum. Skólinn varð svo auðvitað að víkja stuttu síðar vegna mikillar vanlíðunar og skulda. Með hjápl fjölskyldu minnar fór ég að stunda fundi hjá "Gamblers anonymous", samtökum spilafíkla sem halda fundi nánast daglega. Með hjálp fundanna tókst mér að halda mig frá spilakössum í nokkra mánuði en á þessum þremur árum hef ég fallið fimm sinnum, eytt tæplega tveimur milljónum króna í spilakassa og það sem verst er, misst góðan kunningja yfir móðuna miklu. Sá strákur var í blóma lífsins og sérstaklega geðslegur en sá því miður ekkert annað fært en að stytta sér aldur vegna spilaskulda. Hvers vegna eru spilakassar í hverri einustu sjoppu á landinu? Er besta leiðin fyrir líknarfélög að fjármagna starfsemi sína með peningum mjög sjúkra og varnarlausra einstaklinga á þennan hátt? Ég leyfi mér að fullyrða að vel yfir helmingur tekna af spilakössum komi frá spilafíklum. Þykir einhverjum það forsvaranlegt? Þau rök að fólk muni færa fíkn sína yfir í aðrar tegundir fjárhættuspila standast aðeins að litlum hluta til vegna þess að spilafíklar á Íslandi spila nánast einungis í spilakössum. Ég hef til dæmis aldrei hitt spilafíkil sem veðjar meira í annarri tegund fjárhættuspila en í spilakössum. Það hæfir einfaldlega ekki flestum spilafíklum að kaupa sér lottómiða í miðri viku og bíða svo til næsta laugardags eftir drættinum. Því styttri tíma sem það tekur veðmál að klárast þeim mun meiri líkur eru á því að spilafíkill falli fyrir því. Ég vil því biðja ráðamenn og -konur þessa lands í einlægni að endurskoða lög um fjárhættuspil. Það hljóta að vera til einhverjar mannsæmandi leiðir fyrir líknarfélögin að fjármagna starfsemi sína í þessu auðuga landi. Tökum öll saman höndum og upprætum spilakassadjöfulinn í nafni þeirra sem að látist hafa af völdum spilafíknar.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun