Lífið

Bara fjórir dvergar

Jólaleikrit leikfélagsins í þýska bænum Stendal heitir því frumlega nafni Mjallhvít og dvergarnir fjórir. Ástæðan er ekki vankunnátta leikhúsmanna á hinu sígilda ævintýri um prinsessuna fögru og stjúpuna vondu, heldur er fjárhagsstaða leikfélagsins svo slæm að einungis voru fjárráð til að ráða fjóra dverga í stykkið. Til að bjarga því sem bjargað verður eru tvær dvergadúkkur látnar standa á sviðinu í stað leikara og fjarvera sjöunda dvergsins er svo skýrð með því að hann sé niðri í kolanámunni að vinna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.