Lífið

Rísandi atvinnuvegur

Nýjar byggingar stóru fyrirtækjanna á höfuðborgarsvæðinu hafa vakið athygli fyrir miklar glerklæðningar. Því kemur það ekki á óvart að samhliða fjölgun "speglabygginga" glæðast viðskipti gluggahreinsunarmanna. "Þetta er rísandi atvinnuvegur á Íslandi," segir Baldur Sigurðarson gluggahreinsari, eða Glugga-Baldur eins og hann er kallaður í faginu. Hann hefur nóg að gera við að þjónusta stóru fyrirtækin við gluggaþvott. "Ég er sjálfur ekki í búðarápinu, að þrífa verslunarglugga í Kringlunni og svoleiðis." Meðal fastra verkefna Baldurs eru meðal annars þrif á Perlunni, Orkuveituhúsinu og nú síðast gluggaþvottur í nýju húsnæði Samskipa. "Það eru þessir stærri og ríkari aðilar sem láta þrífa hjá sér reglulega," segir Baldur og bætir við að gluggaþvottur á svona stórum byggingum sé talsvert kostnaðarsamur, en jafnframt nauðsynlegur hluti almenns viðhalds. "Gluggaþvotturinn skiptir miklu máli upp á viðhaldið bæði á áli og gleri."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.