Innlent

Dagsektirnar misháar

Margir verksamningar eru í gangi vegna framkvæmdanna fyrir austan og verkáfangarnir misjafnlega mikilvægir. Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Kárahnjúkavirkjunar, segir að dagsektirnar séu misháar eftir því hversu áfanganir séu mikilvægir, en komi fyrst og fremst undir lok verksins ef skilatími standist ekki. Næsti stóri áfangi í tengslum við Kárahnjúkavirkjun er fylling lónsins sem er áætluð 1. september 2006, eins og áður hefur komið fram í Fréttablaðinu. Dagsektirnar nema milljónum á dag ef til þeirra kemur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×