Margt býr í myrkrinu 22. desember 2004 00:01 Sól er farin að rísa á sjóndeildarhringnum á ný eftir að skammdegið náði hámarki í fyrradag. Eins og gengur er mönnum misvel við myrkrið, sumir kunna vel við kertaljós í rökkrinu, aðrir leggjast í þunglyndi og enn aðrir nota húmið til sannkallaðra myrkaverka en af þeim er víst nóg á þessum árstíma. Bjart yfir Íslandi Myrkrið var í meira lagi í fyrradag og þótti mörgum landsmönnum nóg um. Það er hins vegar staðreynd að þótt dimmt sé hér á þessum árstíma þá búa fáar þjóðir við meiri birtu en einmitt Íslendingar. Í Almanaki Háskóla Íslands segir að birtustundir eru nokkru fleiri á norðurhveli jarðar og nær heildarbirtutíminn hámarki nálægt 69. breiddargráðu. Ísland er örlitlu sunnar á hnettinum og því er hér bjart í um það bil 5.500 klukkustundir á ári, tæplega fimmtán klukkustundir að jafnaði á dag. Fólk sem býr á miðbaug jarðar nýtur aftur á móti birtunnar aðeins í tæpar þrettán klukkustundir daglega. Á hinn bóginn er birtunni hérlendis mjög misskipt því myrkrið safnast á veturna en ljósið á sumrin. Það er þó huggun harmi gegn að heldur meira er af birtunni því á sumarsólstöðum er bjart allan sólarhringinn á meðan sólin skín í nokkrar klukkustundir við vetrarsólhvörf. Myrkraverk Eðli málsins samkvæmt eykst álagið á raforkukerfinu yfir vetrarmánuðina. Ólíkt því sem margir halda þá er rafmagnsnotkun ekki mest á aðfangadagskvöld þegar útvarpsmessan glymur og jólalambið stynur. Samkvæmt uppplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur nær notkunin hámarki síðustu dagana fyrir jól, bæði vegna myrkursins og viðbótarlýsingarinnar vegna jólanna, og fer þá rafmagnsnotkunin upp í 164 megavött. Til samanburðar þá er núverandi framleiðslugeta Nesjavallavirkjunar 90 megavött. Þrátt fyrir alla lýsinguna nota misindismenn skammdegið gjarnan til ýmiss konar myrkraverka. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir innbrotum hafi fjölgað talsvert þetta haustið frá því í sumar og má gera því skóna að myrkrið hafi þar eitthvað að segja. Að innbrotunum frátöldum virðist lítil fylgni á milli afbrota og birtu, þó eru hótanir af einhverjum ástæðum algengari að vetrarlagi að því er fram kemur í afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra fyrir síðasta ár. Þungt í fólki Myrkrið getur farið svo illa í fólk að það leggst hreinlega í þunglyndi. Skammdegisþunglyndi er nánast óþekkt við miðbaug en tíðni þess eykst eftir því sem nær dregur pólunum. Það vekur hins vegar athygli að algengið er helmingi lægra á Íslandi en það ætti að vera miðað við legu landsins. Fræðimenn hafa leitt að því getum að slíkt þunglyndi sé arfgengt og þeir sem hafi verið hrjáðir af því fyrr á öldum hafi síður gifst og eignast börn. Þannig hafi náttúruval dregið úr skammdegisþunglyndi hérlendis. Björn Harðarson sálfræðingur segir talsvert um að fólk kvarti yfir depurð vegna myrkursins. Slíku fólki er hægt að veita einfalda meðferð með ljósalömpum en lyfjameðferðir eru einnig notaðar. Björn álítur að margir skelli skuldinni á myrkrið þegar eitthvað annað er raunveruleg orsök vanlíðanarinnar, til dæmis skólaleiði og ótti við einelti sem eðlilega blossar upp á haustin þegar myrkrið fer að færast yfir. "Síðan má ekki gleyma að þegar sumir finna fyrir þunglyndi þá keyra þeir sig enn lengra niður. Þetta getur gerst þannig að fólk kvíðir fyrir skammdeginu, svo þegar skammdegið kemur þá telur fólkið að þar með hljóti það að vera orðið þunglynt." Góðu fréttirnar eru að þessu má sem betur fer snúa við og segja að jákvæðar hugsanir sporni beinlínis við þunglyndi. "Heilalínurit sýna að serótónínflæði í heilanum nær jafnvægi eftir hugræna meðferð þar sem neikvæðum hugsunum er breytt í jákvæðar og rökréttar hugsanir," segir Björn. Rómantík í rökkrinu Þeir eru hins vegar fjölmargir sem kunna ekkert síður vel við myrkur en birtu. "Öll sköpun verður til í myrkri móðurkviðarins," segir Árni Þórarinsson blaðamaður sem er annálaður nátthrafn. "Yfirleitt hefur myrkur engin áhrif á mig, hvorki til góðs né ills. Mér líður bara ágætlega í myrkri alveg eins og í birtu, og í kulda ekki síður en hita," bætir hann við. Rétt eins og Björn telur Árni að myrkrið sé í mörgum tilvikum gert að blóraböggli fyrir sálarangist. "Ef hið innra ljós manna er viðkvæmt og veikt þá hafi myrkur slæm áhrif. Ef maður getur frekar fundið það innra með sér frekar en að leita að því í hinu ytra þá held ég að allir eigi möguleika á að lifa myrkrið bærilega af." Síðan má ekki gleyma því að vetrarkuldinn og myrkrið eru á margan hátt rómantískur tími. Tracy Cox, höfundur bókarinnar Súperflört, segir að aðstæður hérlendis yfir vetrarmánuðina til daðurs og ástaratlota séu afar heppilegar. "Nú er svo mikið rökkur og tími fyrir kertaljós en þá stækka sjáöldrin og augun verða fallegri. Síðan vill fólk hjúfra sig hvort upp að öðru í kuldanum til að fá yl, jafnvel þegar það er innandyra. Kuldinn og myrkrið úti gerir þetta að verkum," sagði hún í viðtali við blaðið fyrir nokkru. Margt býr þannig í myrkrinu sem smám saman fer að kveðja okkur, sumum til gleði en öðrum til ama. Innlent Menning Mest lesið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Lifði með fjögur prósent sjón án greiningar Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Lifði með fjögur prósent sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Sjá meira
Sól er farin að rísa á sjóndeildarhringnum á ný eftir að skammdegið náði hámarki í fyrradag. Eins og gengur er mönnum misvel við myrkrið, sumir kunna vel við kertaljós í rökkrinu, aðrir leggjast í þunglyndi og enn aðrir nota húmið til sannkallaðra myrkaverka en af þeim er víst nóg á þessum árstíma. Bjart yfir Íslandi Myrkrið var í meira lagi í fyrradag og þótti mörgum landsmönnum nóg um. Það er hins vegar staðreynd að þótt dimmt sé hér á þessum árstíma þá búa fáar þjóðir við meiri birtu en einmitt Íslendingar. Í Almanaki Háskóla Íslands segir að birtustundir eru nokkru fleiri á norðurhveli jarðar og nær heildarbirtutíminn hámarki nálægt 69. breiddargráðu. Ísland er örlitlu sunnar á hnettinum og því er hér bjart í um það bil 5.500 klukkustundir á ári, tæplega fimmtán klukkustundir að jafnaði á dag. Fólk sem býr á miðbaug jarðar nýtur aftur á móti birtunnar aðeins í tæpar þrettán klukkustundir daglega. Á hinn bóginn er birtunni hérlendis mjög misskipt því myrkrið safnast á veturna en ljósið á sumrin. Það er þó huggun harmi gegn að heldur meira er af birtunni því á sumarsólstöðum er bjart allan sólarhringinn á meðan sólin skín í nokkrar klukkustundir við vetrarsólhvörf. Myrkraverk Eðli málsins samkvæmt eykst álagið á raforkukerfinu yfir vetrarmánuðina. Ólíkt því sem margir halda þá er rafmagnsnotkun ekki mest á aðfangadagskvöld þegar útvarpsmessan glymur og jólalambið stynur. Samkvæmt uppplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur nær notkunin hámarki síðustu dagana fyrir jól, bæði vegna myrkursins og viðbótarlýsingarinnar vegna jólanna, og fer þá rafmagnsnotkunin upp í 164 megavött. Til samanburðar þá er núverandi framleiðslugeta Nesjavallavirkjunar 90 megavött. Þrátt fyrir alla lýsinguna nota misindismenn skammdegið gjarnan til ýmiss konar myrkraverka. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir innbrotum hafi fjölgað talsvert þetta haustið frá því í sumar og má gera því skóna að myrkrið hafi þar eitthvað að segja. Að innbrotunum frátöldum virðist lítil fylgni á milli afbrota og birtu, þó eru hótanir af einhverjum ástæðum algengari að vetrarlagi að því er fram kemur í afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra fyrir síðasta ár. Þungt í fólki Myrkrið getur farið svo illa í fólk að það leggst hreinlega í þunglyndi. Skammdegisþunglyndi er nánast óþekkt við miðbaug en tíðni þess eykst eftir því sem nær dregur pólunum. Það vekur hins vegar athygli að algengið er helmingi lægra á Íslandi en það ætti að vera miðað við legu landsins. Fræðimenn hafa leitt að því getum að slíkt þunglyndi sé arfgengt og þeir sem hafi verið hrjáðir af því fyrr á öldum hafi síður gifst og eignast börn. Þannig hafi náttúruval dregið úr skammdegisþunglyndi hérlendis. Björn Harðarson sálfræðingur segir talsvert um að fólk kvarti yfir depurð vegna myrkursins. Slíku fólki er hægt að veita einfalda meðferð með ljósalömpum en lyfjameðferðir eru einnig notaðar. Björn álítur að margir skelli skuldinni á myrkrið þegar eitthvað annað er raunveruleg orsök vanlíðanarinnar, til dæmis skólaleiði og ótti við einelti sem eðlilega blossar upp á haustin þegar myrkrið fer að færast yfir. "Síðan má ekki gleyma að þegar sumir finna fyrir þunglyndi þá keyra þeir sig enn lengra niður. Þetta getur gerst þannig að fólk kvíðir fyrir skammdeginu, svo þegar skammdegið kemur þá telur fólkið að þar með hljóti það að vera orðið þunglynt." Góðu fréttirnar eru að þessu má sem betur fer snúa við og segja að jákvæðar hugsanir sporni beinlínis við þunglyndi. "Heilalínurit sýna að serótónínflæði í heilanum nær jafnvægi eftir hugræna meðferð þar sem neikvæðum hugsunum er breytt í jákvæðar og rökréttar hugsanir," segir Björn. Rómantík í rökkrinu Þeir eru hins vegar fjölmargir sem kunna ekkert síður vel við myrkur en birtu. "Öll sköpun verður til í myrkri móðurkviðarins," segir Árni Þórarinsson blaðamaður sem er annálaður nátthrafn. "Yfirleitt hefur myrkur engin áhrif á mig, hvorki til góðs né ills. Mér líður bara ágætlega í myrkri alveg eins og í birtu, og í kulda ekki síður en hita," bætir hann við. Rétt eins og Björn telur Árni að myrkrið sé í mörgum tilvikum gert að blóraböggli fyrir sálarangist. "Ef hið innra ljós manna er viðkvæmt og veikt þá hafi myrkur slæm áhrif. Ef maður getur frekar fundið það innra með sér frekar en að leita að því í hinu ytra þá held ég að allir eigi möguleika á að lifa myrkrið bærilega af." Síðan má ekki gleyma því að vetrarkuldinn og myrkrið eru á margan hátt rómantískur tími. Tracy Cox, höfundur bókarinnar Súperflört, segir að aðstæður hérlendis yfir vetrarmánuðina til daðurs og ástaratlota séu afar heppilegar. "Nú er svo mikið rökkur og tími fyrir kertaljós en þá stækka sjáöldrin og augun verða fallegri. Síðan vill fólk hjúfra sig hvort upp að öðru í kuldanum til að fá yl, jafnvel þegar það er innandyra. Kuldinn og myrkrið úti gerir þetta að verkum," sagði hún í viðtali við blaðið fyrir nokkru. Margt býr þannig í myrkrinu sem smám saman fer að kveðja okkur, sumum til gleði en öðrum til ama.
Innlent Menning Mest lesið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Lifði með fjögur prósent sjón án greiningar Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Lifði með fjögur prósent sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Sjá meira