Innlent

Andæfa orðum starfsbróður

Foreldrar eru hvattir til að fylgja tilmælum landlæknis hvað varðar bólusetningar barna, segir stjórn Sálfræðingafélags Íslands. Stjórnin tekur þar með undir gagnrýni landlæknisembættisins á sálfræðing sem í útvarpsþætti varaði foreldra við að nýta sér tilboð um bólusetningar barna sinna. Hann hélt því fram að bólusetningar gætu verið hættulegar, hefðu slæm áhrif á ónæmiskerfi og gætu stuðlað að eyrnabólgum. SÍ hvetur foreldra til þess að fylgja tilmælum landlæknis um bólusetningar barna sinna því hjá embættinu eru nýjastar og bestar upplýsingar um árangur af fyrirbyggjandi heilsufarsinngripum eins og bólusetningum barna. SÍ hvetur foreldra til þess að kynna sér þessar upplýsingar á heimasíðu landlæknis en þar kemur fram að allir þeir sem um fyrirbyggjandi aðgerðir fjalla og lýðheilsu eru sammála um það að bólusetningar eru virkasta og arðbærasta fyrirbyggjandi aðgerð sem fólk hefur yfir að ráða í heilbrigðismálum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×